Hellisheiðarvirkjun: Jarðvarmavirkjun á Hengilssvæði

Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunnanverðu Hengilssvæðinu.

Virkjað er með því að bora um 30 borholur, að jafnaði 2000 metra djúpar. Úr holunum streymir jarðhitavökvi, sem er blanda af gufu og vatni. Þessum vökva er safnað í skiljustöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir tveimur aðskildum aðveituæðum í stöðvarhús virkjunarinnar. Það er tvískipt, annars vegar rafstöð og hins vegar varmastöð.

Hellisheiðarvirkjun: Jarðvarmavirkjun á Hengilssvæði
Hellisheiðarvirkjun

Gufan knýr túrbínur til raforkuframleiðslu og fer rafmagnið inn á dreifikerfi Landsnets. Upphaflega var farið í virkjunina í tengslum við samning við álver Norðuráls á Grundartanga um kaup á raforku hennar. Framleiðsla rafmagns í Hellisheiðarvirkjun hófst 1. október 2006. Virkjunin var stækkuð í 213 MW uppsett afl í nóvember 2008, en áætlað er að afl hennar verði 300 MW í rafmagni.

Heita vatnið verður leitt í varmastöð þar sem það verður notað til að hita upp kalt ferskvatn. Upphitaða vatnið verður leitt í leiðslum neðanjarðar til höfuðborgarsvæðisins. Varmastöðin var gangsett árið 2009.

Orkuveita Reykjavíkur er eigandi og ábyrgðaraðili Heillisheiðarvirkjunar.

Virkjunin hefur valdið brennisteinsvetnismengun yfir heilsuverndarmörkum á Höfuðborgarsvæðinu.

Heimildir

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

HengillJarðvarmavirkjun

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Forsetakosningar á Íslandi 2004Íslenskt mannanafnNafnhátturKalda stríðiðSvartidauðiÞingvellirHagstofa ÍslandsHringur (rúmfræði)RímTékklandVerkfallVeik beygingRúnar Alex RúnarssonEignarfornafnBílsætiHughyggjaHektariStórar tölurValgeir GuðjónssonOrkustofnunKróatíaUTCÓðinnÞorskastríðinBrisStafræn borgaravitundSifSeðlabanki ÍslandsNáhvalur1957Jón Sigurðsson (forseti)MiðjarðarhafiðGaleazzo CianoTækniskólinnÓpersónuleg sögnMünchen-sáttmálinnMiðtaugakerfiðIðunn SteinsdóttirFreyjaÁbrystirFelix BergssonSpendýrLissabonBerserkjasveppurJean-Claude JunckerSádi-ArabíaMeistaradeild EvrópuKristján EldjárnMalaríaÞjóðveldiðGeirfuglKörfuknattleikurÍrakVeikar sagnirHringrás vatnsThe Tortured Poets DepartmentSérhljóðFaðir vorAlþingiÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaIMovieGarðabærSamfylkinginNew York-borgNorræn goðafræðiListi yfir fugla ÍslandsKínaForseti ÍslandsGuðmundur ÁrnasonBúrfellListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurVestmannaeyjarXXX RottweilerhundarListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaSerbía🡆 More