Stöð 2: Íslensk sjónvarpsstöð

Stöð 2 er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá því 9.

október">9. október 1986. Stöðin var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonar matvælafræðings og Hans Kristjáns Árnasonar hagfræðings. Valgerður Matthíasdóttir (Vala Matt) gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð stöðvarinnar frá upphafi. Í dag er Stöð 2 rekin af fyrirtækinu Sýn.

Stöð 2: Saga Stöðvar 2, Þættir í sýningu, Barnatíminn
Merki Stöðvar 2.

Saga Stöðvar 2

Nýju útvarpslögin 1986

Í stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi 13. júní 1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið.

Stofnun Stöðvar 2

Stöð 2 fór í loftið 9. október þetta sama ár sem áskriftarstöð með ruglaðri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs 1987 voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn, sem þótti fáheyrt.

Allar stöðvar verða Stöð 2

Margar systurstöðvar voru starfræktar undir sama fyrirtæki en árið 2008 voru þær allar sameinaðar undir nafn stöðvar 2, þannig varð íþrótta-stöðin Sýn að Stöð 2 Sport. Sirkus varð að Stöð 2 Extra og Fjölvarpið varð að Stöð 2 Fjölvarp aftur á móti hélt Stöð 2 Bíó sínu nafni.

Þættir í sýningu

Fréttatengt

  • Kvöldfréttir, öll kvöld klukkan 18:30.
  • Hádegisfréttir, alla daga klukkan 12:00 (Sendar út á Bylgjunni)
  • Ísland í dag, Umsjónarmenn þáttarins fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitík, menngingu og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir.
  • Ísland í bítið/Í bítið á Bylgjunni, eini morgunþátturinn í íslensku sjónvarpi. Frá kl. 6:50 til 9:00. Umsjónarmenn: Heimir, Solla og Þráinn.
  • Silfur Egils, sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. (Sýnt á RÚV)
  • Kompás, Vikulegur fréttaskýringaþáttur Fréttastofu Stöðvar 2, þriðjudaga klukkan 21:40.

Innlent

  • Sjálfstætt fólk, Jón Ársæll fylgist með daglegu lífi þekktra Íslendinga.
  • Logi í beinni, skemmtiþáttur þar sem Logi Bergmann fær góða gesti í spjall.
  • Í fínu formi, Hreystisæfingaþáttur, sýndur á virkum dögum.
  • Algjör Sveppi, barnaþáttur þar sem Sveppi sýnir skemmtilega takta - tók við af Afa.
  • Auddi og Sveppi, skemmtiþáttur þar sem allt er leyfilegt. Þátturinn var alltaf í opinni dagskrá.
  • Kynin Kljást, getraunaþáttur leikstýrt af Bryndis Schram og Bessi Bjarnason.
  • Viltu vinna miljón?, íslenskur spurningaþáttur byggður á sniði á "Who Wants to be a Millionaire?". Það var hýst af Þorsteinn J. og Jónasar R. Jónssonar.
  • Sjónvarpsmarkaðnum, gegnum sérstakan sjónvarpsþátt af Jói Fel.
  • Meistarinn, Spurningaþáttur. Umsjónarmaður: Logi Bergmann Eiðsson.
  • Svaraðu Strax, íslenskur spurningaleikur byggður á sniði á "Wheel of Fortune" og það var hýst af Bryndís Schram og Björn Karlsson.
  • Sjáðu, þáttur í umsjá Ásgeirs Kolbeins þar sem hann fer yfir það allra heitasta í bíóheiminum.
  • Sjónvarpsbingo, spurningakeppni í síma.
  • Ísland Got Talent, Raunveruleikaþáttur sem kept er um ýmsa hæfileika - íslenska útgáfan af Britain's Got Talent.
  • Imbakonfekt, ógleymanlegar uppákomur og frábær atriði úr Imbakassanum.
  • Stelpurnar, Gamanþáttur með stuttum sketsum þar sem stelpur eru í aðalhlutverki.
  • Tekinn, sjónvarpsþáttur í umsjón Auðunn Blöndal, í anda Punk'd sem gekk út á það að hrekkja frægt fólk.
  • Leitin að Strákunum, Þáttur sem leitað var að arftökum strákanna Sveppa, Audda og Péturs.
  • FC Nörd, íþróttagamanþáttur.
  • Næturvaktin, leikinn þáttur um þrjá menn sem vinna á bensínstöð.
  • Femin, dramaseríu.
  • Dagvaktin, framhald Næturvaktarinnar, þar sem þremenningarnir eru farnir að vinna í Hótel Bjarkarlundi með skemmtilegum afleiðingum.
  • Gnarrenburg, gamanspjallþáttur. Gestgjafi var Jón Gnarr og settist hann að í Gnarrenburg í framtíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-Þýskalandi.
  • Fangavaktin, þremenningarnir eru nú komnir á Hraunið vegna glæpa sem þeir frömdu í Dagvaktinni. Ýmsar nýjar persónur bætast við og lenda þeir félagar í ýmsum ævintýrum innan fangelsisveggjanna.
  • Askrifenda Klúbburinn, spjallþáttur.
  • Idol stjörnuleit, íslensk útgáfa raunveruleikaþáttarins American Idol. Kynnar voru Simmi og Jói en í dómarasætunum sátu m.a. Þorvaldur Bjarni, Sigga Beinteins, Bubbi Morthens, Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur.
  • Visa Sport, íþróttafréttaþáttur.
  • Búbbarnir, Fyrstu íslensku brúðuþættirnir.
  • Strákarnir, fjölbreyttur gamanþáttur í umsjón Audda, Sveppa, Péturs Jóhanns, Gunna Samloku, Atla og Ofur-Huga.
  • X-Factor, sönghæfileikakeppni þar sem eintaklingar jafnt sem hópar fá að spreyta sig. Kynnir var Halla Vilhjálmsdóttir og dómarar voru Páll Óskar Hjálmtýsson, Einar Bárðarson, Ellý úr Q4U.
  • Einu sinni var, þáttur þar sem ýmsir fréttnæmir atburðir Íslandssögunnar, stórir eða smáir, eru teknir til frekari skoðunar. Mörgum spurningum um menn og málefni er enn ósvarað en hér er varpað ljósi á það sem aldrei var skýrt til fullnustu. Hverjar voru afleiðingarnar og hvað gerðist í framhaldinu. Umsjónarmaður: Eva María Jónsdóttir.
  • Eldsnöggt með Jóa Fel, bakarameistarinn Jói Fel sýnir listir sínar í eldhúsinu og fær góða gesti í mat.
  • Pressa, fyrsta íslenska spennuþáttaröð Stöðvar 2. Þátturinn sem er í sex hlutum er eftir þá Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson og var auk þeirra skrifaður af vinsælum glæpasagnahöfundum þjóðarinnar, Yrsu Sigurðardóttur, Ævari Erni Jósepssyni, Árna Þórarinssyni og Páli Kristni Pálssyni.
  • Hæðin, hönnunarþáttur í umsjón Gulla Helga þar sem þrjú pör fengu að hanna heimili í sínum eigin stíl.
  • Með Afa, barnaþáttur í umsjón Afa (Örn Árnason).
  • Bandið hans Bubba, einn stærsti viðburður Stöðvar 2 árið 2008. Bubbi Morthens lagði allt undir í leit að sannri rokkstjörnu framtíðarinnar, einhverjum sem söng á íslensku, fyrir íslenska rokkþjóð. Þátturinn var í beinni útsendingu og einn keppandi féll úr leik hverju sinni, þar til eftir stóð nýr söngvari fyrir Bandið hans Bubba.
  • Fóstbræður, stutt sjálfstæð grínatriði í þáttum með Jóni Gnarr, Sigurjón Kjartanssyni, Helgu Braga, Hilmi Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlingssyni.
  • Heilsubælið eða heilsubælið í gervahverfi er íslenskur grínþáttur sem gerist á sjúkrahúsi.

