1969: ár

Árið 1969 (MCMLXIX í rómverskum tölum) var 69.

ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á miðvikudegi.

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Richard Nixon sver eið að bandarísku stjórnarskránni.
  • 1. janúar - Virðisaukaskattur tók við af söluskatti í Svíþjóð.
  • 2. janúar - Ástralski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch keypti breska tímaritið News of the World.
  • 4. janúar - Spánn lét Marokkó eftir stjórn útlendunnar Ifni.
  • 5. janúar - Ariana Afghan Airlines flug 701 hrapaði á hús í aðflugi að Heathrow í London með þeim afleiðingum að 50 farþegar og tveir íbúar hússins létust.
  • 5. janúar - Sovéska geimkönnunarfarið Venera 5 hóf ferð sína til Venus.
  • 12. janúar - Herlögum var lýst yfir í Madríd og yfir 300 háskólastúdentar handteknir.
  • 12. janúar - Fyrsta breiðskífa bresku sveitarinnar Led Zeppelin, Led Zeppelin, kom út í Bandaríkjunum.
  • 14. janúar - Sovétríkin sendu Sojús 4 út í geim.
  • 15. janúar - Sovétríkin sendu Sojús 5 af stað.
  • 16. janúar - Sojús 5 lagðist að Sojús 4 og tveir geimfarar fluttu sig yfir, sem var í fyrsta sinn sem það var gert.
  • 16. janúar - Háskólaneminn Jan Palach kveikti í sér á Venseslástorgi í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Hann lést af sárum sínum þremur dögum síðar.
  • 20. janúar - Richard Nixon tók við embætti Bandaríkjaforseta.
  • 22. janúar - Viktor Iljin reyndi að myrða Leoníd Bresnjev í Moskvu.
  • 26. janúar - Elvis Presley tók upp lagið „Long Black Limousine“ í stúdíóí í Memphis, sem var fyrsta lagið í röð endurkomulaga sem komu út á plötunum From Elvis in Memphis og Back in Memphis.
  • 27. janúar - 14 menn, þar af 9 gyðingar, voru teknir af lífi í Bagdad fyrir að hafa njósnað fyrir Ísrael.
  • 27. janúar - Mótmælendapresturinn og sambandssinninn Ian Paisley var handtekinn og fangelsaður í þrjá mánuði fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegri samkomu.
  • 28. janúar - Olíulekinn í Santa Barbara 1969: 80-100.000 tunnur af olíu runnu út í sjó við Santa Barbara í Kaliforníu. Atvikið varð öldungadeildarþingmanninum Gaylord Nelson innblástur að fyrsta Degi jarðar árið 1970.
  • 30. janúar - Bítlarnir komu í síðasta sinn fram opinberlega á tónleikum á þaki Apple Records í London.

Febrúar

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Inger Nilsson í hlutverki Línu langsokks.
  • 4. febrúar - Yasser Arafat var kjörinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu í Kaíró.
  • 7. febrúar - Norska dagblaðið Klassekampen hóf útgáfu sína.
  • 8. febrúar - Leikin sjónvarpsþáttaröð um Línu langsokk hóf göngu sína í sænska ríkissjónvarpinu og sló í gegn.
  • 9. febrúar - Boeing 747-þota flaut jómfrúarflug sitt.
  • 11. febrúar - Sjóher Ítalíu hertók örríkið Isola delle Rose undan strönd Rímíní og eyðilagði með sprengjum.
  • 13. febrúar - Aðskilnaðarsinnar í Front de libération du Québec settu sprengju af stað í kauphöllinni í Montreal.
  • 14. febrúar - Páll 6. páfi gaf úr páfabréfið Mysterii Paschalis sem endurskipulagði kirkjuár kaþólsku kirkjunnar og afnam messudaga margra dýrlinga.
  • 17. febrúar - Bandaríski kafarinn Berry L. Cannon lést úr koldíoxíðeitrun þar sem hann vann við SEALAB III-rannsóknarstöðina í Kaliforníu.
  • 24. febrúar - Marskönnunarfarinu Mariner 6 var skotið á loft.

