Krímskagi: Skagi sem teygir sig út í Svartahafið

Krímskagi er skagi sem teygir sig út í Svartahafið.

Samkvæmt manntali frá 2014 búa þar tæplega 2,3 milljónir manna. Meirihluti þeirra telja sig Rússa og tala rússnesku. [heimild vantar]

Krímskagi: Innlimun Rússlands á Krímskaga, Innrás Rússa í Úkraínu 2022, Tengill
Krímskagi (bleikur)
Krímskagi: Innlimun Rússlands á Krímskaga, Innrás Rússa í Úkraínu 2022, Tengill

Krímskaginn hefur oftar en einu sinni komist í heimsfréttirnar. Krímstríðið var háð á miðri 19. öld á milli Rússa og vestrænna bandamanna ásamt Ottóman-Tyrkjum. Á Jalta-ráðstefnunni sem haldin var í Jalta á Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldar réðu sigurvegararnir ráðum sínum um skiptingu Evrópu að stríðinu loknu.

Skaginn tilheyrði Úkraínu uns Rússar hertóku hann og limuðu hann inn í Rússland árið 2014. Í Rússlandi telst hann jafnt sjálfstjórnarsvæði sem er lýðveldi.

Innlimun Rússlands á Krímskaga

Í febrúar 2014 komu upp eldfimar aðstæður á Krímskaganum í kjölfar úkraínsku byltingarinnar. Í framhaldi af því hertók rússneski herinn Krímskaga, setti á fót nýja ríkisstjórn skipaða bandamönnum Rússlands og hélt atkvæðagreiðslu meðal Krímverja þar sem kosið var á milli þess að vera áfram hluti af Úkraínu eða að ganga til liðs við rússneska sambandslýðveldið. Opinber niðurstaða hennar var að afdráttarlaus meirihluti, eða yfir 90%, kaus að slíta sambandinu við Úkraínu og sameinast Rússlandi. Deilt hefur verið um lögmæti, framkvæmd, kjörsókn og meintar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og meirihluti alþjóðasamfélagsins hefur því ekki viðurkennt innlimun Rússlands á Krímskaga. Úkraína er með mál til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu um mannréttindabrot tengd valdatökunni.

Innrás Rússa í Úkraínu 2022

Rússland gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Til að veikja mátt rússneska hersins gerðu Úkraínumenn árás á herstöðvar Rússa á Krímskaga í ágúst sama ár og veiktu flota og herflugvöll umtalsvert með því að sprengja skip og herþotur. Árásir héldu áfram árið 2023.

Tengill

Krímskagi: Innlimun Rússlands á Krímskaga, Innrás Rússa í Úkraínu 2022, Tengill 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tilvísanir

Tags:

Krímskagi Innlimun Rússlands á KrímskagaKrímskagi Innrás Rússa í Úkraínu 2022Krímskagi TengillKrímskagi TilvísanirKrímskagiRússlandRússneskaSkagiSvartahafWikipedia:Tilvísanir í heimildir

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GrundarfjörðurRómversk-kaþólska kirkjanPersónufornafnÞjórsárdalurVorLundiHesturSýslur ÍslandsC++DýrHeimsviðskiptaráðstefnan í DavosRómverskir tölustafirEiffelturninnNafliHjörleifur HróðmarssonSnertillSvartidauðiNo-leikurLitningurListi yfir íslensk mannanöfnHlíðarfjallCarles PuigdemontListi yfir vötn á ÍslandiÁstralíaEvrópaOMX Helsinki 25Knattspyrnufélag ReykjavíkurRíkisútvarpiðApríkósaHeiðniKópavogurKarlamagnúsJón Páll SigmarssonHrognkelsiForsíðaIcesaveLandvætturLjósbrotLangreyðurEfnafræðiIndíanaNjáll ÞorgeirssonKósovóIdahoÁfengisbannGrímsvötnIngvar E. SigurðssonSnjóflóð á ÍslandiFjallkonanGuðmundur BenediktssonAlabamaRjúpaMinkurÞjóðarmorðið í RúandaTékklandListi yfir íslenska tónlistarmennSandeyriRíkisstjórn ÍslandsMjaldurBradford-kvarðinnContra Costa-sýsla (Kaliforníu)FrumaMosfellsbærHollenskaEyraErmarsundLokiTjaldKötlugos1. maíJörundur hundadagakonungurIllinoisAlþýðuflokkurinnAlþingiskosningar 2017ÁbrystirBreiðholt🡆 More