26. Nóvember: Dagsetning

26.

OktNóvemberDes
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
2024
Allir dagar

nóvember er 330. dagur ársins (331. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 35 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 579 - Pelagíus 2. varð páfi.
  • 1503 - Giuliano della Rovere varð Júlíus 2. páfi.
  • 1523 - Giulio de’Medici varð Klemens 7. páfi.
  • 1594 - Gefin var út tilskipun um að Grallarinn, messusöngsbók Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum, skyldi notuð í báðum biskupsdæmunum.
  • 1688 - Loðvík 14. sagði Hollandi stríð á hendur en í stað þess að ráðast þar inn hélt hann með 100.000 manna herlið inn í Heilaga rómverska ríkið og hóf þar með Níu ára stríðið.
  • 1740 - Kristján 4. Danakonungur flutti inn í Kristjánsborgarhöll.
  • 1922 - Howard Carter og Carnarvon lávarður urðu fyrstir manna til að fara inn í gröf Tútankamons í yfir 3000 ár.
  • 1941 - Sex japönsk flugmóðurskip lögðu úr höfn í undanfara árásarinnar á Perluhöfn.
  • 1945 - Fyrsta bókin í bókaflokknum Lína langsokkur eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren kom út í Svíþjóð.
  • 1973 - Stafrófsmorðin: Michelle Maenza hvarf í Rochester (New York).
  • 1979 - Flugvél í pílagrímaflugi frá Pakistan International Airlines hrapaði við flugvöllinn í Jeddah, Sádí-Arabíu, með þeim afleiðingum að 156 farþegar létust.
  • 1980 - Fyrsta breiðskífa Utangarðsmanna, Geislavirkir, kom út.
  • 1981 - Dagblaðið og Vísir sameinuðust og hófst þar með útgáfa DV.
  • 1981 - Broadway, veitinga- og skemmtistaður við Álfabakka í Reykjavík, var opnaður.
  • 1983 - Brink's-MAT-ránið á Heathrow í London: 6800 gullstöngum var rænt.
  • 1986 - Íran-Kontrahneykslið: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skipaði Tower-nefndina til að rannsaka vopnasölu til Írans.
  • 1989 - Fyrsta Vendée Globe-siglingakeppnin hófst.
  • 1993 - Skilaboðaskjóðan, leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og var í gagnrýni Morgunblaðsins nefnd „fullkomið listaverk“.
  • 2003 - Concorde-flugvélarnar voru teknar úr notkun vegna einnar brotlendingar og vegna hryðjuverkanna 11. september 2001.
  • 2008 - Meðlimir íslömsku öfgasamtakanna Lashkar-e-Taiba hófu fjögurra daga herferð skot- og sprengjuárása í Mumbai sem leiddu 164 til dauða.
  • 2011 - Geimflaug með Marsbílinn Curiosity var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.
  • 2018 - Könnunarfarið InSight lenti á yfirborði Mars.
  • 2019 - Jarðskjálftinn í Albaníu 2019: 51 lést og yfir 2.000 særðust þegar jarðskjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir Norðvestur-Albaníu.
  • 2019 - Mótmælin í Chile 2019: Human Rights Watch og Amnesty International gáfu út skýrslur um alvarleg mannréttindabrot lögreglu í Chile gegn mótmælendum.
  • 2021 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin flokkaði SARS-CoV-2-Omikron sem COVID-19-afbrigði til að hafa sérstakar áhyggjur af.


Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

EtanólJónas HallgrímssonKnattspyrnufélag ReykjavíkurBenito MussoliniWikiLangisjórHættir sagna í íslenskuSigrún EldjárnBlaðamennskaBlóðbergGuðlaugur ÞorvaldssonJürgen KloppEinar Þorsteinsson (f. 1978)Siðaskiptin2020Snorri MássonÍslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerumElísabet JökulsdóttirFranz LisztSamkynhneigðPétur J. Thorsteinsson (sendiherra)Hrafn GunnlaugssonBikarkeppni karla í knattspyrnuFramsöguhátturJarðskjálftar á ÍslandiABBAKjölur (fjallvegur)JansenismiRisaeðlurMennta- og menningarmálaráðherra ÍslandsTilvísunarfornafnGunnar HámundarsonKnattspyrnufélagið ValurPatricia HearstListi yfir morð á Íslandi frá 2000Bubbi MorthensSporger ferillWayback MachineTitanicKonungsræðanÓlafur Ragnar GrímssonFjallagórillaSovétríkinDrakúlaSveinn BjörnssonAnnað ráðuneyti Bjarna BenediktssonarFaðir vorKvenréttindi á ÍslandiViðskiptablaðiðMorð á ÍslandiTúnfífillFjárhættuspilAkureyrarkirkjaÓlafur Karl FinsenSýslur ÍslandsBesta deild karlaSeðlabanki ÍslandsVerzlunarskóli ÍslandsSpurnarfornafnÞingbundin konungsstjórnÁramótÞýskaSveitarfélög ÍslandsNúmeraplataVatnajökullGuðrún BjörnsdóttirDauðarefsingOkkarínaBostonHómer SimpsonHerra HnetusmjörFrumeindKristrún FrostadóttirBoðorðin tíuFylki Bandaríkjanna🡆 More