Mars

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Jómfrúarflug Concorde-þotu í Frakklandi.
  • 2. mars - Concorde-þota flaug jómfrúarflug sitt.
  • 3. mars - Mannaða geimfarið Apollo 9 var sent á loft til að prófa tungllendingarfarið.
  • 3. mars - Palestínumaðurinn Sirhan Sirhan játaði fyrir rétti að hafa myrt Robert F. Kennedy.
  • 4. mars - Dómstóll í Flórída gaf út handtökutilskipun á hendur Jim Morrison fyrir ósæmilegt athæfi á tónleikum The Doors þremur dögum áður.
  • 16. mars - Viasa flug 742 hrapaði á íbúðahverfi í Maracaibo í Venesúela með þeim afleiðingum að allir 84 um borð létust auk 71 á jörðu niðri.
  • 17. mars - Golda Meir varð fyrsti kvenforsætisráðherra Ísraels.
  • 18. mars - Breakfast-aðgerðin: Bandarískar flugvélar hófu leynilegar sprengjuárásir á Kambódíu.
  • 20. mars - John Lennon og Yoko Ono giftu sig á Gíbraltar.
  • 24. mars - Marskönnunarfarinu Mariner 7 var skotið á loft.
  • 26. mars - Skátafélagið Landnemar var stofnað í Hlíðum í Reykjavík.
  • 29. mars - Fjórir flytjendur fengu jafnmörg atkvæði í fyrsta sætið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1969.
  • 31. mars - Ísfyrirtækið Kjörís tók til starfa í Hveragerði.
  • 31. mars - 153 kolanámumenn fórust í Barroterán-slysinu í Mexíkó.

Apríl

  • 4. apríl - Hjartaskurðlæknirinn Denton Cooley setti fyrsta gervihjartað í mann.
  • 7. apríl - Fyrsti RFC-staðallinn fyrir ARPANET kom út.
  • 9. apríl - 300 meðlimir stúdentahreyfingarinnar Students for a Democratic Society tóku yfir stjórnarbyggingu Harvard-háskóla.
  • 13. apríl - Sporvagnakerfi Brisbane var lagt niður eftir 84 ára starfsemi.
  • 17. apríl - Alexander Dubček neyddist til að segja af sér sem aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins.
  • 19. apríl - Hörð átök urðu milli NICRA og lögreglu á Norður-Írlandi. Einn kaþólskur mótmælandi lést eftir barsmíðar lögreglu.
  • 20. apríl - Þjórsárdalsför: Skúli Thoroddsen læknir skoraði Bretadrottningu á hólm.
  • 20. apríl - Breskir hermenn komu til Ulster til að aðstoða lögregluna á Norður-Írlandi.
  • 22. apríl - Robin Knox-Johnston varð fyrstur til að sigra einmenningssiglingakeppni umhverfis hnöttinn án áningar.
  • 24. apríl - British Leyland kynnti sinn fyrsta bíl, Austin Maxi, í Oporto í Portúgal.
  • 28. apríl - Charles de Gaulle sagði af sér forsetaembætti eftir ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á frönsku stjórnarskránni.

Maí

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Byggingar í rúst á Curaçao.
  • 1. maí - Bandaríska örgjörvafyrirtækið AMD var stofnað í Kaliforníu.
  • 2. maí - Áætlunarskipið Queen Elizabeth 2 hélt í jómfrúarferð sína frá Southampton til New York.
  • 4. maí - Forseti Indlands, Zakir Husain, fékk hjartaáfall og lést.
  • 6. maí - Limafjarðargöngin í Danmörku voru opnuð fyrir umferð.
  • 8. maí - Sædýrasafnið í Hafnarfirði var opnað almenningi.
  • 10. maí - Víetnamstríðið: Orrustan um Hamborgarahæð hófst.
  • 15. maí - Bandarískur táningur lést úr óþekktum sjúkdómi sem síðar var talinn vera fyrsta tilfelli alnæmis í Bandaríkjunum.
  • 16. maí - Sovéska könnunarfarið Venera 5 lenti á Venus.
  • 17. maí - Venera 6 flaug inn í lofthjúp Venus og sendi þaðan loftslagsgögn þar til loftþrýstingurinn kramdi flaugina.
  • 20. maí - Rosariazo: 4000 manns gengu mótmælagöngu í Rosario í Argentínu. 15 ára unglingur lést í áhlaupi lögreglu á mótmælin.
  • 23. maí - The Who gáfu út rokkóperuna Tommy.
  • 25. maí - Verðlaunakvikmynd John Schlesinger, Midnight Cowboy, var frumsýnd.
  • 25. maí - Ra I-leiðangur Thor Heyerdahl hélt af stað frá Marokkó.
  • 25. maí - Herforinginn Ja'far al-Nimeyri leiddi valdarán í Súdan.
  • 26. maí - John Lennon og Yoko Ono hófu önnur Bed-In-mótmæli á hóteli í Montreal. Lennon samdi lagið „Give Peace a Chance“ við það tækifæri.
  • 26. maí - Andesbandalagið var stofnað í Suður-Ameríku.
  • 26. maí - Apollo 10 sneri aftur til jarðar eftir prófanir fyrir áætlaða tungllendingu.
  • 30. maí - Danmörk varð fyrsta land heims sem afnam bann við klámi.
  • 31. maí - Uppreisnin á Curaçao hófst.

