Spurnarfornafn: Undirflokkur fornafna

Spurnarfornöfn (skammstafað sem sfn.) eru í íslensku fornöfnin hver, hvor, hvaða og hvílíkur.

Hvað var upphaflega sérstakt fornafn en hefur runnið saman við hver og er nú aðeins notað sérstætt.

Hver er notað um einn af fleiri en tveimur (t.d. hver stelpnanna fór út?) og beygist þannig:

Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
Eintala Fleirtala Eintala Fleirtala Eintala Fleirtala
nefnifall hver hverjir hver hverjar hvert eða hvað hver
þolfall hvern hverja hverja hverjar hvert eða hvað hver
þágufall hverjum hverjum hverri hverjum hverju hverjum
eignarfall hvers hverra hverrar hverra hvers hverra

Hvor beygist eins og eignarfornafnið vor en hvaða hefur sömu mynd í öllum kynjum og föllum og báðum tölum. Það notað um annan af tveimur; t.d. hvor strákanna skrópaði? Hvílíkur beygist eins og sterkt lýsingarorð (ríkur). Það er oftast notað í upphrópunum; t.d. hvílík vitleysa!

Hver og hvor geta einnig verið óákveðin fornöfn en þá má setja sérhver í stað hver og hvor um sig fyrir hvor; t.d. hver (sérhver) er sjálfum sér næstur, hann gaf hvorum drengjanna (hvorum um sig) snoppung.

Sjá einnig

  • Þótt hvor sé spurnarfornafn þá teljast hvor tveggja, annar hvor og hvor og nokkur til óákveðinna fornafna.

Heimildir

  • Þórunn Blöndal (1985). Almenn málfræði. Mál og menning.

Tilvísanir

Tags:

FornafnListi yfir skammstafanir í íslenskuÍslenska

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SjálfsofnæmissjúkdómurRúmeníaÁbendingarfornafnLýðræðiFæreyjarLandsbankinnAaron MotenHvítasunnudagurÍsafjörðurFylki BandaríkjannaJörundur hundadagakonungurStórar tölurHrafna-Flóki VilgerðarsonWiki FoundationKólusMaríuhöfnGunnar Helgi KristinssonÓðinnEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024SkírdagurÓmar RagnarssonKrímskagiHeiðlóaKnattspyrnufélagið VíkingurLoftskeytastöðin á MelunumÁsynjurBárðarbungaJörðinSveindís Jane JónsdóttirSlow FoodRjúpaFálkiJóhanna SigurðardóttirDaði Freyr PéturssonKópavogurFullveldiLettlandMaóismiNiklas LuhmannSkörungurSamfélagsmiðillForsetningÍþróttafélagið FylkirVísindaleg flokkunListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiGunnar HelgasonGuðni Th. JóhannessonBesta deild karlaPylsaFimleikafélag HafnarfjarðarSúmersk trúarbrögðHeimspeki 17. aldarMike JohnsonFrumaFlateyriVBankahrunið á ÍslandiWilliam SalibaBenito MussoliniDiskurSýslur ÍslandsBorgarhöfnSjálfstæðisflokkurinnMünchenarsamningurinnKnattspyrnufélagið FramHeimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930AkureyriÁhrifavaldurTahítíXboxGoogleListi yfir íslensk millinöfnPáll ÓskarAustur-EvrópaAskur YggdrasilsFlatarmálStari (fugl)🡆 More