1968: ár

1968 (MCMLXVIII í rómverskum tölum) var 68.

ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið einkenndist af mótmælum um allan heim.

Atburðir

Janúar

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Svartur reykur eftir íkveikjur Víet Kong-liða í Sægon.

Febrúar

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Fallhlífarstökkvarar lenda á ólympíuhringjunum í Grenoble 11. febrúar.

Mars

  • 2. mars - Baggeridge-kolanámunni í West Midlands var lokað.
  • 7. mars - Fyrstu orrustunni um Sægon lauk.
  • 8. mars - Stjórnarkreppan í Póllandi 1968 hófst með mótmælum námsmanna.
  • 8. mars - Sovéski kafbáturinn K-129 fórst með allri áhöfn suðvestur af Hawaii.
  • 8. mars - Bandaríski sendiherrann var kallaður heim frá Svíþjóð vegna andstöðu sænsku stjórnarinnar við Víetnamstríðið.
  • 11. mars - Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun um að allar tölvur keyptar af alríkisstjórninni skyldu styðja ASCII-stafalykilinn.
  • 11. mars - Sænska kvikmyndin Ég er forvitin blá var frumsýnd.
  • 12. mars - Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretum.
  • 16. mars - Víetnamstríðið: Fjöldamorðin í My Lai. Bandarískir hermenn myrtu alla íbúa í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á hermennskualdri.
  • 19. mars - Nemendur við Howard-háskóla í Washington D.C. hófu vikulöng mótmæli gegn Víetnamstríðinu og Evrópumiðuðu námi.
  • 22. mars - Daniel Cohn-Bendit ásamt sjö öðrum námsmönnum hertók stjórnarskrifstofur Nanterre-háskóla.
  • 24. mars - Aer Lingus flug 712 hrapaði við Wexford með þeim afleiðingum að 61 farþegi og áhöfn fórust.
  • 28. mars - Brasilíski menntaskólaneminn Edson Luís de Lima Souto var skotinn til bana af lögreglu fyrir að mótmæla matarverði í mötuneyti skólans.

Apríl

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Bandarískar saumakonur hlusta á útvarpsútsendingu frá útför Martin Luther King 9. apríl.
  • 2. apríl - Kennitölur voru teknar upp í Danmörku.
  • 2. apríl - Sprengjur sprungu í tveimur verslunum í Frankfurt am Main. Andreas Baader og Gudrun Ensslin voru síðar handtekin og kærð fyrir íkveikju.
  • 4. apríl - Martin Luther King var myrtur af James Earl Ray í Memphis, Tennessee.
  • 4. apríl - AEK B.C. vann Evrópubikarkeppni í körfuknattleik karla með sigri á USK Praha fyrir framan 80.000 áhorfendur, sem var met.
  • 4. apríl - Óeirðir hófust víða um Bandaríkin í kjölfar morðsins á Martin Luther King.
  • 6. apríl - Spænska söngkonan Massiel sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1968 með laginu „La, la, la“.
  • 6. apríl - Gassprenging varð 41 að bana í Richmond í Indiana.
  • 7. apríl - Breski ökuþórinn Jim Clark lést í Formúlu 2-kappakstri við Hockenheim.
  • 11. apríl - Josef Bachmann reyndi að myrða þýska aðgerðasinnann Rudi Dutschke, en mistókst. Dutschke lést vegna heilaáverkanna 11 árum síðar.
  • 18. apríl - Bandaríski auðjöfurinn Robert P. McCulloch keypti Lundúnabrú og flutti hana stein fyrir stein til Lake Havasu City í Arisóna.
  • 20. apríl - Pierre Elliott Trudeau var kosinn fimmtándi forsætisráðherra Kanada.
  • 23. apríl - Fyrsta hjartaígræðslan í Evrópu var framkvæmd af læknum í París.
  • 23. apríl - Mótmælin í Columbia-háskóla 1968 hófust. Stúdentar lokuðu háskólanum í viku.
  • 23. apríl - Sameinaða meþódistakirkjan var stofnuð með sameiningu Meþódistakirkjunnar og Evangelísku sameinuðu bræðrakirkjunnar í Dallas, Texas.
  • 25. apríl - Yfir 50 fórust þegar ferju hvolfdi rétt hjá Wellington á Nýja-Sjálandi.

