Sjálfsofnæmissjúkdómur

Sjálfsofnæmissjúkdómur kemur fram þegar ónæmiskerfi líkamans ræðst á eðlilegan hlut af sjálfum sér.

Til eru um 80 mismunandi gerðir af sjálfsofnæmissjúkdómum og geta sjúkdómarnir beinst að flestum hlutum líkamans. Algeng einkenni sjálfsofnæmissjúkdóma er vægur hiti og þreytutilfinning. Einkennin koma oft í köstum.

Sjálfsofnæmissjúkdómur
Kona með dæmigerð útbrot af völdum rauðra úlfa.

Ástæðan er oftast óþekkt. Sumar gerðir líkt og rauðir úlfar geta verið algengir í fjölskyldum, sumar gerðir koma fram eftir sýkingu eða annarra umhverfisþátta. Dæmi um algenga sjálfsofnæmissjúkdóma eru: sykursýki af gerð 1, MS-sjúkdómurinn, húðsjúkdómurinn sóri (psoriasis), liðagigt, rauðir úlfar, Hashimoto-sjúkdómur (veldur vanvirkum skjaldkirtli), Graves-sjúkdómur (veldur ofvirkum skjaldkirtli), og glúteinóþol. Oft getur verið erfitt að greina þessa sjúkdóma.

Meðferð við sjálfsofnæmissjúkdómum reynir að draga úr einkennum, en nær ekki að lækna sjúkdóminn. Oft eru bólgueyðandi verkjalyf og ónæmisbælandi lyf notuð. Í sumum tilfellum eru mótefni gefin í æð.

Í Bandaríkjunum eru um 7% fólks með sjálfsofnæmissjúkdóm og koma einkennin oftast fram hjá fullorðnum. Þessir sjúkdómar eru algengari í konum en körlum.

Tilvísanir

Tags:

HitasóttÓnæmiskerfi

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

KróatíaArnar Þór JónssonForsetakosningar á Íslandi 2020RisahaförnBiblíanSilungurHollenskaForsetakosningar á Íslandi 1980Ungmennafélagið StjarnanEvrópska efnahagssvæðiðVatnsdeigHarpa (mánuður)Truman CapoteRonja ræningjadóttirSöngvakeppnin 2024FjárhættuspilAuschwitzAdolf HitlerÞingkosningar í Bretlandi 1997FlateyjardalurJón Jónsson (tónlistarmaður)Sveitarfélagið ÁrborgFrosinnGuðrún ÓsvífursdóttirStuðmennBorgaralaunHjaltlandseyjarVeðurLeikurTinBúrhvalur2020Halla Hrund LogadóttirGrundartangiSýndareinkanetFreyjaAkureyriLandsbankinnSmáríkiBjarkey GunnarsdóttirSkörungurXXX RottweilerhundarHöfrungarSíderÓlafur Karl FinsenHalldór LaxnessEiður Smári GuðjohnsenAxlar-BjörnApríkósaSiðaskiptinHöskuldur ÞráinssonFlatarmálLönd eftir stjórnarfariRím24. aprílErpur EyvindarsonForsetakosningar á Íslandi 2012Jörundur hundadagakonungurWilliam SalibaÞjóðernishyggjaÞorskastríðinNafliJólasveinarnirSjávarföllFortniteÍþróttafélagið FylkirWiki FoundationHringrás vatnsEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Joe BidenUmmálHafþór Júlíus BjörnssonSovétríkinWikipediaMiðgildiÚkraína🡆 More