Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024

Þann 18.

desember">18. desember um kl. 22:17 hófst eldgos við Sundhnúksgíga, austan við Svartsengi og norðan við Grindavík.

Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Mynd af gosinu
Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Gosið og Grindavík í bakgrunni
Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Eldgosið séð frá Garði kvöldið sem það hófst
Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Varnargarðar sem reistir voru við Svartsengi
Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Mynd af gosinu frá Ægisíðu í Reykjavík 18. desember

2023

Eldgos 18.-21. desember 2023

Tæpum 5 vikum áður var Grindavík rýmd vegna jarðskjálftahrinu sem hafði staðið frá því í október. Nokkrar skemmdir urðu á bænum og stórar sprungur aflöguðu hús og vegi og slitu lagnir. Talið var að kvikugangur væri undir bænum. Gangurinn teygði sig suðvestur/norðaustur um 15 kílómetra og náði út í sjó og norður yfir Sýlingafell.

Ljóst var að gosið var stærst af þeim atburðum Fagradalsfjallselda frá 2021. Sprungan sem opnaðist var allt að 4 kílómetrar. Hraun vall í norðaustur og eftir sólarhring minnkaði sprungan í afmarkaðri virk svæði eða í tvo gíga.

Þann 21. desember sást engin virkni í gígunum. Hraunið breiddi úr sér 3,5 ferkílómetra.

2024

Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Gosið 14. janúar.

Eldgos 14.-16. janúar 2024

Þann 14. janúar 2024 rétt fyrir klukkan 8 um morguninn opnaðist ný sprunga nálægt Hagafell, og önnur minni innan varnargarða, alveg upp við byggðina í Grindavík. Hraunrennslið eyðilagði hið minnsta þrjú hús í bænum. Rafmagnslaust og heitavatnslaust varð í bænum. Gosvirkni varði ekki lengi og var engin virkni sjáanleg um klukkan eitt eftir miðnætti 16. janúar.

Eldgos 8.-9. febrúar 2024

Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024
Eldgosið 8. febrúar.

Um 30 mínútum eftir smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell kl. 5:30, hófst eldgos á sömu slóðum þann 8. febrúar.

Gosið var á sömu slóðum og gaus 18. desember og var sprungan um 3 km löng, frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Gosstrókarnir náðu um 50-80 m hæð og gosmökkurinn upp í um 3 km hæð.

Eldgosið rauf Grindavíkurveg og hitaveitulögn sem þjónaði Suðurnesjum. Það breyttist tímabundið í lítið sprengigos þar sem það komst í grunnvatn. Líkt og með síðustu gos á sömu slóðum minnkaði kraftur gossins þegar leið á fyrsta dag þess.

9. febrúar sást engin virkni í eftirstandandi gígum.

Eldgos 16. mars- 2024

Klukkan 20:23 þann 16. mars hófst gos milli Stóra-Skógarfells og Hagafells. Sprungan var 3,5 kílómetra löng og rann hraun til vesturs og suður til Suðurstrandavegs. Varnargarðar beindu hrauninu frá Grindavík.

Á fimmta degi gossins hafði virknin einangrast í 7-8 gígum. en í lok mars var einungis virkni í tveimur gígum. Hraunið fyllti Melhólsnámu þar sem sótt hafði verið efni í varnargarða. Í byrjun apríl var virkni í einum gíg.

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 2023Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 Eldgos 18.-21. desember 2023Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 2024Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 Eldgos 14.-16. janúar 2024Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 Eldgos 8.-9. febrúar 2024Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 Eldgos 16. mars- 2024Eldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 TenglarEldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–2024 TilvísanirEldgosin Við Sundhnúksgíga 2023–202418. desemberGrindavíkSundhnúksgígarSvartsengi

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Mannshvörf á ÍslandiJesúsSeðlabanki ÍslandsHáskóli ÍslandsBarbie (kvikmynd)TáknBacillus cereusÞóra HallgrímssonKelsosVatnajökullÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaListi yfir úrslit MORFÍSBarónHamskiptinEtanólKapítalismiJarðfræði ÍslandsGerður KristnýStríðÞór (norræn goðafræði)Ingvar E. SigurðssonAri EldjárnVíetnamstríðiðÍþróttafélagið FylkirNafnhátturÁsdís Rán GunnarsdóttirTom BradyHólar í HjaltadalJóhanna SigurðardóttirSvíþjóðJólasveinarnirJón Sigurðsson (forseti)HaffræðiEddukvæðiHringrás kolefnisFrumefniBúðardalurAndri Snær MagnasonHalldór LaxnessGamli sáttmáliHeilkjörnungarKárahnjúkavirkjunSkarphéðinn NjálssonGuðni Th. JóhannessonFriðrik DórRíkisstjórn ÍslandsWiki FoundationKúrdarRefirHöfuðborgarsvæðiðHelga ÞórisdóttirSporvalaGrettir ÁsmundarsonMengiLofsöngurÞorskastríðinMannslíkaminnSamtengingBæjarstjóri KópavogsSkörungurKommúnismiFyrsta krossferðinForsetakosningar í Bandaríkjunum 1824Emil HallfreðssonBankahrunið á ÍslandiFranska byltinginLaxdæla sagaSveindís Jane JónsdóttirSteinþór Hróar SteinþórssonEyjafjörðurJóhann G. JóhannssonFrumaHeklaLéttirEndurnýjanleg orkaListi yfir íslensk mannanöfnFrosinn🡆 More