Maí

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Stúdentar mótmæla við Sorbonne-háskóla í París.
  • 1. maí - Ítalski verkfræðingurinn Giorgio Rosa lýsti yfir sjálfstæði Rósaeyjar undan strönd Ítalíu.
  • 2. maí - Maíuppþotin í París hófust með því að stjórn Parísarháskóla í Nanterre ákvað að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta.
  • 8. maí - 85 fórust þegar Braniff International Airways flug 352 fórst við Dawson í Texas.
  • 13. maí - Stúdentaóeirðirnar í París: Milljónir tóku þátt í mótmælagöngu í París.
  • 16. maí - Hluti blokkarinnar Ronan Point í London hrundi með þeim afleiðingum að 5 létust.
  • 17. maí - Fimleikasamband Íslands var stofnað.
  • 17. maí - Nímenningarnir frá Catonsville tóku herkvaðningargögn frá herkvaðningarskrifstofu í Maryland og brenndu þau með napalmi.
  • 18. maí - Fyrstu Hot Wheels-bílarnir frá Mattel komu á markað.
  • 22. maí - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Scorpion fórst með 99 manns um borð suðvestan við Asóreyjar.
  • 23. maí - Hólmavíkurkirkja var vígð.
  • 26. maí - H-dagurinn: Skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi.
  • 26. maí - Sænski flugmaðurinn Carl Gustaf von Rosen vakti athygli með því að leiða flugflota sex lítilla flugvéla gegn Nígeríu í stríðinu um Bíafra.
  • 30. maí - Charles de Gaulle leysti franska þingið upp eftir hrinu mótmæla og verkfalla og boðaði til kosninga.

Júní

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Stúdentar mótmæla í Belgrad.

Júlí

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Páll 6. páfi árið 1968.

Ágúst

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Sovéskur skriðdreki í Prag.
  • 1. ágúst - Hassanal Bolkiah var krýndur soldán af Brúnei.
  • 2. ágúst - Yfir 200 létust í Casiguran-jarðskjálftanum á Filippseyjum.
  • 8. ágúst - Richard Nixon og Spiro Agnew voru tilnefndir frambjóðendur flokksins til forseta og varaforseta á Landsþingi Repúblikana í Miami Beach, Flórída.
  • 11. ágúst - Síðasta ferð gufuknúinna lesta á vegum British Rail var farin með farþega milli Liverpool og Carlisle.
  • 18. ágúst - Yfir 100 fórust þegar tvær rútur runnu út í Hida-á í Japan vegna úrhellisrigningar.
  • 20. ágúst - Vorið í Prag var barið niður af 200.000 hermönnum og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
  • 22. ágúst - Youth International Party stóð fyrir mótmælum gegn Víetnamstríðinu við Landsþing Demókrata í Chicago.
  • 24. ágúst - Norræna húsið í Reykjavík var opnað.
  • 24. ágúst - Canopus-tilraunin: Frakkar sprengdu vetnissprengju á rifinu Fangataufa í Frönsku Pólýnesíu.
  • 29. ágúst - Norski krónprinsinn Haraldur gekk að eiga Sonju Haraldsen.
  • 31. ágúst - Jarðskjálftarnir í Dasht-e Bayaz og Ferdows: 15.000 manns létust þegar jarðskjálfti reið yfir austurhluta Írans.

September

  • 2. september - Tveir kafarar uppgötvuðu Bimini-veginn, reglulega röð kalksteinshellna neðansjávar.
  • 3. september - António de Oliveira Salazar, einræðisherra í Portúgal, slasaðist alvarlega í strandhýsi sínu í Estoril.
  • 6. september - Esvatíní hlaut sjálfstæði (sem Svasíland).
  • 7. september - 95 fórust þegar Air France flug 1611 hrapaði í Miðjarðarhafið.
  • 9. september - Helstu leiðtogar bandarísku stúdentahreyfingarinnar voru handteknir eftir mótmælin í Chicago.
  • 12. september - Danski boxarinn Tom Bogs vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með sigri á Lothar Stengel.
  • 13. september - Albanía dró sig út úr Varsjárbandalaginu vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu.
  • 17. september - D'Oliveira-hneykslið: Marylebone Cricket Club hætti við að leika í Suður-Afríku þegar Suður-Afríkumenn neituðu að samþykkja litaða leikmanninn Basil D'Oliveira á vellinum.
  • 21. september - Ómannaða sovéska geimfarið Zond 5 sneri aftur til jarðar með lífverur um borð.
  • 22. september - Egypska hofið Abu Simbel var opnað almenningi fjórum árum eftir að vinna við flutning þess hófst.
  • 23. september - Tetsókninni í Víetnam lauk.
  • 26. september - Ritskoðun leikrita var afnumin í Bretlandi. Söngleikurinn Hárið var frumsýndur á West End daginn eftir.
  • 27. september - Marcelo Caetano varð forsætisráðherra Portúgals.

