Kristrún Frostadóttir: Íslenskur hagfræðingur og stjórnmálakona

Kristrún Mjöll Frostadóttir (fædd 12.

maí">12. maí 1988) er íslenskur hagfræðingur og núverandi formaður Samfylkingarinnar. Hún hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2021.

Kristrún Frostadóttir (KFrost)
Fæðingardagur: 12. maí 1988 (1988-05-12) (35 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Nefndir: Fjárlaganefnd 2021–2023, efnahags- og viðskiptanefnd 2023 og fjárlaganefnd 2023–
Þingsetutímabil
2021 - í Reykv. s. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2022 - Formaður Samfylkingarinnar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Menntun

Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún lauk BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MA-próf í hagfræði frá Boston-háskóla árið 2014. Hún lauk líka árið 2016 MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla.

Starfsferill

Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka.

Hún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017. Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.

Stjórnmál

Innkoma Kristrúnar inn á hið pólitíska svið vakti mikla athygli í aðdraganda kosninga. Hún var sá frambjóðandi Samfylkingarinnar sem var einna mest áberandi í kosningabaráttunni og m.a. spratt fjölmiðlaumræða um hvort Kristrún hefði í starfi sínu hjá Kviku banka fengið tugmilljóna króna kaupaaukagreiðslur. Kristrún vísaði þeim fullyrðingum á bug.

Formennska í Samfylkingunni

Í águst árið 2022 ákvað Kristrún að bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar, eftir að Logi Már Einarsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Þar sem engin önnur framboð bárust var Kristrún sjálfkjörin formaður á landsþingi flokksins þann 28. október 2022 með 94,5 pró­sent atkvæða.

Einkalíf

Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og þau eiga tvær dætur fæddar árið 2019 og 2023.

Tilvísanir

Tags:

Kristrún Frostadóttir MenntunKristrún Frostadóttir StarfsferillKristrún Frostadóttir StjórnmálKristrún Frostadóttir EinkalífKristrún Frostadóttir TilvísanirKristrún Frostadóttir12. maí1988AlþingiHagfræðiReykjavíkurkjördæmi suðurSamfylkingin

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

IstanbúlFornafnKnattspyrna1. maíRaufarhöfnHeimsmetabók GuinnessKínaFuglafjörðurGaldurSædýrasafnið í HafnarfirðiHávamálMánuðurSveitarfélagið ÁrborgListi yfir persónur í NjáluBárðarbungaHin íslenska fálkaorðaÁstandiðHelsingiListi yfir íslensk skáld og rithöfundaUmmálHringtorgÞýskalandÞorskastríðinPersóna (málfræði)Hannes Bjarnason (1971)KorpúlfsstaðirÁsgeir ÁsgeirssonGeysirHallgrímskirkjaEldurLandsbankinnFáni SvartfjallalandsSpóiGunnar Smári EgilssonBloggNorræna tímataliðSnípuættHollandSagnorðListi yfir íslensk kvikmyndahúsFrosinnBúdapestGjaldmiðillHellisheiðarvirkjunMorðin á SjöundáSverrir Þór SverrissonFlóUnuhúsEsjaXXX RottweilerhundarMaríuhöfn (Hálsnesi)SkordýrFermingLandvætturHarvey WeinsteinKarlsbrúin (Prag)Baldur Már ArngrímssonLeikurB-vítamínDimmuborgirNellikubyltinginÍslenski hesturinnAriel HenrySigurboginnSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirForsetakosningar á Íslandi 2024Laufey Lín JónsdóttirJón Múli ÁrnasonJökullDagur B. EggertssonSpánn25. aprílBreiðholtPortúgalFlateyri🡆 More