1966: ár

1966 (MCMLXVI í rómverskum tölum) var 66.

ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu

Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Brak úr Air India flugi 101 í hlíðum Mont Blanc.
  • 1. janúar - Jean-Bédel Bokassa rændi völdum í Mið-Afríkulýðveldinu.
  • 3. janúar - Herforingjabyltingin í Efri-Volta: Maurice Yaméogo forseta Efri-Volta (nú Búrkína Fasó) var steypt af stóli.
  • 10. janúar - Tashkent-yfirlýsingin um frið milli Indlands og Pakistans var undirrituð.
  • 15. janúar - Herforingjabyltingin í Nígeríu 1966: Abubakar Tafawa Balewa forsætisráðherra var myrtur ásamt fleirum þegar herinn gerði stjórnarbyltingu í Nígeríu.
  • 16. janúar -
  • 17. janúar - Simon & Garfunkel sendu frá sér aðra breiðskífu sína, Sounds of Silence, hjá Colombia Records-útgáfufyrirtækinu.
  • 17. janúar - B-52-sprengjuflugvél og Boeing KC-135 Stratotanker birgðaflutningavél rákust á hjá Palomares á Spáni með þeim afleiðingum að þrjár 70 kílótonna vetnissprengjur hröpuðu til jarðar. Engin þeirra sprakk.
  • 19. janúar - Indira Gandhi var kosin forsætisráðherra á Indlandi.
  • 22. janúar - Borgarastyrjöldin í Tjad hófst með stofnun uppreisnarhópsins FROLINAT.
  • 24. janúar - Air India flug 101 brotlenti á Mont Blanc. Meðal þeirra sem fórust var kjarneðlisfræðingurinn Homi J. Bhabha.
  • 28. janúar - Sjö ítalskir landsliðsmenn í sundi (Carmen Longo, Luciana Massenzi, Daniela Samuele, Bruno Bianchi, Amedeo Chimisso, Sergio De Gregorio og Chiaffredo Rora) létu lífið þegar flugvél þeirra fórst í flugtaki frá Bremen.
  • 31. janúar - Bretland hætti öllum viðskiptum við Ródesíu.
  • 31. janúar - Geimferðastofnun Rússlands sendi könnunarfarið Luna 9 út í geim.

Febrúar

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Ljósmynd af yfirborði tunglsins tekin af Luna 9. Fyrsta ljósmyndin tekin frá yfirborði annars hnattar.
  • 1. febrúar - Austur-Þýskaland leysti 2.600 pólitíska fanga úr haldi gegn 10.000 dala greiðslu á mann frá Vestur-Þýskalandi.
  • 2. febrúar - Miklar vetrarhörkur voru í Svíþjóð og mældist 53 stiga frost í Vuoggatjålme.
  • 3. febrúar - Sovéska könnunarfarið Luna 9 lenti á tunglinu með aðstoð eldflauga.
  • 4. febrúar - Yfir 130 fórust þegar All Nippon Airways flug 60 hrapaði í Tókýóflóa.
  • 4. febrúar - Skrá kaþólsku kirkjunnar yfir bannaðar bækur, Index librorum prohibitorum, var lögð niður.
  • 10. febrúar - Sovésku rithöfundarnir Júlíj Daníel og Andrej Sínjavskíj voru dæmdir í fimm og sjö ára fangelsi fyrir „andsovésk skrif“.
  • 14. febrúar - Ástralar tóku upp dali í stað punda.
  • 20. febrúar - Íslenska ferjan Gullfoss rakst á sænsku Málmeyjarferjuna M/S Malmöhus í þoku utan við Kaupmannahöfn. Sænska ferjan skemmdist mikið og nokkrir farþegar slösuðust þegar stefni Gullfoss gekk inn í matsal á 1. farrými.
  • 23. febrúar - Valdaránið í Sýrlandi 1966: Ný flokksforysta Ba'ath-flokksins undir stjórn Salah Jadid rændi völdum í Sýrlandi.
  • 24. febrúar - Lögregla og her Gana rændi völdum meðan forsetinn, Kwame Nkrumah, var staddur erlendis.
  • 25. febrúar - Bandaríska söngkonan Ella Fitzgerald kom til Íslands og hélt tónleika í Háskólabíói.
  • 28. febrúar - Harold Wilson boðaði kosningar í Bretlandi aðeins tveimur árum eftir síðustu kosningar, þar sem stjórn hans hafði mjög nauman meirihluta eftir aukakosningar árið áður.