Barnatíminn

Barnatíminn er fastur liður Stöðvar 2. Alla virka daga hefst hann klukkan 16:00 og endar 17:30. Hann er líka sýndur um helgar frá 07:00 til 12:00. Á helgidögum er líka sýndur barnatími þegar börnin borða páskaeggin sín eða bíða eftir jólum. Einkennismerki barnatímans er hoppandi grænn fugl sem kynnir næsta þátt. Einnig sjást bregða fyrir kettir og fleiri dýr þegar þátturinn er kynnntur. Barnatími Stöðvar 2 sýnir bæði þætti fyrir þau yngstu og þau eldri börnin.

Tengill

Tags:

Stöð 2 Saga Stöðvar 2Stöð 2 Þættir í sýninguStöð 2 BarnatíminnStöð 2 TengillStöð 219869. októberDagskrárgerðHagfræðiMatvælafræðiSjónvarpsstöðSýn (fyrirtæki)Ísland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Bæjarins beztu pylsurListi yfir íslenska tónlistarmennHarpa (mánuður)Gunnar Helgi KristinssonÁramótaskaup 2016SkíðastökkÍrakAkranesSongveldiðListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999SkammstöfunForsetakosningar á Íslandi 1968Bikarkeppni karla í knattspyrnuAlþingiTaekwondoÞjóðernishyggjaLögin úr söngleiknum Deleríum BúbónisNafnorðListi yfir persónur í NjáluÞorvaldur ÞorsteinssonSýndareinkanetmoew8Eigindlegar rannsóknirÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaKentuckySelfossGossip Girl (1. þáttaröð)JúgóslavíaKári StefánssonKatrín JakobsdóttirRauðsokkahreyfinginXboxHöskuldur ÞráinssonMengiHjálpHalla Hrund LogadóttirLandsbankinnReykjavíkJón Jónsson (tónlistarmaður)SkákVífilsstaðavatnBleikhnötturGrænlandIcesaveBríet BjarnhéðinsdóttirJörðinRauðhólarListi yfir íslensk mannanöfnCarles PuigdemontSeljalandsfossSporger ferillEndurnýjanleg orkaSjálfsofnæmissjúkdómurSúrefniÍslendingasögurAuðunn BlöndalJón GnarrSamtengingXHTMLGeithálsFjallagórillaKelsosÁbendingarfornafnFlatarmálVeðurFinnlandMorgunblaðiðSigurður Ingi JóhannssonFimleikafélag HafnarfjarðarDanmörkGuðrún BjörnsdóttirVatnajökullEkvadorArnar Þór Jónsson🡆 More