1982: ár

Árið 1982 (MCMLXXXII í rómverskum tölum) var 82.

ár 20. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Commodore 64.
  • 1. janúar - Bandaríska fréttastöðin CNN hóf útsendingar.
  • 3. janúar - Italia 1, fyrsta ítalska einkarekna sjónvarpsstöðin sem sendi út um allt land, var stofnuð með sameiningu 18 héraðsstöðva.
  • 4. janúar - Ítalski útgefandinn Mondadori stofnaði sjónvarpsstöð á landsvísu, Rete 4, með sameiningu 22 héraðsstöðva.
  • 7. janúar - Heimilistölvan Commodore 64 var kynnt í Las Vegas.
  • 8. janúar - Kuldamet var slegið í Danmörku þegar frostið mældist 31,2 gráður.
  • 8. janúar - AT&T Corporation var skipt upp í 22 fyrirtæki eftir dóm fyrir brot gegn lögum um bann við einokun.
  • 9. janúar - Fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Gamla bíói, Sígaunabaróninn, var frumsýnd.
  • 13. janúar - Air Florida-flug 90 rakst á brú skömmu eftir flugtak í Washington-borg og hrapaði í ána Potomac. 80 létust.
  • 14. janúar - Stórviðri gekk yfir Austurland. Rúður brotnuðu í flestum húsum á Borgarfirði eystra.
  • 17. janúar - Kaldi sunnudagurinn átti sér stað í norðurhluta Bandaríkjanna þar sem öll kuldamet féllu.
  • 21. janúar - Tveir björgunarmenn og tveir úr áhöfn fórust er belgíski togarinn Pelagus strandaði við Vestmannaeyjar.
  • 26. janúar - Mauno Koivisto var kjörinn forseti Finnlands.
  • 28. janúar - Ítalskir sérsveitarmenn handtóku fimm meðlimi Rauðu herdeildanna í Padúu og frelsuðu bandaríska herforingjann James Lee Dozier sem samtökin héldu sem gísl.
  • 30. janúar - Fyrsti tölvuvírusinn, Elk Cloner, var uppgötvaður.
  • 31. janúar - Samtök um kvennaframboð voru stofnuð af konum í Reykjavík.

Febrúar

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Flugvélar Laker Airways daginn eftir gjaldþrotið.

Mars

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Columbia skotið á loft.

Apríl

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Fólk flutt frá ísraelsku landnemabyggðinni Yamit í norðausturhluta Sínaí.

Maí

Júní

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Breskir fallhlífarhermenn gæta argentínskra stríðsfanga í Port Stanley.

Júlí

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Fjöldabrúðkaup á vegum Moon árið 1982.
  • 1. júlí - Grandmaster Flash og The Furious Five gáfu út smáskífuna „The Message“ sem var fyrsta platan til að útskýra hvernig er að lifa í fátrækarhverfinu.
  • 2. júlí - Larry Waters flaug í 4.900 metra hæð yfir Long Beach í Kaliforníu í garðstól með helíumblöðrur festar við hann.
  • 2. júlí - Sprengja sprakk í geymsluhólfi á Aðaljárnbrautarstöðinni í Osló með þeim afleiðingum að 19 ára stúlka lést. Átta dögum síðar fannst önnur ósprungin sprengja í öðru hólfi. Átján ára piltur reyndist standa á bak við tilræðin.
  • 3. júlí - Fjárfestingarfélagið Kuben í eigu hljómsveitarinnar ABBA og framleiðandans Stikkan Anderson keypti fyrirtækin Monark og Stiga.
  • 8. júlí - The Coca-Cola Company setti drykkinn Diet Coke á markað.
  • 9. júlí - Pan Am flug 759 hrapaði yfir Kenner í Louisiana með þeim afleiðingum að 146 farþegar létust og 8 á jörðu niðri.
  • 11. júlí - Ítalía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-1 sigri á Vestur-Þýskalandi.
  • 16. júlí - Trúarleiðtoginn Sun Myung Moon var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir skattsvik í New York-borg.
  • 20. júlí - Tvær sprengjur á vegum IRA sprungu í London með þeim afleiðingum að átta hermenn létust og 47 manns særðust.
  • 23. júlí - Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að banna hvalveiðar í hagnaðarskyni fyrir 1985-1986.
  • 23. júlí - 299 manns létust í aurskriðum vegna úrhellisrigninga í Nagasaki í Japan.
  • 23. júlí - Í Kolmårdens-dýragarðinum í Svíþjóð var ferðamaður sem fór úr bifreið sinni drepinn af ljóni.
  • 24. júlí - Á Skeiðarársandi fannst skipsflak, sem í fyrstu var talið vera flak gullskipsins Het Wapen van Amsterdam sem fórst þar árið 1667. Í ljós kom að flakið var af þýskum togara frá árinu 1903.
  • 31. júlí - Tvær rútur með skólabörn og þrír bílar lentu í árekstri við Beaune í Frakklandi með þeim afleiðingum að 53 létust, þar af 44 börn. Þetta var mesta umferðarslys í sögu Frakklands.