Mars

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Suharto tekur völdin í Indónesíu 27. mars.
  • 1. mars - Sovéska geimkönnunarfarið Venera 3 hrapaði á yfirborð Venusar og varð þar með fyrsta geimflaugin sem lenti á yfirborði annarrar reikistjörnu.
  • 2. mars - Kwame Nkrumah fékk pólitískt hæli í Gíneu.
  • 4. mars - 64 af 72 farþegum Canadian Pacific Air Lines flugs 402 fórust í næturlendingu á Tókýóflugvelli.
  • 4. mars - John Lennon sagði að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús í frægu viðtali við tímaritið London Evening Standard.
  • 5. mars - Yfir 120 fórust þegar breska farþegavélin BOAC flug 911 hrapaði á Fuji-fjalli.
  • 5. mars - Austurríki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1966 með laginu „Merci, Chérie“ sem Udo Jürgens flutti.
  • 8. mars - Víetnamstríðið: Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún myndi fjölga verulega í bandaríska herliðinu í Víetnam.
  • 8. mars - Írski lýðveldisherinn eyðilagði Nelson-minnismerkið í Dublin með sprengju.
  • 10. mars - Beatrix Wilhelmina Armgard Hollandsprinsessa gekk að eiga Claus von Amsberg.
  • 11. mars - Sukarno undirritaði Supersemar-tilskipunina sem gaf herforingjanum Suharto leyfi til að grípa til allra ráða til að koma á reglu í Indónesíu.
  • 22. mars - Yfir 8.000 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir kínversku borgina Xingtai.
  • 27. mars - Indónesíska þingið samþykkti að afnema völd Sukarnos og gera Suharto að hæstráðanda.
  • 28. mars - Cevdet Sunay varð fimmti forseti Tyrklands.
  • 29. mars - Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Leoníd Brezhnev, krafðist þess að Bandaríkjamenn drægju herlið sitt frá Víetnam.
  • 31. mars - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið.
  • 31. mars - Breski verkamannaflokkurinn undir forystu Harold Wilson vann yfirburðasigur í þingkosningum og hlaut 96 manna meirihluta, en var aðeins með eins manns meirihluta áður.

Apríl

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Svifnökkvi frá Hoverlloyd árið 1973.

Maí

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
16. maí-tilkynningin sem hratt menningarbyltingunni af stað í Kína.

Júní

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
James Meredith liggur særður eftir skotárás.
  • 2. júní - Surveyor-áætlunin: Surveyor 1 lenti í Procellarumon-hafi á tunglinu og varð þar með fyrsta geimfar Bandaríkjamanna til að lenda heilu og höldnu á öðrum hnetti.
  • 2. júní - Fjórir fyrrum ráðherrar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó voru teknir af lífi fyrir meint samsæri gegn Mobutu Sese Seko.
  • 3. júní - Joaquín Balaguer var kjörinn forseti Dóminíska lýðveldisins.
  • 5. júní - Gemini 9a: Eugene Cernan fór í aðra geimgöngu Bandaríkjamanns.
  • 6. júní - Mannréttindafrömuðurinn James Meredith var skotinn af leyniskyttu í mótmælagöngu í Mississippi.
  • 12. júní - Division Street-uppþotin hófust eftir að lögreglan í Chicago skaut ungan mann frá Púertó Ríkó.
  • 26. júní - Konur fengu kosningarétt í svissnesku kantónunni Basel.
  • 28. júní - Byltingin í Argentínu: Herforingjaklíka framdi valdarán í Argentínu.
  • 29. júní - Víetnamstríðið: Bandaríkjaher hóf umfangsmikla sprengjuherferð og gerði loftárásir á borgirnar Hanoi og Haiphong.
  • 30. júní - Frakkar sögðu sig formlega úr NATO.
  • 30. júní - Bandarísku kvennasamtökin National Organization for Women voru stofnuð.

