2021: ár

Árið 2021 (MMXXI í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á föstudegi.

Árþúsund: 3. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Stuðningsfólk Trumps á tröppum þinghússins í Washington.

Febrúar

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Mótmæli gegn valdaráni hersins í Mjanmar.

Mars

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Eldgosið á Reykjanesi.
  • 6. mars - Erkiklerkurinn Ali al-Sistani og Frans páfi hittust í Nadjaf í Írak, sem var fyrsti fundur páfa og erkiklerks.
  • 7. mars - Íbúar í Sviss kusu að banna niqab og búrkur í þjóðaratkvæðagreiðslu með 51% meirihluta.
  • 19. marsEldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
  • 19. mars - Norður-Kórea hætti stjórnmálasambandi við Malasíu sem hafði framselt norðurkóreska borgara til Bandaríkjanna vegna ákæra um peningaþvætti.
  • 20. mars - Tyrklandsforseti, Recep Tayyip Erdoğan, tilkynnti að landið drægi sig út úr Istanbúlsáttmálanum gegn kynbundnu ofbeldi.
  • 23. mars - Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fóru fram í Ísrael.
  • 23. mars - Gámaskipið Ever Given strandaði í Súesskurðinum og olli þar með langvarandi truflunum á vöruflutningum um allan heim.
  • 24. mars - 3.000 andlát vegna Covid-19 urðu í Brasilíu á einum sólarhring, sem var heimsmet.

Apríl

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Fyrsta hluta kínversku geimstöðvarinnar Tiangong skotið á loft.
  • 2. apríl - Rússar hófu liðssafnað við landamæri Úkraínu og vöruðu NATO-ríki við að senda herlið þangað.
  • 4. apríl - Yfir 270 fórust þegar fellibylurinn Seroja gekk yfir Austur-Nusa Tenggara og Tímor.
  • 7. apríl - Vandræðaleg uppákoma varð á fundi Ursulu von der Leyen og Charles Michel með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, þar sem gleymst hafði að koma fyrir stól fyrir von der Leyen.
  • 9. apríl - Sojús MS-18 flutti þrjá geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
  • 11. apríl – Forsetakosningar voru haldnar í Perú þar sem Pedro Castillo vann nauman sigur.
  • 11. apríl - Íran sakaði Ísrael um „kjarnorkuhryðjuverk“ eftir að skemmdarverk ollu bilun í rafkerfi auðgunarstöðvarinnar í Natanz.
  • 13. apríl - Ríkisstjórn Japans samþykkti að dæla geislavirku vatni frá Kjarnorkuverinu í Fukushima í Kyrrahaf yfir 30 ára tímabil.
  • 17. apríl - Andlát vegna COVID-19 náðu 3 milljónum á heimsvísu.
  • 17. apríl - Átján rússneskir sendifulltrúar og leyniþjónustumenn voru reknir frá Tékklandi eftir yfirlýsingu um að þeir bæru ábyrgð á sprengingum í skotfærageymslum í Vrbětice árið 2014.
  • 18. apríl - Tólf knattspyrnufélög úr efstu deildum Evrópu samþykktu þátttöku í evrópskri ofurdeild. Ákvörðunin var víða fordæmd og mörg þeirra drógu stuðning sinn til baka nokkrum dögum síðar.
  • 19. apríl - Geimþyrlan Ingenuity tókst á loft á Mars. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem menn stýrðu loftfari á annarri plánetu.
  • 19. apríl - Raúl Castro sagði af sér embætti aðalritara kúbverska kommúnistaflokksins. Þar með lauk 62ja ára valdatíð Castro-bræðranna.
  • 20. apríl - Forseti Tjad, Idriss Déby, lést í átökum við uppreisnarmenn eftir 30 ára valdatíð. Herforingjastjórn tók við völdum.
  • 20. apríl - Lögreglumaðurinn Derek Chauvin var dæmdur sekur fyrir morðið á George Floyd í Minneapolis.
  • 22. apríl - Dagur jarðar: Haldinn var netfundur þjóðarleiðtoga um loftslagsmál þar sem sett voru metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • 23. apríl - SpaceX flutti fjóra geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með geimfarinu Crew Dragon Endeavour.
  • 24. apríl - Indónesíuher greindi frá því að kafbáturinn KRI Nanggala hefði farist með 53 áhafnarmeðlimum.
  • 25. apríl – Stúlknakór frá Húsavík kom fram í myndbandi sem spilað var við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Stúlkurnar fluttu lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga ásamt sænsku söngkonunni Molly Sandén.
  • 26. apríl - Danska kvikmyndin Druk vann Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin.
  • 28. apríl - Evrópusambandið samþykkti TCI-samninginn um viðskipti við Bretland.
  • 29. apríl - Geimferðastofnun Kína skaut fyrsta hluta Tiangong-geimstöðvarinnar á loft.

Maí

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Vopnaðir lögreglumenn í Lod í Ísrael 11. maí.

Júní

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Rústir fjölbýlishússins í Surfside.

