21. Mars: Dagsetning

21.

FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

mars er 80. dagur ársins (81. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 285 dagar eru eftir af árinu.

Áramót eru 21. mars í ýmsum trúarbrögðum svo sem sóróisma, súfisma og baháítrú.

Í kaþólsku kirkjunni var þetta dagur vorjafndægra sem markaði upphaf Páskahátíðarinnar en eiginleg vorjafndægur voru breytileg þar til Gregoríus 13. páfi breytti tímatalinu þannig að vorjafndægur bæri alltaf upp á 21. mars árið 1582.

Atburðir

  • 867 - Samkvæmt engilsaxneskum annálum féllu Ella af Norðymbralandi og Osbert af Norðymbralandi báðir í bardaga við her Ragnarssona.
  • 1152 - Hjónaband Loðvíks 7. Frakkakonungs og Elinóru af Akvitaníu var ógilt af páfa.
  • 1226 - Gregoríus 9. varð páfi.
  • 1413 - Hinrik 5. tók við konungdómi í Englandi.
  • 1556 - Thomas Cranmer, erkibiskup af Kantaraborg, var brenndur á báli.
  • 1734 - Jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, með þeim afleiðingum að sjö eða átta menn fórust og tíu bæir hrundu til grunna en um 60 bæir skemmdust, mest í Ölfusi, Flóa og Grímsnesi.
  • 1848 - Um 10.000 mótmælendur gengu fylktu liði að Kristjánsborgarhöll og mótmæltu stjórn Friðriks 7. Danakonungs.
  • 1857 - Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana.
  • 1871 - Blaðamaðurinn Henry Morton Stanley lagði upp í leiðangur í leit að trúboðanum og landkönnuðinum David Livingstone.
  • 1874 - Amtmannsstofan á Möðruvöllum í Hörgárdal brann til grunna, en hún hafði komið í stað húss, sem þar brann tæpri hálfri öld áður (6. febrúar 1826).
  • 1881 - Frost mældist 40 °C á Akureyri og var það met þennan vetur, sem var mikill frostavetur. Metið er ekki viðurkennt.
  • 1933 - Þing kom aftur saman í Þýskalandi eftir brunann í þinghúsinu og samþykkti að binda endi á Weimar-lýðveldið.
  • 1953 - Antonín Zápotocký tók við embætti forseta Tékkóslóvakíu. Viliam Široký varð forsætisráðherra.
  • 1960 - Fjöldamorð í Sharpville í Suður-Afríku er lögregla hóf að skjóta á óvopnaða svarta mótmælendur og drápu 69 en 180 særðust.
  • 1968 - Í Vestmannaeyjum mældist 90 cm djúpur snjór og þekkjast ekki önnur dæmi slíks þar.
  • 1970 - Dana, írsk söngkona, vann 15. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Amsterdam, með laginu „All Kinds of Everything“.
  • 1970 - Fyrsti Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur.
  • 1973 - Stofnaður var fólkvangur í Bláfjöllum. Hann liggur bæði að Reykjanesfólkvangi og Heiðmörk.
  • 1973 - Í Danmörku slitnaði upp úr kjarasamningum og 750.000 verkamenn hófu verkfall.
  • 1974 - Forseti sameinaðs Alþingis tók við undirskriftum um 55.500 Íslendinga, sem mótmæltu hugsanlegri uppsögn varnarsamnings við Bandaríkin. Undirskriftasöfnunin var kölluð „Varið land“.
  • 1975 - Flokkurinn Inkatha var stofnaður í Suður-Afríku.
  • 1977 - Neyðarlögum var aflétt á Indlandi.
  • 1980 - Ólympíuleikarnir voru haldnir í Moskvu. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti ákvað að Bandaríkjamenn tækju ekki þátt í þeim til þess að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan.
  • 1982 - Í Vestmannaeyjum var tekin í notkun hitaveita, sem nýtti varmaorku úr hrauninu, sem upp kom í gosinu 1973. Var þetta eina hitaveita sinnar tegundar í heiminum.
  • 1985 - Kanadíski íþróttamaðurinn Rick Hansen hóf Man in Motion-leiðangurinn sem safnaði 25 milljónum dala fyrir rannsóknir á mænuskaða.
  • 1990 - Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku.
  • 1996 - Íslenska kvikmyndin Draumadísir var frumsýnd.
  • 1999 - Bertrand Piccard og Brian Jones urðu fyrstir manna til þess að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg með heitu lofti.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Sumarólympíuleikarnir 1920Evrópska efnahagssvæðiðÍslensk krónaListi yfir vötn á ÍslandiBríet (söngkona)Listi yfir úrslit í SkólahreystiHernám ÍslandsVísindaleg flokkunLoftþrýstingurArnaldur IndriðasonSameindLúkasarmáliðÞórarinn EldjárnRöskva (stúdentahreyfing)GeorgíaListi yfir íslenskar hljómsveitirÓlafsvíkListi yfir íslenska myndlistarmennÍslensk mannanöfn eftir notkunForsetakosningar á ÍslandiIsland.isMörgæsirSkyrtaÞorvaldur ÞorsteinssonIðnbyltinginSnjóflóðið í SúðavíkStöð 2ÖrlygsstaðabardagiHrafninn flýgurStjórnarskrá lýðveldisins ÍslandsSeljalandsfossKleppsspítaliAlþingiskosningar 2021Fyrsta krossferðinJónas HallgrímssonBjarni Benediktsson (f. 1908)KolkrabbarRagnarökÍslenska sauðkindinDánaraðstoðMeistaradeild EvrópuFáni ÞýskalandsJarðsvínBúðardalurEiður Smári GuðjohnsenDagur B. EggertssonKatlaForsetakosningar á Íslandi 2024NafnhátturÞjórsáFaðir vorUppstigningardagurListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999GreinarmerkiÁlftSnjóflóð á ÍslandiKanadaSamfylkinginAriel HenryBrúttó, nettó og taraBrasilíaSkálmöldWikipediaNafnháttarmerkiLaddiSvala BjörgvinsdóttirBlóðrásarkerfiðÚkraínaSegulómunNafnorðLaufey Lín JónsdóttirMajorkaLundiSveinn Björnsson🡆 More