25. Febrúar: Dagsetning

25.

JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829
2024
Allir dagar

febrúar er 56. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 309 dagar (310 á hlaupári) eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 515 f.Kr. - Lokið var við byggingu annars musterisins í Jerúsalem.
  • 1570 - Píus 5. páfi bannfærði Elísabetu 1. með páfabullunni Regnans in Excelsis.
  • 1601 - Robert Devereux var hálshöggvinn fyrir drottinsvik.
  • 1601 - Tycho Brahe flutti með öll sín tæki í höll Curtiusar í Prag.
  • 1623 - Maximilían hertogi af Bæjaralandi var skipaður einvaldur í Pfalz.
  • 1634 - Hermenn myrtu Albrecht von Wallenstein að undirlagi keisarans vegna gruns um að hann væri að semja um frið við sænska herinn.
  • 1672 - Þórður Þorláksson var vígður Skálholtsbiskup.
  • 1836 - Samuel Colt fékk bandarískt einkaleyfi á Colt-skammbyssu.
  • 1847 - Iowa-háskóli var stofnaður í Bandaríkjunum.
  • 1909 - Samþykkt var vantrauststillaga á þingi gegn Birni Jónssyni ráðherra Íslands.
  • 1920 - Annað ráðuneyti Jóns Magnússonar tók við völdum. Jón sat áfram sem forsætisráðherra Íslands í tvö ár.
  • 1921 - Rauði herinn kom til Tbilisi og setti upp kommúníska leppstjórn.
  • 1942 - Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð á Íslandi.
  • 1944 - Alþingi samþykkti einróma að sambandslögin um konungssamband Íslands og Danmerkur væru fallin úr gildi.
  • 1964 - Fyrsta skopmynd Sigmunds Jóhannssonar birtist í Morgunblaðinu og sýndi hún landgöngu í Surtsey.
  • 1966 - Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kom til Íslands og hélt tónleika í Háskólabíói.
  • 1975 - Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna kosin forseti Norðurlandaráðs á þingi þess sem haldið var í Reykjavík.
  • 1977 - 42 létust í bruna í Hotell Rossíja í Moskvu.
  • 1980 - Herinn framdi valdarán í Súrínam og steypti stjórn Henck Arron af stóli.
  • 1982 - Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm að kennarar sem refsuðu nemendum með hýðingum gegn vilja foreldra þeirra brytu gegn mannréttindasáttmálanum.
  • 1985 - Réttarhöld yfir Arne Treholt hófust í Noregi.
  • 1986 - Corazon Aquino varð forseti Filippseyja. Ferdinand og Imelda Marcos flúðu land.
  • 1987 - Fosfórítstríðið hófst í Eistlandi.
  • 1991 - Persaflóastríðið: Írösk Scud-flaug hitti bandarískan herskála í Dhahran, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 29 hermenn létust og 99 særðust.
  • 1992 - Fjöldamorðin í Khojaly: Hundruð íbúa Khojaly í Nagornó-Karabak voru myrtar af armenskum hersveitum þegar þeir reyndu að flýja bæinn.
  • 1994 - Baruch Goldstein hóf skothríð inni í helli Makpelas í Hebron og myrti 29 múslima áður en viðstaddir börðu hann til bana.
  • 1996 - 25 létust og 80 særðust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamas lýsti ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Fyrsta krossferðinVanúatúPersónufornafnSkaftáreldarListi yfir fugla ÍslandsBjarni Benediktsson (f. 1970)Norræna tímataliðSveppirNafnorðNafnháttarmerkiKólumbíaHrossagaukurGuðmundur Felix GrétarssonÞjóðhátíð í VestmannaeyjumFenrisúlfurÞróunarkenning DarwinsHjartaÍslenskaUngmennafélag GrindavíkurMeistaradeild EvrópuUngverjalandValhöllWiki FoundationVinstrihreyfingin – grænt framboðBrisBaldur ÞórhallssonListi yfir markahæstu og leikjahæstu knattspyrnumennÍslenskir stjórnmálaflokkarMagnús Geir ÞórðarsonNorður-AmeríkaBandaríkinAuður djúpúðga KetilsdóttirHinrik 2. EnglandskonungurÁstþór MagnússonEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Skátafélagið ÆgisbúarKjarnorkaBoðhátturListi yfir íslenskar kvikmyndirFranska byltinginHermann HreiðarssonLandsbankinnMúmínálfarnirJón Sigurðsson (forseti)ParísAriel HenryStigbreytingTaylor SwiftÞorsteinn Guðmundsson (f. 1967)BrasilíaPatreksfjörðurÓlafur ThorsÞorgrímur ÞráinssonSnorra-EddaTyrkjarániðDýrafjörðurFrjálst efniSamskiptakenningarFornafnPersóna (málfræði)Þór/KAApavatnForseti ÍslandsLionel MessiGunnar NelsonIndlandGylfi Þór SigurðssonBaldurLeðurblökurKváradagurNiklas LuhmannKelly ClarksonKatlaÞingeyjarsveitKjördæmi ÍslandsGrindavíkOrkumálastjóriJökulsárlón🡆 More