Bókhveiti

Bókhveiti (fræðiheiti: Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt sem er ræktuð vegna frækorna sinna sem líkjast hveiti og byggi, og tið að þekja.

Skyld og áþekk, en bitrari tegund, Fagopyrum tataricum, er ræktuð í Asíu en er sjaldgæfari í Evrópu og Norður Ameríku er einnig kölluð bókhveiti.

Bókhveiti
Bókhveiti
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Polygonales
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Fagopyrum
Tegund:
F. esculentum

Tvínefni
Fagopyrum esculentum
Moench
Samheiti
  • Polygonum fagopyrum L. 1753
  • Fagopyrum cereale Raf.
  • Fagopyrum dryandrii Fenzl
  • Fagopyrum emarginatum (Roth) Meisn. 1840
  • Fagopyrum emarginatum Moench 1802
  • Fagopyrum fagopyrum (L.) H.Karst., invalid tautonym
  • Fagopyrum polygonum Macloskie
  • Fagopyrum sagittatum Gilib.
  • Fagopyrum sarracenicum Dumort.
  • Fagopyrum vulgare Hill ex Druce 1913
  • Fagopyrum vulgare T.Nees 1853
  • Polygonum emarginatum Roth
Bókhveiti
Akur af bókhveiti í Bumthang (Bhutan)

Orðsifjar

Nafnið bókhveiti er dregið af einhverri útgáfu orðanna "buckwheat", "beech wheat" og boecweite sem er líklega dregið af líkingu fræjanna við beykifræ, og því að það var notað eins og hveiti.

Saga

Bókhveiti 
Blómstrandi bókhveiti

Upprunaleg tegund bókhveitis er F. esculentum ssp. ancestrale. F. homotropicum er ófrjó með F. esculentum og villi afbrigði hafa sameiginlega útbreiðsla, í Yunnan, í suðvestur Kína. Upphafleg villitegund tatarabókhveitis er F. tataricum ssp. potanini.

Bókhveiti var fyrst ræktað inn í landi í Suðaustur Asíu, hugsanlega um 6000 fyrir krist, og breiddist þaðan út til Mið Asíu og Tíbet, og þaðan til Miðausturlanda og Evrópu. Bókhveiti er fyrst skráð í Evrópu í Finnlandi um 5300 BCE sem fyrstu ummerki um arðrækt, og í Balkanskaga um 4000 BCE.

Bókhveiti 
Fræ og visin blóm á bókhveiti
Bókhveiti 
Bókhveitifræ

Ræktun

Bókhveiti þarf stuttan ræktunartíma, vex vel í ófrjóum jarðvegi eða súrum, en þarf gott frárennsli. Of mikill áburður, sérstaklega nitur dregur úr uppskeru. Í heitu loftslagi er aðeins hægt að rækta það með því að sá því seint, svo það geti blómstrað í svölu veðri. Nærvera frjóbera (t.d alibýflugur) auka mjög uppskeru. Blómsafinn gefur af sér dökkt hunang. Bókhveiti er stundum notað sem grænn áburður, til varnar jarðvegseyðingu eða sem fóður.

Plantan er með greinótta rót með megin stólparót sem nær niður í raka og næringu dýpri laga jarðvegsins. Bókhveiti er með þríhyrnd fræ og myndar blóm sem eru yfirleitt hvít, en geta líka verið bleik eða gul. Bókhveiti myndar greinar auðveldlega, í stað þess að koma með hliðarsprota eða rótarskot.

Bókhveiti er ræktað þar sem ræktunartímabilið er stutt, annað hvort sem seinni uppskera tímabilsins, eða vegna erfiðs loftslags. Það kemur fljótt til sem dregur úr samkeppni við illgresi. Bókhveiti þarf yfirleitt aðeins 10 til 12 viknur til uppskeru og getur verið ræktað hátt til fjalla eða norðarlega. Það verður 75 til 125 sm hátt.

