Mæðradagurinn: Alþjóðlegur dagur til heiðurs mæðrum

Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra.

Dagurinn á sér þó ekki einn alþjóðlegan mánaðardag eða mánuð en oftast er haldið upp á hann í mars, apríl eða maí. Algengast er að þjóðir láti hann bera upp á annan sunnudag maímánaðar (8 – 14. maí) ár hvert. Þannig er það til dæmis á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Mæðradagurinn: Uppruni, Uppruni nútímamyndar dagsins, Heimildir
Móðir og dóttir með mæðradagskort

Það er þó ekki algilt. Í Noregi er mæðradagurinn til dæmis haldinn annan sunnudag í febrúar, á Bretlandi og Írlandi er hann fjórði sunnudagur í lönguföstu, í Arabalöndum er hann haldinn á jafndægri á vori (21. mars), á Spáni og í Portúgal er hann fyrsti sunnudagur í maí og í Frakklandi, Svíþjóð og víðar síðasti sunnudagur í maí.

Uppruni

Dagar helgaðir mæðrum og dýrkun mæðragyðja eru þekktir frá fornöld og mæðradýrkun tíðkaðist í Litlu-Asíu fyrir þúsundum ára. Þaðan barst hún til Grikklands og áfram til Rómaveldis. Með kristni þróaðist mæðradýrkunin yfir í dag til dýrðar Maríu guðsmóður og öðrum mæðrum og var sá dagur fjórði sunnudagur í lönguföstu.

Víða komst á sá siður að börn gæfu mæðrum sínum blóm eða gjöf þennan dag. Smátt og smátt dró þó úr því að þessi dagur væri haldinn hátíðlegur en hann viðhélst þó að einhverju leyti á Bretlandi og Írlandi. Hann var svo endurvakinn á 20. öld og rann þá saman við mæðradaginn sem þá hafði komist á í Bandaríkjunum og breiðst út þaðan en Bretar og Írar halda gömlu tímasetningunni á deginum.

Uppruni nútímamyndar dagsins

Dagurinn eins og hann er haldinn í dag er upprunninn í Bandaríkjunum árið 1907. Það var Anna Jarvis sem átti hugmyndina og árið 1914 tókst henni að fá opinbera viðurkenningu á deginum. Hann var fyrst haldinn á Íslandi 1934 á vegum mæðrastyrksnefndar. Fyrst var mæðradagurinn fjórða sunnudag í maí en svo einhvern sunnudag í maí. Að endingu var hann festur við annan sunnudag í maí árið 1980.

Heimildir

  • Árni Björnsson (2000). Saga daganna.

Tenglar

Tengt efni

Tags:

Mæðradagurinn UppruniMæðradagurinn Uppruni nútímamyndar dagsinsMæðradagurinn HeimildirMæðradagurinn TenglarMæðradagurinn Tengt efniMæðradagurinnAprílBandaríkinMarsMaíMóðirSunnudagurÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Grikkland hið fornaÍslandsbankiMúmínálfarnirÍslenski hesturinnHvalfjarðargöngAndlagKyn (málfræði)Stöð 2VatnRafmagnFramsóknarflokkurinnJörðinContra Costa-sýsla (Kaliforníu)Leifur heppniBloggKjarnorkuslysið í TsjernobylAkrafjallRíkisstjórnJón Gnarr25. apríl2024Listi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999HnúfubakurMeðalhæð manna eftir löndumRúmeníaÞjóðleikhúsiðHrefnaKaleoXXX RottweilerhundarBíllManntjónLögbundnir frídagar á ÍslandiSystem of a DownEva LongoriaGæsalappirÁfallið miklaTeboðið í BostonSynetaSigmundur Davíð GunnlaugssonHómer SimpsonEldgosKynfrumaGrundarfjörðurÓlafur Egill EgilssonHerkúles (kvikmynd frá 1997)Vetrarólympíuleikarnir 1988EsjaHólmavíkMyndhverfingÁhrifssögnEigindlegar rannsóknirÓðinnHáskóli ÍslandsDNAJúlíus CaesarGrindavíkListi yfir íslenska sjónvarpsþættiHvítasunnudagurWolfgang Amadeus MozartÍslenski fáninnJörundur hundadagakonungurJöklar á ÍslandiFeneyjatvíæringurinnRómverskir tölustafirAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Stefán MániSlóvenskaTruman CapoteSamyrkjubúskapurLjóðstafirSiðaskiptinStrom ThurmondListi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969Selfoss🡆 More