Múmínálfarnir: Skáldsagnapersónur eftir finnska höfundinn Tove Jansson

Múmínálfarnir (sænska: Mumintrollen) eru aðalpersónurnar í bókaröð og myndasögum eftir finnlandssænska rithöfundinn og myndlistarkonuna Tove Jansson, sem gefnar voru út á árunum 1945 til 1970.

Þær voru skrifaðar á sænsku og gefnar út fyrst að finnska bókaforlaginu Schildts Förlags Ab sem sérhæfir sig í útgáfu á sænsku í Finnlandi. Þær hafa verið þýddar á ein 43 tungumál og nokkrar þeirra þar á meðal á íslensku.

Múmínálfarnir: Skáldsagnapersónur eftir finnska höfundinn Tove Jansson
Nokkrar helstu persónurnar í sögunum um Múmínálfana talið frá vinstri: Snabbi, Snúður, Múmínpabbi, Múmínmamma, Múmínsnáðinn, Mimla, Morrinn, Snorkstelpan og Hattífattarnir.
Múmínálfarnir: Skáldsagnapersónur eftir finnska höfundinn Tove Jansson
Múmíhúsið í skemmtigarðinum, Múmínheimur í Naantali, Finnlandi.

Auk níu skáldsagna um Múmínálfana skrifaði Tove Jansson og myndskreytti fimm myndabækur, samdi teiknimyndasögur fyrir dagblöð með bróður sínum Lars Jansson sem birtust í enskum dagblöðum og lög innblásin af persónunum hafa verið gefin út. Einnig hafa verið gerðar teikni - og brúðumyndir fyrir sjónvarp um Múmínálfana, þær þekktustu í Póllandi og Japan auk teiknimynda í fullri lengd. Teiknimyndir um Múmínálfana hafa verið sýndar í íslenska Ríkissjónvarpinu nokkrum sinnum.

Skemmtigarðurinn Múmínheimur í Naantali í Finnlandi sem var opnaður árið 1993, er helgaður þeim, sem og safnið The Museum Moomin Valley í Tampere, en þar eru geymdar upprunalegar teikningar ásamt handunnum leirbrúðum Tove og öðru efni sem tengist Múmínálfunum og sögu þeirra.

Bækurnar fjalla um Múmínálfana og vini þeirra og nágranna í Múmíndal. Múmínálfarnir eiga heima í Múmínhúsinu, sem er há, blá, sívöl bygging. Þeir eru hvítir á litinn og minna á flóðhesta í útliti.

Bækur

Fyrsta sagan um múmínálfana hét Småtrollen och den stora översvämningen og kom út árið 1945. Fyrsta múmínálfabókin sem kom út á íslensku var Pípuhattur galdrakarlsins sem kom út árið 1968 í þýðingu Steinunnar S. Briem.

  • Småtrollen och den stora översvämningen (Litlu álfarnir og stóra flóðið) - 1945.
  • Kometjakten / Kometen kommer (Halastjarnan) - 1946/1968/2010.
  • Trollkarlens hatt (Pípuhattur galdrakarlsins) - 1948.
  • Muminpappans bravader / Muminpappans memoarer(Minningar Múmínpabba) - 1950.
  • Farlig midsommar (Örlaganóttin) - 1954.
  • Trollvinter (Vetrarundur í Múmíndal) - 1957.
  • Det osynliga barnet (Ósýnilega barnið og aðrar sögur) - 1969.
  • Pappan och havet (Eyjan hans Múmínpabba) - 1965.
  • Sent i November (Seint í nóvember) - 1970.

Sögupersónur

Listi yfir nokkrar sögupersónur í bókunum og teiknimyndunum um múmínálfana.

Tenglar

Tags:

FinnlandRithöfundurSænskaTove Jansson

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Hættir sagna í íslenskuGarðar SvavarssonEndaþarmurTúrbanliljaEva LongoriaKommúnismiListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaNorræna tímataliðSegulómunJörðinIngvar E. SigurðssonSkátafélög á ÍslandiTölfræðiLandsbankinnApríkósaKnattspyrna á ÍslandiKósovóNorðurland vestraIowaBjörn Ingi HrafnssonJón Jónsson (tónlistarmaður)ForngrískaSam WorthingtonMálsgreinJómsvíkinga sagaSveitarfélagið ÁrborgFæðukeðjaKirkja sjöunda dags aðventistaRíkharður DaðasonÞór (norræn goðafræði)Kristnitakan á ÍslandiGaleazzo CianoJöklar á ÍslandiG! FestivalSagnbeygingVatnsdeigGuðrún BjörnsdóttirTeboðið í BostonRíkisstjórn ÍslandsSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaEinar Már GuðmundssonNeskaupstaðurBjarni Benediktsson (f. 1970)Spænska veikinÍrski lýðveldisherinnVinstrihreyfingin – grænt framboðKennifall (málfræði)AkrafjallPedro 1. BrasilíukeisariBaldurUngverjalandGulrófaLandafræði FæreyjaSendiráð ÍslandsFritillaria przewalskiiJúanveldiðVatnajökullAlþingiIvar Lo-JohanssonBjörgvin HalldórssonBloggMenningFramfarahyggjaTakmarkað mengiKommúnistaflokkur KínaNærætaKartaflaSakharov-verðlauninÁsdís Rán GunnarsdóttirDavíð OddssonAðjúnktBørsenHvannadalshnjúkurListi yfir þjóðvegi á ÍslandiInternetið🡆 More