Næringarefni

Þar sem bókhveiti inniheldur ekkert glútein og getur því verið í fæði fólks með glúteintengd vandamál. Hinsvegar getur bókhveiti mengast af glúteini í vinnslu, t.d. við mölun.

Þekkt er að fólk geti fengið ofnæmisviðbrögð af bókhveiti. Einnig getur mikil neysla á bókhveiti valdið eitrunum vegna fagopyrina. Einkenni eitrunar getur verið bólga í húð þar sem sól hefur skinið á hana, viðkvæmni við kulda, og náladoði eða doði í höndum.

Bókhveiti
Næringargildi í hverjum 100 g (3,5 únsur)
Orka 340 kkal   1440 kJ
Kolvetni     71.5 g
- Trefjar  10 g  
Fita3.4 g
- Þar af mettaðar fitusýrur  0.741 g
- einómettaðar  1.04 g  
- fjölómettaðar  1.039 g  
  - omega-3 0.078 g  
  - omega-6 0.961 g  
Prótein 13.25 g
Þíamín (B1-vítamín)  0.101 mg  8%
Ríbóflavín (B2-vítamín)  0.425 mg  28%
Níasín (B3-vítamín)  7.02 mg  47%
Pantothenic acid (B5)  1.233 mg 25%
Pyridoxín (B6-vítamín)  0.21 mg16%
Fólat (B9-vítamín)  30 μg 8%
C-vítamín  0 mg0%
Kalsíum  18 mg2%
Járn  2.2 mg18%
Magnesíum  231 mg62% 
Fosfór  347 mg50%
Kalíum  460 mg  10%
Natríum  1 mg0%
Sink  2.4 mg24%
Copper 1.1 mg
Selenium 8.3 µg
Link to USDA Database entry
Percentages are relative to US
recommendations for adults.

Framleiðsla

Bókhveitiframleiðslu – 2016
Land tonn
Bókhveiti 
1,186,333
Bókhveiti 
404,259
Bókhveiti 
176,430
Bókhveiti 
122,206
Bókhveiti 
118,562
Á heimsvísu
2,395,822
Heimild: FAOSTAT of the United Nations
Bókhveiti 
Bókhveitimjöl
Bókhveiti 
Vörur úr bókhveiti

Árið 2016 var heimsframleiðslan 2.4 milljón tonn, með Rússland með 50% af heimsframleiðslunni og Kína með 17%.

Tilvísanir

Bókhveiti   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Bókhveiti OrðsifjarBókhveiti SagaBókhveiti RæktunBókhveiti NæringarefniBókhveiti FramleiðslaBókhveiti TilvísanirBókhveitiFagopyrum tataricumFræðiheiti

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

TvíkynhneigðÍsraelTilgáta CollatzDaniilMalasíaHundurSvartfuglarSjávarútvegur á ÍslandiBorgFrumbyggjar AmeríkuÍslenskir stjórnmálaflokkarSkytturnar þrjárLilja (planta)Adam SmithSögutímiDyrfjöll.NET-umhverfiðSúdanÞorlákshöfnTrúarbrögðPekingGuðrún BjarnadóttirPHólar í HjaltadalTungustapiFriðurBorðeyriIÞingvallavatnIðnbyltinginArabíuskaginnJóhann SvarfdælingurLangaHeyr, himna smiðurHelgafellssveitSilungurHafnarfjörðurHrafna-Flóki VilgerðarsonÓrangútanRagnhildur GísladóttirPáskarEvrópska efnahagssvæðiðSjónvarpiðFallorðKríaEyjafjallajökullTígrisdýrEinmánuðurLaxdæla sagaKanadaAbýdos (Egyptalandi)BrasilíaVíetnamAndreas BrehmeAriana GrandeDymbilvikaVöðviXHlaupárAkureyriVigdís FinnbogadóttirÁElliðaeyÍtalíaHerðubreiðÚsbekistanBarnafossUppistandRússlandEilífðarhyggjaSjálfbærniJón Sigurðsson (forseti)GeirvartaZDNAFjölnotendanetleikurSundlaugar og laugar á Íslandi🡆 More