Október

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Fyrsta beina útsendingin úr geimnum frá Apollo 7.
  • 2. október - Blóðbaðið í Tlatelolco: Hundruð námsmanna voru myrt af hernum í kjölfar mótmæla í Tlatelolco í Mexíkóborg.
  • 3. október - Juan Velasco Alvarado rændi völdum í Perú.
  • 5. október - Lögregla á Norður-Írlandi barði á mótmælendum í friðsamri mannréttindagöngu í Derry. Atvikið vakti hneyksli víða um heim og varð upphafið að tveggja daga uppþotum í Derry.
  • 8. október - Bandaríkjaher og her Suður-Víetnam hófu Sealords-aðgerðina í ósum Mekong.
  • 11. október - NASA sendi mannaða geimfarið Apollo 7 á braut um jörðu.
  • 11. október - Herforingjar undir stjórn Omar Torrijos steyptu lýðræðislega kjörinni stjórn Arnulfo Arias í Panama af stóli.
  • 12. október - Miðbaugs-Gínea hlaut sjálfstæði frá Spáni.
  • 12. október - Sumarólympíuleikarnir 1968 voru settir í Mexíkó.
  • 16. október - Rodney-uppþotin hófust í Kingston á Jamaíku eftir að aðgerðasinninn Walter Rodney var bannaður frá landinu.
  • 16. október - Bandarísku hlaupararnir Tommie Smith og John Carlos heilsuðu með krepptum hnefa eftir að hafa unnið gull- og bronsverðlaun í 200 metra spretthlaupi.
  • 16. október - Jimi Hendrix gaf út tvöföldu plötuna Electric Ladyland.
  • 20. október - Jacqueline Kennedy, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, gekk að eiga gríska skipakónginn Aristoteles Onassis.
  • 25. október - Led Zeppelin komu í fyrsta sinn fram á tónleikum í Surrey-háskóla.
  • 31. október - Bandaríkjaforseti, Lyndon B. Johnson, tilkynnti að öllum sprengjuárásum á Norður-Víetnam yrði hætt.

Nóvember

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Eldur og reykur stígur upp af Farmington-námunni í Vestur-Virginíu.

Desember

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
„Jarðarupprás“, tekin úr geimfarinu Apollo 8.
  • 9. desember - Douglas Engelbart stóð fyrir „móður allra sýnidæma“ á ráðstefnu tölvunarfræðinga í San Francisco þar sem hann sýndi bæði oN-Line System, fyrsta kerfið sem notaðist við tengitexta, og tölvumúsina, á fundi sem um 1000 manns sóttu.
  • 10. desember - Stærsta rán í sögu Japans, 300 milljón jena ránið, átti sér stað í Tókýó.
  • 11. desember - Bandaríska dans- og söngvamyndin Oliver! var frumsýnd.
  • 19. desember - Sænsku bílaframleiðendurnir Saab og Scania sameinuðust í Saab-Scania. Þeim var aftur skipt á 10. áratugnum.
  • 20. desember - Fyrstu morðin sem kennd voru við Dýrahringsmorðingjann áttu sér stað í Benicia í Kaliforníu.
  • 22. desember - Mao Zedong mælti með því að menntuð borgaræska Kína færi í endurmenntun í sveitum landsins, sem var upphafið að „niður í sveitina“-hreyfingunni.
  • 23. desember - Þorláksmessuslagurinn: Átök urðu milli lögreglu og mótmælenda á Lækjartorgi í Reykjavík.
  • 24. desember - Bandaríska geimfarið Apollo 8 komst á braut um tunglið og sá myrku hlið tunglsins í fyrsta sinn. Geimfarinn William Anders tók hina frægu ljósmynd „Jarðarupprás“.
  • 28. desember - Ísraelsher gerði loftárásir á flugvöllinn í Beirút í Líbanon og eyðilagði fjölda flugvéla.

Fædd

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Céline Dion.

Dáin

1968: Atburðir, Fædd, Dáin 
Jónas frá Hriflu.

Nóbelsverðlaunin

Tags:

1968 Atburðir1968 Fædd1968 Dáin1968 Nóbelsverðlaunin1968Gregoríska tímataliðHlaupárMánudagurRómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

RisahaförnPersónufornafnFjallagórillaLouisianaFaðir vorJurtMike JohnsonAlmenna persónuverndarreglugerðinLaufey Lín JónsdóttirBarbie (kvikmynd)Sveitarfélög ÍslandsHrafnHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930Háskólinn í ReykjavíkGrettir ÁsmundarsonOrðflokkurLátra-BjörgListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaForseti ÍslandsHvalveiðarKnattspyrnaAkureyrarkirkjaEvrópusambandiðFylkiðLeikurÞýskalandSelma BjörnsdóttirRefirAlfræðiritHeiðlóaKnattspyrnufélagið VíkingurSelfossKristnitakan á ÍslandiKínaMyglaGarðabærEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Listi yfir forsætisráðherra ÍslandsHrafna-Flóki VilgerðarsonÓlafur Karl FinsenKennimyndHamskiptinMenntaskólinn í Reykjavík24. aprílStríðÍslensk krónaStórar tölurHvalfjarðargöngGunnar Helgi KristinssonKári StefánssonÝsaPétur J. Thorsteinsson (sendiherra)Ellen KristjánsdóttirLangreyðurBloggIssiBerserkjasveppurKvenréttindi á ÍslandiHómer SimpsonVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Ólafur Ragnar GrímssonDjúpalónssandurListi yfir úrslit MORFÍSKristniÆðarfuglJúlíus CaesarPálmi GunnarssonDýrin í HálsaskógiDýrÞorlákur helgi ÞórhallssonSnorri SturlusonBoðhátturTom BradyEggert Ólafsson🡆 More