9. Október: Dagsetning

9.

SepOktóberNóv
SuÞrMiFiLa
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031
2024
Allir dagar

október er 282. dagur ársins (283. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 83 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1192 - Þriðja krossferðin endaði með ósköpum og Ríkharður ljónshjarta og Saladín soldán gerðu með sér samning um rétt pílagríma til að heimsækja landið helga.
  • 1264 - Alfons 10. Kastilíukonungur náði borginni Jerez de la Frontera á Spáni af Márum.
  • 1390 - Hinrik 3. tók við af föður sínum, Jóhanni 1., sem konungur Kastilíu og León.
  • 1514 - Loðvík 12. Frakkakonungur gekk að eiga Maríu Tudor, systur Hinriks 8. Englandskonungs. Hann dó tæpum þremur mánuðum síðar.
  • 1617 - Pavíasamningurinn var gerður milli Spánar og Savoja og fól í sér að Savoja skilaði Mantúu héraðinu Montferrat.
  • 1650 - Ákveðið var að sænska krúnan skyldi ganga í arf til karlkyns afkomenda Karls Gústafs af Pfalz.
  • 1696 - Alþingisbókin, fyrsta íslenska tímaritið, var prentuð í Skálholti af Jóni Snorrasyni.
  • 1740 - Menn Hollenska Austurindíafélagsins drápu 5-10.000 kínverska íbúa Batavíu á Jövu.
  • 1874 - Alþjóðapóstsambandið stofnað í Bern í Sviss. Er nú ein sérstofnana Sameinuðu þjóðanna.
  • 1914 - Umsátri Þjóðverja um Antwerpen lauk með uppgjöf borgarinnar.
  • 1926 - Kvikmyndin Hús í svefni var frumsýnd í Danmörku.
  • 1943 - Á Hvoli í Mýrdal fannst lifandi leðurblaka og lifði hún í 10 daga. Leðurblaka hefur aldrei áður fundist á Íslandi.
  • 1950 - Stofnað var til Afreksmerkis hins íslenska lýðveldis, sem veita má þeim sem leggja líf og limi í hættu við að bjarga öðrum úr lífsháska.
  • 1962 - Úganda hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 1963 - Skáldatími eftir Halldór Laxness kom út. Bókin vakti mikla athygli, enda gerir höfundurinn upp við sósíalismann í henni.
  • 1965 - Dagur Leifs Eiríkssonar hins heppna var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur á Íslandi.
  • 1971 - TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar brotlenti á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust.
  • 1979 - Samtökin Geðhjálp voru stofnuð á Íslandi.
  • 1982 - Þættir úr félagsheimili hófu göngu sína í Ríkissjónvarpinu.
  • 1983 - Jangúnsprengjutilræðið: Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Lee Bum Suk, og 21 annar létust.
  • 1986 - Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin á Íslandi, Stöð 2, tók til starfa undir stjórn Jóns Óttars Ragnarssonar.
  • 1986 - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið News Corporation eignaðist Metromedia og lagði grunninn að Fox Broadcasting Company.
  • 1986 - Langlífasti söngleikur heims Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber hóf göngu sína í Her Majesty's Theatre í London.
  • 1992 - Vígð var ný brú yfir Markarfljót. Brúin er 250 metra löng og með henni styttist hringvegurinn um 5 kílómetra.
  • 1997 - Íslenska kvikmyndin Perlur og svín var frumsýnd.
  • 2001 - Sjónvarpsþáttaröðin Sjálfstætt fólk hóf göngu sína á Stöð 2.
  • 2001 - Miltisbrandsárásirnar 2001: Önnur bréfasending með miltisbrandi var send af stað.
  • 2006 - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði framkvæmt sína fyrstu kjarnorkutilraun.


Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Aftökur á ÍslandiRóbert laufdalAxlar-BjörnTöluorðGuðmundar- og GeirfinnsmáliðLaddiJón Jónsson (tónlistarmaður)ReykjavíkEvrópusambandiðSjómílaAlaskaG! FestivalSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022ÍslandAtviksorð23. aprílBragfræðiHvannadalshnjúkurSiðblindaSkorri Rafn RafnssonTyrkjarániðOculisInnrás Rússa í Úkraínu 2022–KötlugosBjarkey GunnarsdóttirStofn (málfræði)Albert GuðmundssonIðnbyltinginCarles PuigdemontLotukerfiðÁstþór MagnússonJakobsvegurinnKúrdistanKnattspyrna á ÍslandiLars PetterssonJanel MoloneySundhnúksgígarSkýFelix BergssonColossal Cave AdventureÁgústa Eva ErlendsdóttirKvennafrídagurinnUpplýsinginVoyager 1HöfuðborgarsvæðiðAðjúnktEyjafjörðurIndónesíaListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiGísla saga SúrssonarSigga BeinteinsLitla-HraunKnattspyrnufélagið ValurHarpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)TölfræðiKartaflaListi yfir íslenska tónlistarmennÍslendingabókListi yfir þjóðvegi á ÍslandiCowboy CarterAriel HenryLandgrunnTékklandJóhanna Guðrún JónsdóttirNafnhátturGaleazzo CianoEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024MinniÍslensk mannanöfn eftir notkunGæsalappirElbaGrímur HákonarsonMínus (hljómsveit)DanskaListi yfir morð á Íslandi frá 2000🡆 More