Júlí

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Elísabet 2. Bretadrottning afhendir enska fyrirliðanum Bobby Moore bikarinn á Wembley.

Ágúst

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Viðbúnaður lögreglu eftir morðin á Braybrook Street í London.

September

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Joan Bennett Kennedy og Ted Kennedy við opnun Metropolitan-óperunnar.

Október

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Loftmynd af skriðunni í Aberfan.

Nóvember

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Aldrin um borð í Gemini 12.

Desember

1966: Atburðir, Fædd, Dáin 
Jólageitin í Gävle í Svíþjóð 2009.
  • 1. desember:
    • Kurt Georg Kiesinger var kjörinn kanslari Vestur-Þýskalands.
    • Jólageitin í Gävle var sett upp í fyrsta skipti.
  • 3. desember - Mótmæli gegn stjórn Portúgala áttu sér stað í Makaó.
  • 3. desember - Blóðbaðið í Bình Hòa: Suðurkóresk hersveit myrti yfir 400 almenna borgara í Víetnam.
  • 8. desember - Gríska ferjan Heraklion sökk í stormi í Eyjahafi, um 200 létust.
  • 12. desember - Þrír menn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðin í Shepherd's Bush.
  • 16. desember:
    • Tveir mannréttindasáttmálar, Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, voru samþykktir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
  • 19. desember - Þróunarbanki Asíu hóf starfsemi.
  • 24. desember:
    • Barnaþættinum Stundinni okkar var fyrst sjónvarpað á Rúv.
    • Bandaríski sjónvarpsþátturinn The Yule Log (yfir 2ja klukkustunda löng kvikmynd af viðardrumbi sem brennur í arni) var fyrst sendur út á sjónvarpsstöðinni WPIX.
    • Ómannaða geimfarið Luna 13 náði að lenda mjúklega á tunglinu.
  • 26. desember - Kwanzaa var fagnað í fyrsta sinn af Maulana Karenga.

Ódagsett

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tags:

1966 Atburðir1966 Fædd1966 Dáin1966 Nóbelsverðlaunin1966Almennt árGregoríska tímataliðLaugardagurRómverskar tölurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Guðrún HelgadóttirSkógarþrösturFrumefniHTMLTöluorðUppstigningardagurHouseHelga ÞórisdóttirChewbacca-vörninNúþáleg sögnFæreyjarForsetakosningar á Íslandi 1996PersónufornafnGoogle TranslateHarry PotterListi yfir íslenska myndlistarmennElly VilhjálmsKelly ClarksonKílógrammFlæmskt rauðölHrafnGamelanBayer 04 LeverkusenLandvætturPlatonHvalfjarðargöngÓlafur Ragnar GrímssonSkandinavíaListi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969EyjafjallajökullKaty PerryÁstþór MagnússonSvissPalestínuríkiAndrea GylfadóttirJapanSam WorthingtonGyrðir ElíassonTaylor SwiftÖrbloggEigindlegar rannsóknirFranz LisztKirkjufellBandaríkinSýrlandAvatarMóðuharðindinFridtjof NansenÍslandsklukkanVesturbakkinnGuðrún ErlendsdóttirMynsturÁstríkur og víðfræg afrek hansKrónan (verslun)Háskóli ÍslandsBaldurRadioheadMúmínálfarnirSaga tölvuleikjavéla (fyrsta kynslóð)HávamálSovétríkinSameinuðu þjóðirnarKökustríðiðPersastríðGagga JónsdóttirMegindlegar rannsóknirKrít (eyja)Laxdæla sagaBjörk GuðmundsdóttirÁsgeir ElíassonBolungarvíkOktóberbyltinginJean-Paul AgonÞorvaldur Þorsteinsson🡆 More