Jón Múli Árnason: Íslenskur útvarps- og tónlistarmaður (1921-2002)

Jón Múli Árnason (31.

mars 1921 – 1. apríl 2002) var útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og sem slíkur ein þekktasta „útvarpsrödd“ síns tíma. Jón Múli gaf út þriggja binda ævisögu sem hét: Þjóðsögur Jóns Múla I, II og III.

Jón Múli Árnason: Íslenskur útvarps- og tónlistarmaður (1921-2002)
Mynd af Jóni Múla og Louis Armstrong á bakhlið hljómplötu með lögum Jóns Múla

Jón Múli fæddist á Vopnafirði. Foreldrar hans voru Árni Jónsson í Múla, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, og Ragnheiður Jónasdóttir frá Brennu í Reykjavík. Jón Múli varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940 og stundaði nám við heimspekideild og læknadeild Háskóla Íslands 1941 til 1942. Hann lagði stund á nám í hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945 til 1946 og einnig söngnám á árunum 1951 og 1952. Jón Múli starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1985. Hann var þar fréttamaður, þulur, fulltrúi í tónlistardeild og leiklistardeild, auk þess sem hann sá um dagskrárgerð. Hann var ekki síst þekktur fyrir kynningar sínar á djasstónlist í útvarpinu.

Jón Múli var virkur félagi í Sósíalistaflokknum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann hlaut fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í óeirðum á Austurvelli og árás á Alþingishúsið 30. mars 1949, en var náðaður. Hann var um skeið launaður starfsmaður MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, eins og hann segir frá í sjálfsævisögu sinni. Fór hann í boðsferðir til Sovétríkjanna og hélt oft uppi vörnum fyrir þau opinberlega. Meðal annars hélt hann því fram 1980 að Sovétmenn hefðu ekki ráðist inn í Afganistan, heldur veitt umbeðna aðstoð „sem betur fer“. Hann sagði 1981 að „fasískur ruslaralýður“ kæmi fram í nafni Samstöðu í Póllandi og fagnaði setningu herlaga. Sagði hann: „Ég vona, að ráðstafanirnar komi ekki of seint til þess að bæta fyrir skemmdarverk fyrrnefnds hyskis og Pólverjar fái að byggja æ fegurra þjóðlíf undir forystu kommúnistaflokks Póllands. Hann lengi lifi.“ Jón Múli var fulltrúi Alþýðubandalagsins í útvarpsráði 1978–1982.

Jón Múli var einn af stofnendum Lúðrasveitar verkalýðsins árið 1953, lék á kornett með sveitinni í tæpa tvo áratugi og var gerður að heiðursfélaga lúðrasveitarinnar árið 1991. Hann var einnig þekkt tónskáld, samdi meðal annars tónlist við leikritið Deleríum Búbónis, sem bróðir hans, Jónas Árnason, var meðhöfundur að. Árið 1981 gáfu SG - hljómplötur út plötuna Lög Jóns Múla Árnasonar. Er þar safnað saman flestum vinsælustu lögum Jóns Múla en sum þeirra höfðu áður verið gefin út á litlum plötum.

Jón Múli var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Þórunn Scheving Thorsteinsson, og áttu þau eina dóttur, Hólmfríði. Önnur kona hans var Guðrún Jóna Thorsteinsson, og áttu þau tvær dætur, Ragnheiði Gyðu og Oddrúnu Völu. Þriðja kona hans var Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, og áttu þau eina dóttur, Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

Tilvísanir

Tenglar

Jón Múli Árnason: Íslenskur útvarps- og tónlistarmaður (1921-2002)   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

1. apríl1921200231. marsRíkisútvarpið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

DisturbedDreamWorks RecordsLýsingarhátturLandsbankinnÓlöglegir innflytjendur í BandaríkjunumDómsmálaráðuneyti BandaríkjannaHið heilaga gralÞór (norræn goðafræði)Halldór Benjamín ÞorbergssonSuður-KóreaSpænsku NiðurlöndMajorkaWiki FoundationÞorlákshöfnMarcello MastroianniHTML5Pálmi27. marsJökullVíti (í Öskju)GrábrókArnold SchwarzeneggerForsetakosningar á Íslandi 1996Forsetakosningar á Íslandi 200420. marsAlbert EinsteinBaldurEgilsstaðirListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiDVTitanic (kvikmynd frá 1997)LeikurÍtalía2015KántrítónlistLóndrangarFallbeygingIcesaveKnattspyrnufélag AkureyrarVilhjálmur Vilhjálmsson (söngvari)Íþróttabandalag AkranessPassíusálmarnirGuðmundar- og GeirfinnsmáliðWrocławLandRíkisstjórn ÍslandsGóaFreyjaKauphöllin í New YorkHarpa (tónlistar- og ráðstefnuhús)Hrafna-Flóki VilgerðarsonPáskarListi yfir forseta BandaríkjannaFlott (hljómsveit)Almennt brotAbu Bakr al-BaghdadiUmamiHáskóli ÍslandsGerlarEldgosið við Fagradalsfjall 2021KörfuknattleikurSingapúrBjörn (mannsnafn)NoregurAlfreð FinnbogasonBermúdaKvarsKárahnjúkavirkjunBláskógabyggðGísli Örn GarðarssonKínaLeitin (eldstöð)Frjáls hugbúnaðurLokiHjartaAleksej NavalnyjLangreyðurSiglufjörður🡆 More