Júní

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu.
  • 3. júní - Á heræfingu á vegum SEATO sigldi ástralska flugmóðurskipið HMAS Melbourne (R21) á bandaríska tundurspillinn USS Frank E. Evans í Suður-Kínahafi með þeim afleiðingum að 74 bandarískir sjóliðar létust.
  • 8. júní - Stálöndin birtist í fyrsta sinn í ítalskri útgáfu Syrpu.
  • 8. júní - Francisco Franco fyrirskipaði lokun landamæranna að Gíbraltar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldi hjálendunnar. Landamærin voru lokuð til 1982.
  • 8. júní - Bandaríkjaforseti, Richard Nixon, og forseti Suður-Víetnam, Nguyễn Văn Thiệu, hittust á Midway-eyju þar sem Nixon tilkynnti um brotthvarf 25.000 bandarískra hermanna frá Víetnam.
  • 15. júní - Georges Pompidou var kjörinn forseti Frakklands.
  • 17. júní - Boris Spasskíj varð heimsmeisari í skák eftir sigur á Tigran Petrosian.
  • 18. júní - Bandarísku hryðjuverkasamtökin Weather Underground voru stofnuð.
  • 20. júní - Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu var opnað almenningi.
  • 23. júní - Ítalska tímaritið il manifesto hóf göngu sína.
  • 24. júní - Bretland og Ródesía lögðu niður stjórnmálasamband eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar.
  • 24. júní - Vivian Strong, 14 ára svört stúlka, var skotin til bana af lögreglumanni í Omaha sem leiddi til þriggja daga uppþota.
  • 24. júní - Danir höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu að 18 ára fengju kosningarétt með miklum meirihluta.
  • 27. júní - Kynlíf samkynhneigðra varð löglegt í Kanada.
  • 28. júní - Stonewall-uppþotin brutust út í New York-borg.

Júlí

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Buzz Aldrin heilsar bandaríska fánanum á Tunglinu.

Ágúst

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Woodstock-tónlistarhátíðin.

September

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Willy Brandt talar við fjölmiðla eftir kosningarnar í Þýskalandi.
  • 1. september - Valdaránið í Líbíu 1969: Muammar Gaddafi leiddi herforingjabyltingu í Líbíu.
  • 2. september - Heita haustið hófst á Ítalíu með mótmælum eftir að bílaframleiðandinn Fiat rak 25.000 verkamenn.
  • 5. september - Bandaríski liðþjálfinn William Calley var dæmdur sekur um morð vegna fjöldamorðsins í My Lai í Víetnam.
  • 6. september - Fyrstu kvenstúdentarnir hófu nám við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum.
  • 13. september - Bandarísku teiknimyndaþættirnir Scooby-Doo hófu göngu sína á CBS.
  • 20. september - John Lennon tilkynnti á fundi með Bítlunum að hann hygðist hætta í hljómsveitinni.
  • 22. september - Ofsaveður gekk yfir Skandinavíu með þeim afleiðingum að 13 létust og miklar skemmdir urðu í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.
  • 23. september - Bandaríska kvikmyndin Butch Cassidy and the Sundance Kid var frumsýnd.
  • 24. september - Réttarhöld hófust yfir áttmenningunum frá Chicago.
  • 25. september - Flutningafyrirtækið DHL var stofnað í Kaliforníu.
  • 26. september - Síðasta breiðskífa Bítlanna, Abbey Road, kom út.
  • 26. september - 100 börn í Danmörku og Svíþjóð fengu bætur frá lyfjafyrirtækinu Astra vegna aukaverkana svefnlyfsins Neurosedyn.
  • 27. september - Dýrahringsmorðinginn stakk tvö ungmenni við Lake Berryessa í Kaliforníu. Annað þeirra lifði árásina af.
  • 28. september - Murchison-loftsteinninn féll til jarðar í Ástralíu.
  • 28. september - Willy Brandt varð kanslari Þýskalands í samsteypustjórn sósíaldemókrata og frjálsra demókrata.
  • 29. september - Tulbagh-jarðskjálftinn, stærsti jarðskjálfti í sögu Suður-Afríku, olli miklum skemmdum og 12 dauðsföllum í suðvesturhluta landsins.

