Tákn

Tákn, teikn eða merki er eitthvað sem skírskotar til hugmyndar, veru, fyrirbæris eða ferlis sem er aðgreint frá tákninu sjálfu.

Dæmi um tákn eru íslenski fáninn sem táknar Ísland, orðið hestur sem táknar tiltekið hófdýr, reykur sem merki um eld og útréttur vísifingur sem er tákn sem vísar til þess sem hann bendir á.

Tákn getur verið hvað sem er svo fremi sem einhver eða eitthvað túlki það sem tilvísun til einhvers annars. Tengslin milli táknsins og þess sem það vísar til geta verið af ýmsum toga. Milli reyks og elds er til dæmis orsakasamhengi en reykur verður aðeins merki um eld fyrir einhverjum sem sér reykinn (en ekki eldinn).

Í menningu eru til mörg táknkerfi þar sem tengsl táknmyndar og táknmiðs eru hefðbundin eða stafa af reglu. Dæmi um slík tákn eru tölustafir sem tákna tölur og orð sem merkja tiltekin hugtök. Tákn getur líka verið einfölduð mynd með ákveðna merkingu sem notuð er til að tjá hugtak, hugarástand, eiginleika eða til að koma upplýsingum á framfæri, svo sem eins og mynd af tjaldi á korti sem gefur til kynna tjaldstæði.

Tákn eru viðfangsefni ýmissa fræðigreina eins og til dæmis málspeki, málfræði, táknfræði, trúarbragðafræði og listfræði.

Dæmi

Heimildir og ítarefni

  • Þorsteinn Gylfason. „Teikn og tákn“, í Að hugsa á íslenzku (Reykjavík: Heimskringla, 1996): 81-9.
  • Þorsteinn Gylfason. „Tákn“, í Hugsað með Páli, Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason (ritstj.) (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005): 197-207.

Tags:

Íslenski fáninn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Heimspeki 17. aldarMánuðurNorður-ÍrlandAlbert GuðmundssonAlþingiskosningarSkátafélög á ÍslandiEldgosið við Fagradalsfjall 2021Bruce McGillBrennu-Njáls sagaJóhannes Páll 1.HellhammerMjaldurSkotlandFrakklandBørsenEyraSigga BeinteinsSveitarfélög ÍslandsUnuhúsBerlínÓðinnNúmeraplataPiloteAfríkukeppni landsliða í knattspyrnu kvennaGreinirSnjóflóðið í SúðavíkKatlaRómaveldiSjálandAkrafjallSkátahreyfinginÚrúgvæJörðinFramsóknarflokkurinnForngrískaSeinni heimsstyrjöldinConnecticutØGamli sáttmáliElbaHávamálDalvíkurbyggðSkýÞóra HallgrímssonHeyForsetningarliðurXboxStrom ThurmondVirtK-vítamínSkörungurTékklandHeimskautarefurParísAfturbeygt fornafnVatnListi yfir fugla ÍslandsKaupmannahöfnNærætaSteinseljaViðreisnNæturvaktinEinar BenediktssonSkákStella í orlofiLestölvaÍslendingabókJóhann Berg GuðmundssonVinstrihreyfingin – grænt framboðVery Bad ThingsKristján frá DjúpalækÍrska lýðveldiðHandknattleiksfélag KópavogsKyn (málfræði)Björn Ingi HrafnssonFjölskylda🡆 More