Júlí

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Eyðilegging vegna flóða í Pepinster í Belgíu.
  • 3. júlí - Eftir mikla hitabylgju í Norður-Ameríku sem olli dauða 600 manna, kveiktu eldingar yfir 130 gróðurelda í Vestur-Kanada.
  • 5. júlí - Yfir 1.000 afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan eftir átök við Talíbana.
  • 7. júlíJovenel Moïse, forseti Haítí, var skotinn til bana á heimili sínu af hópi erlendra málaliða.
  • 8. júlí - Fjöldi andláta vegna COVID-19 náði 4 milljónum á heimsvísu.
  • 9. júlí - Stefan Löfven tók aftur við sem forsætisráðherra Svíþjóðar.
  • 11. júlí - Ítalía sigraði Evrópukeppni í knattspyrnu 2021 með 4-3 sigri á Englandi eftir vítaspyrnukeppni.
  • 12. júlí - Flóðin í Evrópu 2021: 229 fórust í Þýskalandi, Belgíu og Rúmeníu eftir miklar rigningar og flóð.
  • 18. júlí - Pegasusverkefnið: Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að margar ríkisstjórnir notuðu njósnabúnað frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group til að fylgjast með stjórnarandstæðingum, blaðamönnum og aðgerðasinnum.
  • 19. júlí - Jeff Bezos, bróðir hans, Mark, hinn Oliver Daemen (18 ára) og Wally Funk (82 ára), fóru út í geim á vegum Blue Origin með New Shepard-eldflaug. Daemen og Funk urðu þar með yngsta og elsta manneskjan sem fer út í geim.
  • 19. júlí - Pedro Castillo tók við embætti forseta Perú.
  • 23. júlí - Sumarólympíuleikarnir 2020 voru settir í Tókýó, ári á eftir áætlun.
  • 25. júlí - Forseti Túnis, Kais Saied, rak forsætisráðherra landsins og gerði hlé á starfsemi þingsins eftir langvinn mótmæli.
  • 29. júlí - Rússneska geimrannsóknarstöðin Nauka var fest við Alþjóðlegu geimstöðina eftir 17 ára þróun.

Ágúst

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Talíbanar í Kabúl 17. ágúst.

September

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Gíneubúar í Conakry fagna valdaráninu 5. september.

Október

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Sojús MS-19 leggur að Alþjóðlegu geimstöðinni.
  • 1. október - Heimssýningin Expo 2020 hófst í Dúbaí. Henni hafði verið frestað um ár vegna COVID-19-faraldursins.
  • 3. október - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést ásamt tveimur lífvörðum í bílslysi hjá Markaryd.
  • 5. október - Roskosmos sendi Sojús MS-19-leiðangurinn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með tvo myndatökumenn frá Stöð 1 í Rússlandi.
  • 6. október - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti fyrsta bóluefnið gegn malaríu.
  • 9. októberSebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna spillingarrannsóknar.
  • 10. október - Frakkland sigraði Þjóðadeildina 2021 með 2-1 sigri á Spáni.
  • 13. október - Fjöldamorðin í Kongsberg: Espen Andersen Bråthen myrti fimm manneskjur og særði aðrar þrjár með hníf og boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi.
  • 15. október - Breski stjórnmálamaðurinn David Amess var stunginn til bana í Leigh-on-Sea. Ali Harbi Ali, 25 ára Breti af sómölskum uppruna, var dæmdur fyrir morðið.
  • 16. október - Geimkönnunarfarið Lucy var sent af stað til að kanna Trójusmástirnin.
  • 21. október - Við tökur á kvikmyndinni Rust hljóp skot úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á með þeim afleiðingum að myndatökukonan Halyna Hutchins lést.
  • 21. október - Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Stokkhólmi.
  • 23. október - Kólumbíuher handsamaði Dario Antonio Úsuga, einn helsta eiturlyfjabarón landsins.
  • 25. október – Herinn í Súdan framdi valdarán gegn borgaralegri bráðabirgðastjórn landsins og handtók Abdalla Hamdok forsætisráðherra.
  • 31. október - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2021 hófst í Glasgow í Skotlandi.

Nóvember

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Magdalena Andersson heldur ásamt ríkisstjórn sinni til fundar við Svíakonung 30. nóvember.

Desember

2021: Atburðir, Dáin, Nóbelsverðlaunin 
Nærmynd af gylltum speglum James Webb-geimsjónaukans.

Dáin

Nóbelsverðlaunin

Tags:

2021 Atburðir2021 Dáin2021 Nóbelsverðlaunin2021Gregoríska tímataliðRómverskar tölur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

TaívanIllugi JökulssonSameinuðu þjóðirnarBeatrix HollandsdrottningRagnarökVafrakakaÞorlákshöfnHallgrímskirkja (Hvalfirði)Lönd eftir stjórnarfariForsetakosningar á Íslandi 1980Eyþór ArnaldsStöð 2Guðrún ÓsvífursdóttirListi yfir risaeðlurÞingvellirSveitarfélagið HornafjörðurKjölur (fjallvegur)GeirfuglKaupmannahöfnLúxemborgGísli PálmiRómantíkinMaría 1. EnglandsdrottningÞórsmörkDjúpivogurNoregurLýðræðiAuður Ava ÓlafsdóttirÖndunarkerfiðKnattspyrnaEnska úrvalsdeildinSamskiptakenningarSan Lorenzo de AlmagroAlþýðuflokkurinnEgilsstaðirOpið efniHljóðvarpBandaríska frelsisstríðiðRóbert WessmanSkítamórallEldfellAriel HenrySumarólympíuleikarnir 1920Listi yfir íslenska myndlistarmennMargrét GuðnadóttirFylki BandaríkjannaKjördæmi ÍslandsGyrðir ElíassonHöfðiKíghóstiOda NobunagaÁratugurHöfn í HornafirðiKortisólSveitarfélög ÍslandsThe BoxRadioheadBiskupGlymurColossal Cave AdventureListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaPodocarpus laetusHeiðlóaHrossagaukurJón VídalínÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaEiður Smári GuðjohnsenPíkaLatibærHelförinMúlaþingHin íslenska fálkaorðaKirkjaLjónSorpkvörnBahamaeyjarMeðalhæð manna eftir löndumListi yfir landsnúmer🡆 More