Ágúst

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Hermenn úr frönsku útlendingaherdeildinni fylgjast með flutningi PLO-manna frá Beirút.

September

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Amine Gemayel tekur við forsetaembætti í Beirút.
  • haust - Anima, félag sálfræðinema við Háskóla Íslands var stofnað.
  • 3. september - Sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen og var það fyrsta sýning utan Danmerkur á vegum Thorvaldsensafnsins í Kaupmannahöfn.
  • 3. september - Ítalski herforinginn Carlo Alberto Dalla Chiesa var myrtur, ásamt eiginkonu sinni og bílstjóra, af ítölsku mafíunni í Palermó.
  • 13. september - Grace Kelly fékk heilablóðfall meðan hún ók bifreið sinni. Bíllinn hrapaði niður fjallshlíð. Hún lést á sjúkrahúsi daginn eftir.
  • 14. september - Forseti Líbanon, Bachir Gemayel, var myrtur.
  • 16. september - Blóðbaðið í Shabra og Shatila hófst þegar Líbanski framvörðurinn réðist inn í flóttamannabúðir í Beirút og myrti milli 762 og 3500 manns.
  • 19. september - Scott Fahlman stakk upp á notkun broskallsins.
  • 21. september - Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn í fyrsta sinn.
  • 23. september - Amine Gemayel var kosinn forseti Líbanon.
  • 24. september - Wimpy-aðgerðin markaði upphaf vopnaðrar andspyrnu gegn Ísraelsher í Beirút.
  • 25. september - Um 400.000 manna mótmælaganga í Tel Aviv krafðist afsagnar Menachem Begin vegna framgöngu Ísraelshers í Líbanon.
  • 30. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Staupasteinn hóf göngu sína.

Október

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Fyrsti geislaspilarinn.

Nóvember

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Thames Barrier árið 1985.

Desember

Ódagsettir viðburðir

Fædd

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Bryndís Björgvinsdóttir
1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Vilhjálmur Bretaprins
1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Logi Geirsson

Dáin

1982: Atburðir, Fædd, Dáin 
Grace Kelly

Nóbelsverðlaunin

Tags:

1982 Atburðir1982 Fædd1982 Dáin1982 Nóbelsverðlaunin1982Rómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Tom BradyKapítalismiKaliforníaEldeySjálfstæðisflokkurinnKúrdistanÚkraínaStuðmennPurpuriEimreiðarhópurinnKynþáttahaturBerserkjasveppurÁlftÁrmann JakobssonSilungurJóhann G. JóhannssonÍsafjörðurKárahnjúkavirkjunEgill EðvarðssonKatrín OddsdóttirStykkishólmurSýndareinkanetFjallagórillaGuðmundar- og GeirfinnsmáliðHandknattleikur á sumarólympíuleikunum 2012 - keppni í karlaflokkiÍrakGuðmundur Felix GrétarssonKrímskagiMynsturBiblíanKólusForsetakosningar á Íslandi 2020Guðrún BjörnsdóttirJónas SigurðssonSurtarbrandurLýsingarorðHalla TómasdóttirVetrarólympíuleikarnir 1988Ríkisstjórn ÍslandsFinnlandCharles DarwinLinuxHéðinn SteingrímssonÁbendingarfornafnRómverskir tölustafirAskur YggdrasilsHugmyndSveitarfélagið ÁrborgFIFOPylsaJónas frá HrifluMoskvaEvrópusambandiðNjáll ÞorgeirssonÞórarinn EldjárnBesti flokkurinnDýrin í HálsaskógiÞorskastríðinÍslenski hesturinn24. aprílTilvísunarfornafnLettlandBacillus cereusPýramídiPierre-Simon LaplaceEgill ÓlafssonGuðni Th. JóhannessonSpánnListi yfir íslensk póstnúmerEigindlegar rannsóknirSigmund FreudSnorri MássonHólar í HjaltadalHólmavíkSigrún EldjárnWiki FoundationLeviathanTinEfnafræði🡆 More