Smjör

Smjör er mjólkurafurð gerð með því að strokka ferskan eða sýrðan rjóma þar til smjörfitan skilur sig að mestu frá áfunum.

Áfirnar eru svo síaðar frá og smjörið hnoðað þar til það er orðið að sléttum og samhangandi massa. Oftast er salti bætt út í smjörið, bæði vegna bragðsins og til að auka geymsluþolið, en ósaltað smjör er einnig framleitt. Smjör er m.a. notað sem smurálegg á brauð, til bragðbætis í ýmiss konar mat, í kökur og annan bakstur, til steikingar og í alls kyns rétti.

Smjör
Smjör og smjörhnífur.
Smjör
Floris van Schooten

Smjör inniheldur mjólkurfitu, vatn og prótín. Eiginlegt smjör inniheldur a.m.k. 80% fitu en einnig eru til fituminni útgáfur sem eru þá blandaðar jurtaolíu og öðrum efnum. Stundum er salti, bragðefnum, litarefnum og rotvarnarefnum bætt í smjörið.

Smjörgerð á sér langa sögu og er vitað að Súmerar voru farnir að strokka smjör fyrir um 5000 árum. Yfirleitt er smjör gert úr kúamjólk en einnig úr mjólk annarra spendýra, til dæmis sauðfjár, geita, buffla og jakuxa.

Íslenskt smjör er nú allt gert úr kúamjólk en áður var smjör úr sauðamjólk mjög algengt og var það allt framleitt á sumrin, þegar ærnar voru mjólkaðar í kvíum. Vegna saltleysis söltuðu Íslendingar ekki smjör sitt fyrr á öldum, heldur létu það súrna. Þannig gat það geymst lengi og gegndi miklu hlutverki sem gjaldmiðill. Leiga fyrir jarðir og búfé var t.d. mjög oft reiknuð og greidd í smjöri og margir ríkir menn áttu miklar smjörbirgðir. "... það saltaða smjör heldur sér varla 2 ár, svo ætt sé á eptir, enn það súra hefir óskémt haldið sér yfir 20 ár," segir í Arnbjörgu Björns Halldórssonar.

Áður sást greinilegur litarmunur á smjöri eftir árstíðum og réðist liturinn af fóðri kúnna; sumarsmjörið var gulara og mýkra en vetrarsmjörið. Nú er smjörið eins allan ársins hring.

Smjör  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

MjólkurafurðRjómiStrokkur (verkfæri)Áfir

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Egill EðvarðssonHjálpSankti PétursborgMelar (Melasveit)Egill Skalla-GrímssonRagnar JónassonLokiSeglskútaSauðanes (N-Þingeyjarsýslu)Litla hryllingsbúðin (söngleikur)Meðalhæð manna eftir löndumKnattspyrnufélagið FramJakobsvegurinnJakobsstigarAlþingiskosningar 2021Matthías JohannessenMargit SandemoFnjóskadalurBaldurJakob Frímann MagnússonGunnar HámundarsonEinmánuðurHarpa (mánuður)Diego MaradonaFjalla-EyvindurMannakornÍslenska kvótakerfiðFóturAlþingiskosningar 2009Alþingiskosningar 2017Knattspyrnufélag AkureyrarAftökur á ÍslandiTröllaskagiListi yfir íslensk póstnúmerHarvey WeinsteinSam HarrisHafþyrnirBjarnarfjörðurGoogleFáskrúðsfjörðurStari (fugl)Gísla saga SúrssonarLýðstjórnarlýðveldið KongóMoskvufylkiJafndægurDavíð OddssonFelmtursröskunSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024KommúnismiÞóra FriðriksdóttirListi yfir landsnúmerJón Baldvin HannibalssonMöðruvellir (Eyjafjarðarsveit)Íslenskir stjórnmálaflokkarKríaMassachusettsListi yfir íslensk skáld og rithöfundaVopnafjörðurFæreyjarLatibærMegindlegar rannsóknirMerik TadrosKnattspyrnufélagið ValurHTMLHættir sagna í íslenskuBergþór PálssonFáni FæreyjaForsetakosningar á Íslandi 2024Ólafur Darri ÓlafssonOkKárahnjúkavirkjunParísarháskóliMyriam Spiteri DebonoMaríuhöfn (Hálsnesi)EsjaFáni SvartfjallalandsTaívan🡆 More