Parasetamól

Parasetamól (selt á Íslandi undir sérlyfjaheitunum Panodil og Paratabs; kallast acetaminophen í Bandaríkjunum) er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.

Það hentar við vægum verkjum sé engin bólga fyrir. Verkjastillandi áhrif parasetamóls eru sambærileg við asetýlsalicýlsýru (aspirín). Parasetamól er einnig notað til að slá á sótthita. Það ertir ekki magaslímhúð og hentar þeim sem hafa fengið magasár eða eru viðkvæmir í maga. Parasetamól er oft blandað öðru verkjastillandi efni, kódeini, til þess að magna áhrif þess.

Parasetamól
Uppbyging parasetamóls

Parasetamól er mjög öruggt lyf þegar það er tekið í eðlilegum skömmtum. Sjaldgæft er að fólk fái útbrot. Hár ofskammtur af parsetamóli leiðir til skemmdar í lifrinni og lifrarbilunar. Áfengissjúklingar og fólk með lifrarskemmdir er mun líklegra til að fá þessar hættulegu aukaverkanir, þar sem lifrin í þeim starfar ekki sem skyldi.

Parasetamól hentar ekki til sjálfsmorðs. Hár ofskammtur af parasetamóli leiðir ekki til meðvitundarleysis heldur langra kvalafullra veikinda og að lokum dauða. Sé parasetamólið ekki fjarlægt úr líkamanum um leið er ekki hægt að afstýra einkennum ofskammts: svima, uppkasta, svita, og sársauka þegar lifrarbilun kemur fram. Lifrarbilunin dregur fólk til dauða á 3–5 dögum eða allt að 4–6 vikum.

Tilvitnanir

Parasetamól   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

AspirínBandaríkinKódeinLyf

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Kristján EldjárnGísli á UppsölumFlateyriKnattspyrnufélag ReykjavíkurÍslamVísindaleg flokkunSkjaldbreiðurOrkuveita ReykjavíkurÓlafur Ragnar GrímssonMannsheilinnMeðalhæð manna eftir löndumSovétríkinGylfi Þór SigurðssonStefán MániLögverndað starfsheitiÍslenski þjóðbúningurinnArnaldur IndriðasonPortúgalListi yfir skammstafanir í íslenskuFyrsti vetrardagurHeiðar GuðjónssonKnattspyrnufélagið ValurJúlíus CaesarForsetakosningar á Íslandi 2020Lögin úr söngleiknum Deleríum BúbónisOrkumálastjóriVísir (dagblað)VistkerfiRíkisstjórn ÍslandsForsíðaEldfellSödertäljeVatíkaniðPáll ÓskarHarry PotterBrennu-Njáls sagaSýndareinkanetYrsa SigurðardóttirSkörungurMorgunblaðiðNafliIdol (Ísland)MannslíkaminnApríkósaBlóðbergSvartfjallalandMünchenarsamningurinnBreiðholtRíkissjóður ÍslandsPurpuriSandgerðiFelix BergssonNorðurmýriStefán Ólafsson (f. 1619)Þingkosningar í Bretlandi 1997NafnháttarmerkiKristniAkranesBessastaðirSkálholtXHTMLUmmálHvannadalshnjúkurÞingbundin konungsstjórnÞorvaldur ÞorsteinssonLoðnaTúnfífillHvítasunnudagurGæsalappirmoew8Íslenskir stjórnmálaflokkarMikki MúsÓbeygjanlegt orðVífilsstaðavatnTilvísunarfornafn🡆 More