Las Vegas

Las Vegas er stærsta borg Nevada-fylkis í Bandaríkjunum.

Borgin er aðallega þekkt fyrir fjölda spilavíta. Í borginni búa um 645.000 (2018) en ef nærliggjandi svæði eru talin með búa þar um 2,2 milljón manns. Las Vegas er stjórnaraðsetur Clark-sýslunnar. Las Vegas er einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims.

Las Vegas
Las Vegas strip

Nafnið Las Vegas er oft látið ná yfir önnur svæði Clark-sýslunnar sem umlykja borgina. Þannig er hin 7,25 km langa aðalgata borgarinnar, Las Vegas Boulevard, að mestu utan borgarmarka Las Vegas eða í bænum Paradise.

Fyrir utan spilavítin eru það aðallega hinar mörgu sýningar sem eru einkennandi fyrir borgina. Listamenn sem starfa eða störfuðu í Las Vegas eru m.a. Elvis Presley, Tom Jones, Frank Sinatra og Céline Dion. Þá eru margar brúðkaupskapellur í borginni, sem orsakast af því að lög um hjúskaparstofnun (og hjúskaparslit) eru sérlega einföld.

Borgin er stundum kölluð Sin City vegna mikilla (löglegra) fjárhættuspila, mikils framboðs á áfengum drykkjum allan sólarhringinn, fíkniefna, margvíslegs framboðs á erótískum skemmtunum og lögleiðingu vændis í nærliggjandi sýslu. Stjórnvöld og ferðamálafrömuðir svæðisins styðja aftur á móti nafngiftina The Entertainment Capital of the World (skemmtanahöfuðborg heimsins).

Bein þýðing á nafninu yfir á íslensku úr spænsku væri eiginlega "Túnin" eða engin.

Saga borgarinnar

Las Vegas 
Las Vegas árið 1895

Fyrsta byggðin á Las Vegas svæðinu komst á fót árið 1854 fyrir tilstuðlan mormónakirkjunnar, en byggðin var yfirgefin þremur árum seinna. Um miðjan 7. áratug 19. aldar byggði bandaríski herinn Fort Baker virkið á þeim stað sem Las Vegas er nú. Vegna vatnslinda sinna varð Las Vegas að mikilvægum áningarstað fyrir vagnlestir og lestir á leið milli Kaliforníu í vestri og New Mexico í austri. 1903 seldi ekkjan Helen Stewart fyrir 55 þúsund dollara stóran hluta af búgarði sínum til járnbrautafyrirtækis, sem aftur á móti seldi sama landið 15. maí 1905 fyrir 265 þúsund dollara til áhættufjárfesta. Borgin Las Vegas telst opinberlega stofnuð þennan dag. Hornsteinar hins hraða vaxtar Las Vegas voru lögleiðing fjárhættuspils 1931 og bygging Hoover stíflan 1931-1935. Mafíuforinginn Bugsy Siegel byrjaði á 5. áratugnum að byggja hótel með innbyggðu spilavíti og setti þar með af stað þróun sem hefur haldist fram til dagsins í dag. Athafnamaðurinn Howard Hughes bolaði mafíunni burt úr borginni milli þess sem hann keypti upp eignir í borginni.


Þekkt hótel og kennileiti

Las Vegas 
Luxor hótel
Las Vegas 
MGM Grand Hotel, næststærsta hótel í heimi
Las Vegas 
Eftirgerð af Eiffelturninum í París

Hótel setja mikinn svip á Las Vegas og eru þau gjarnan samtvinnuð við spilavítin.

  • Aladdin Hotel
  • Bellagio
    • Hótel Bellagio er aðallega þekkt fyrir Fountains of the Bellagio, stóran gosbrunn sem gýs á hálftíma fresti með meðfylgjandi tónlist. Þá var hótelið aðalvettvangur kvikmyndarinnar Ocean's Eleven.
  • Caesars Palace
  • Circus Circus Hotel
  • Excalibur Hotel
  • Golden Gate Hotel
  • Golden Nugget
  • Luxor
  • Mandalay Bay
  • Mirage
  • MGM Grand Hotel
    • MGM Grand Hotel er næststærsta hótel heims.
  • Monte Carlo Resort
  • New York New York Hotel
  • Paris Las Vegas
    • Við hótelið Paris Las Vegas stendur mjög nákvæm eftirgerð í hálfri upprunalegri stærð af Eiffelturninum í París.
  • Stratosphere Las Vegas (Stratosphere Tower)
  • Treasure Island
  • Venetian Resort Hotel
  • Wynn Las Vegas
  • Hótel Wynn

Þekktir einstaklingar frá Las Vegas

  • Andre Agassi, tennisspilari
  • Charisma Carpenter, leikkona
  • Daveigh Chase, leikkona
  • Thomas Alexander Dekker, leikari
  • Veronica Hart, klámmyndaleikkona, leikkona, framleiðandi, handritahöfundur og leikstjóri
  • Jenna Jameson, klámmyndaleikkona og klámmyndaframleiðandi
  • Jack Kramer, fyrrv. tennisspilari
  • Pat Morita, leikari
  • Ne-Yo, R&B söngvari og lagahöfundur
  • Panic! At The Disco, rokkhljómsveit
  • Killers, indie-rokkhljómsveit

Mannfjöldaþróun

Las Vegas
Fólksfjöldaþróun [1] Geymt 15 mars 2007 í Wayback Machine
1930 5.165
1940 8.422
1950 24.624
1960 64.405
1970 125.787
1980 164.674
1990 258.295
2000 478.434
2010 583.756


Tenglar

Tags:

Las Vegas Saga borgarinnarLas Vegas Þekkt hótel og kennileitiLas Vegas Þekktir einstaklingar frá Las Vegas MannfjöldaþróunLas Vegas TenglarLas Vegas2018BandaríkinNevadaSpilavíti

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Auðunn BlöndalGamelanTruman CapoteMaríuhöfn (Hálsnesi)KentuckyJólasveinarnirNo-leikurBrennu-Njáls sagaÚrvalsdeild karla í handknattleikFrumefniListi yfir íslenskar kvikmyndirJón GnarrOrðflokkurHeiðar GuðjónssonSigrún EldjárnFrumaBubbi MorthensSameinuðu þjóðirnarNorðurmýriFlateyjardalurKúrdistanSiðaskiptinBríet HéðinsdóttirEndurnýjanleg orkaUppstigningardagurLandráðBloggMannakornAusturríkiÁhrifavaldurHelgi BjörnssonDróniFiskurTjaldurSameindÍslensk krónaGuðmundur Felix GrétarssonÍslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerumBjarni Benediktsson (f. 1970)Héðinn SteingrímssonHellarnir við HelluListi yfir forsætisráðherra ÍslandsLinuxFramfarahyggjaLestölvaÍrakListi yfir íslenska sjónvarpsþættiHeklaTáknListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999JakobsvegurinnApríkósaEyjafjörðurEinar Sigurðsson í EydölumHaförnMaría meyEigindlegar rannsóknirAtviksorðForseti ÍslandsEfnafræðiAaron MotenBikarkeppni karla í knattspyrnuVinstrihreyfingin – grænt framboðÍslenskir stjórnmálaflokkarStuðmennHvalfjörðurNorræn goðafræðiNew York-borgKristófer KólumbusFortniteMegindlegar rannsóknirReykjavíkLaufey Lín Jónsdóttir24. aprílHernám ÍslandsUngverjalandÞorlákur helgi Þórhallsson🡆 More