Október

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Mótmæli gegn Víetnamstríðinu í Washington D.C.

Nóvember

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Bandaríski geimfarinn Alan L. Bean við það að stíga á tunglið.

Desember

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Afgreiðslusalur bankans við Piazza Fontana eftir sprenginguna.
  • 2. desember - Fyrsta farþegaflug Boeing 747-risaþotu fór fram.
  • 4. desember - Tveir meðlimir Svörtu hlébarðanna, Fred Hampton og Martin Clark, voru skotnir til bana af lögreglumönnum þar sem þeir sváfu.
  • 6. desember - Meredith Hunter var myrt af öryggisvörðum á rokkhátíðinni Altamont Free Concert sem Rolling Stones stóðu fyrir í Kaliforníu.
  • 12. desember - Blóðbaðið á Piazza Fontana: 17 létust og 88 slösuðust þegar sprengja sprakk í höfuðstöðvum Banca Nazionale dell'Agricoltura í Mílanó. Tvær sprengjur í viðbót sprungu í Róm hálftíma síðar.
  • 12. desember - Danmörk varð fyrsta land í heimi sem lögleiddi klámljósmyndir.
  • 15. desember - Tveir anarkistar, Pietro Valpreda og Giuseppe Pinelli, voru handteknir og sakaðir um sprengingarnar í Róm. Pinelli féll út um glugga á lögreglustöðinni og lést, sem varð Dario Fo innblástur að leikritinu Stjórnleysingi ferst af slysförum.
  • 16. desember - Dauðarefsingar voru afnumdar í Bretlandi.
  • 23. desember - Olíufyrirtækið Phillips Petroleum uppgötvaði olíu Norðursjó við strendur Noregs.
  • 24. desember - Nígeríuher náði síðustu höfuðborg Bíafra, Umuahia, á sitt vald.

Fædd

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Jennifer Aniston.
1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Daníel Ágúst.

Dáin

1969: Atburðir, Fædd, Dáin 
Walter Gropius.

Nóbelsverðlaunin

Tags:

1969 Atburðir1969 Fædd1969 Dáin1969 Nóbelsverðlaunin1969Rómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

NýlendustefnaStríðAlþingishúsiðSúrefniJónas HallgrímssonHerðubreiðÓpersónuleg sögnLars PetterssonVindorkaIðunn SteinsdóttirFramsöguhátturAlþingiskosningar 2021ForingjarnirEinar Már GuðmundssonSæmundur fróði SigfússonBarselónaSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaCSSHjartaÁrni MagnússonÞór (norræn goðafræði)Ásdís Rán GunnarsdóttirAlfræðiritÞóra ArnórsdóttirCharles DarwinEgó (hljómsveit)Arnar Þór Jónsson1. maíKjördæmi ÍslandsMads MikkelsenBerlínarmúrinnRagnar JónassonAsíaHallgrímur PéturssonSævar Þór JónssonGunnar NelsonEyjafjallajökullMöndulhalliAri fróði ÞorgilssonIðnbyltinginFranska byltinginLitla hryllingsbúðin (söngleikur)Óákveðið fornafnVeðrunForseti ÍslandsAfturbeygt fornafnFániBelgíaApavatnStafræn borgaravitundHarpa (mánuður)Rómverska lýðveldiðSönn íslensk sakamálWikipediaSpánnNærætaXXX RottweilerhundarKnattspyrnufélagið ValurWiki Foundation2002HamsatólgEinar Þorsteinsson (f. 1978)Vigdís FinnbogadóttirTaekwondoFjarðabyggðStofn (málfræði)MacOSTékkóslóvakíaAþenaRómverskir tölustafirPlaton1987SímbréfBretland🡆 More