Jarðskjálftinn Í Tyrklandi Og Sýrlandi 2023

37°10′26″N 37°01′55″A / 37.174°N 37.032°A / 37.174; 37.032

Jarðskjálftinn í Tyrklandi og Sýrlandi 2023
Skemmdir eftir jarðskjálftann í Diyarbakır
Skemmdir eftir jarðskjálftann í Diyarbakır
Dagsetning6. febrúar 2023, 01:17:35
Stærð7,8 Mw
Dýpt17,9km
Áhrifasvæði skjálftansTyrkland og Sýrland
MannsföllMeira en 59.000 látnir og meira en 120.000 slasaðir.
Jarðskjálftinn Í Tyrklandi Og Sýrlandi 2023

Aðfaranóttina 6. febrúar árið 2023 reið jarðskjálfti yfir suðurhluta Tyrklands sem olli gríðarlegum skemmdum og leiddi til margra þúsunda dauðsfalla. Skjálftarnir voru þeir stærstu sem hafa mælst í Tyrklandi frá árinu 1939 (Erzincan-jarðskjálftinn).

Jarðskjálftinn var 7,8 að stærð og átti upptök sín um 30 kílómetra frá borginni Gaziantep, nálægt landamærunum við Sýrland. Skjálftinn fannst einnig lengra inni í Sýrlandi og í Líbanon, um 500 kílómetrum frá upptökum hans. Eftirskjálftar fylgdu í kjölfar fyrsta skjálftans. Sá stærsti fannst um tólf klukkustundum eftir þann fyrsta og var um 7,7 að að stærð.

Skjálftarnir ollu mikilli eyðileggingu. Daginn eftir fyrsta skjálftann hafði Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni talist svo til að meira en 5.000 manns hefðu látist í Tyrklandi og Sýrlandi vegna skjálftanna. Búist var við því að enn fleiri, tugþúsundir hefðu látist. Björgunarstarf hófst til að ná fólki úr húsarústum á dögunum eftir skjálftana. Þúsundir byggingar höfðu hrunið í borgum og bæjum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og alls er talið að 23 milljónir manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af skjálftanum.

Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti lýsti yfir sjö daga þjóðarsorg vegna skjálftanna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin virkjaði neyðaráætlun og sendi sveitir til að aðstoða tyrknesk stjórnvöld að sinna heilsugæslu fyrir slasaða. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vann að því að samræma viðbrögð stofnana Sameinuðu þjóðanna og annara mannúðarsamtaka við að aðstoða fólk í Sýrlandi sem varð fyrir áhrifum af skjálftunum. Fjöldi fólks býr í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands vegna yfirstandandi átaka þar.

Viðbrögð SÞ sættu gagnrýni um óþarfa seinagang.

Ýmis lönd sendu aðstoð til Tyrklands til að hjálpa til við björgun og hjúkrun í kjölfar skjálftanna. Meðal annars sendi Ísland sérfræðinga frá Landsbjörgu til að létta undir með hjálparsveitunum.

Tilvísanir

Tags:

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MaríuerlaEfnaformúlaKnattspyrnaÁratugurÞrymskviðaLitla hryllingsbúðin (söngleikur)Listi yfir íslenska sjónvarpsþættiSmáríkiÍslenski fáninnSnæfellsnesKínaHTMLBaldurHvalfjörðurSamningurHafþyrnirFiann PaulErpur EyvindarsonTröllaskagiRjúpaFriðrik DórElísabet JökulsdóttirSankti PétursborgStella í orlofiJón Múli ÁrnasonHetjur Valhallar - ÞórKríaRagnar JónassonSýslur ÍslandsMannshvörf á ÍslandiRíkisstjórn ÍslandsBikarkeppni karla í knattspyrnuEgill EðvarðssonListi yfir lönd eftir mannfjöldaÁrnessýslaArnaldur IndriðasonListi yfir markahæstu og leikjahæstu knattspyrnumennAlfræðiritDraumur um NínuFrumtalaHarvey WeinsteinBerlínÁsgeir ÁsgeirssondzfvtHeyr, himna smiðurFyrsti vetrardagurÓlafur Ragnar GrímssonListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðKirkjugoðaveldiListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiHringadróttinssagaForsetakosningar á Íslandi 2016LundiFrakklandGeysirJóhann SvarfdælingurÓlafsfjörðurKristrún FrostadóttirÍslensk krónaKeflavík, íþrótta- og ungmennafélagHeiðlóaStari (fugl)BorðeyriHafnarfjörðurHelga ÞórisdóttirOkKatlaMæðradagurinnRagnar loðbrókHrafninn flýgurXXX RottweilerhundarJürgen KloppKleppsspítaliThe Moody BluesÞjórsáKristján Eldjárn🡆 More