12. Febrúar: Dagsetning

12.

JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829
2024
Allir dagar

febrúar er 43. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 322 dagar (323 á hlaupári) eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1049 - Bruno varð Leó 9. páfi.
  • 1354 - Stralsund-sáttmálinn festi landamærin milli hertogadæmanna Mecklenburg og Pommern.
  • 1554 - Lafði Jane Grey og eiginmaður hennar, Guildford Dudley lávarður, voru tekin af lífi í London.
  • 1736 - María Teresa, ríkiserfingi Habsborgarveldisins, giftist Frans 1., keisara hins Heilaga rómverska ríkis.
  • 1832 - Ekvador innlimaði Galápagoseyjar.
  • 1870 - Konur fengu kosningarétt í Utah.
  • 1879 - Fyrsta manngerða skautasvellið var opnað í Madison Square Garden í New York-borg.
  • 1892 - Afmælisdagur Abrahams Lincoln var valinn sem þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.
  • 1912 - Kínverska keisaraekkjan Longyu sagði af sér fyrir hönd síðasta keisarans Puyi sem markaði endalok Tjingveldisins.
  • 1919 - Skjaldarmerki Íslands var staðfest með konungsúrskurði. Merkinu var síðan breytt 17. júní 1944.
  • 1924 - Calvin Coolidge varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til að flytja ræðu í útvarpi.
  • 1940 - Eldey var friðuð með lögum. Bannað var að ganga á eyjuna án leyfis ríkisstjórnarinnar og bannað að granda þar fuglum.
  • 1950 - Íslenska íþróttafélagið Breiðablik UBK var stofnað.
  • 1950 - Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var stofnað.
  • 1965 - Hótel Holt í Reykjavík opnaði. Í öllum herbergjum, 36 að tölu, voru málverk eftir íslenska listamenn.
  • 1980 - Ítalski lögfræðingurinn Vittorio Bachelet var myrtur af meðlimum Brigate Rosse í Róm.
  • 1983 - Hundrað konur mótmæltu vitnalögum Zia-ul-Haq í Pakistan þar sem vitnisburður kvenna skyldi metinn til hálfs á við vitnisburð karla.
  • 1988 - Sovéska herskipið Bessavetníj sigldi á bandarísku freigátuna USS Yorktown á Svartahafi þrátt fyrir að Yorktown hefði krafist réttar til friðsamlegrar ferðar.
  • 1989 - Í illviðri settist selta á einangrara í spennistöð á Geithálsi við Reykjavík sem olli rafmagnsleysi á öllu Íslandi.
  • 1990 - Fulltrúar NATO og Varsjárbandalagsins hittust á ráðstefnu um opna lofthelgi í Kanada. Þeir náðu meðal annars samkomulagi um herafla í Evrópu og endursameiningu Þýskalands.
  • 1990 - Óeirðirnar í Dúsjanbe gegn aðfluttum Armenum brutust út í Tadjikistan.
  • 1993 - Tveggja ára dreng, James Bulger, var rænt úr verslunarmiðstöð af tveimur 10 ára drengjum sem síðar pyntuðu hann og myrtu.
  • 1994 - Vetrarólympíuleikarnir 1994 hófust í Lillehammer í Noregi.
  • 1994 - Málverki Edvard Munch, „Ópinu“, var stolið af safni í Osló (það var endurheimt 7. maí).
  • 1999 - Vantraust gegn Bill Clinton var fellt í Bandaríkjaþingi.
  • 2001 - Geimkönnunarfarið NEAR Shoemaker lenti á loftsteini.
  • 2001 - Bandarískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að tónlistardeiliforritinu Napster bæri að loka.
  • 2002 - Réttarhöldin yfir Slobodan Milošević hófust við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu í Hag.
  • 2004 - Mattel-fyrirtækið tilkynnti að Barbie og Ken væru hætt saman eftir að hafa verið par í 43 ár.
  • 2006 - Íbúar Tókelá höfnuðu sjálfstæði frá Nýja Sjálandi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • 2008 - Einn leiðtoga Hezbollah, Imad Mugniyah, var myrtur með bílsprengju í Damaskus.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Jóhanna SigurðardóttirRyksugaJón Sigurðsson (forseti)BorobudurVeitingahúsOlga FærsethGuðlaugur ÞorvaldssonLilja Dögg AlfreðsdóttirJón Oddur & Jón BjarniLilja Björk EinarsdóttirAkureyriVíetnamskaÁlandseyjarSúldTaugakerfiðMenntaskólinn við SundGarðabærGísli Marteinn BaldurssonEyríkiHvolsvöllur1. deild karla í knattspyrnuBandaríkinVenjulegt fólkSigur RósMiðgarðsormurNeitunarvaldMósaíkBílsætiHaagIðunn (norræn goðafræði)HvannadalshnjúkurRás 1EskifjörðurStuðmenn1786BilljónGylfi Þór SigurðssonAlþjóðlegur baráttudagur kvennaPáskarÓlafur ThorsGuðrún ÓsvífursdóttirWikivitnunSystem of a DownMælskufræðiHallmundarhraunJúlíana Sara GunnarsdóttirEiríkur Ingi JóhannssonÍslenski þjóðbúningurinnRegína Ósk ÓskarsdóttirOlísJón Kalman StefánssonBorgundarhólmurAlþýðuflokkurinnÞjóðleikhúsiðÓlafur ArnaldsSkátafélagið ÆgisbúarSikileyBaltasar KormákurGunnar HámundarsonLaufey (mannsnafn)SúfismiJökull JakobssonÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaEldgosaannáll ÍslandsVatnsdeigListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaGunnar ThoroddsenArsène WengerNíðhöggurHelga ÞórisdóttirKapítalismiGunnar Helgi Kristinsson🡆 More