Jarðskjálftakvarðar

Jarðskjálftakvarðar eru notaðir til að mæla styrk jarðskjálfta.

Mælingin byggir vanalega á jarðskjálftabylgjum sem jarðskjálftamælir nemur. Ekki er alltaf hægt að nota sama kvarða fyrir alla skjálfta þar sem mismunandi er hvaða upplýsingar er hægt að nema og tilgangur mælingarinnar getur verið breytilegur.

Jarðskjálftakvarðar
Jarðskjálftamælir.

Richterskvarðinn

Jarðskjálftakvarðar 
Charles Richter

Richterskvarðinn (ML) var fyrsti kvarðinn sem þróaður var til að mæla jarðskjálfta. Charles Richter bjó hann til árið 1935. Richter kom á tveimur venjum sem aðrir skalar myndu síðar fylgja:

  • Kvarðinn er lograkvarði, sem þýðir að hækkun um einn á kvarðanum þýðir í raun tífalda hækkun. Tíföld hækkun í sveifluvídd jarðskjálftabylgju jafnast svo á við næstum 32-falda hækkun í styrk jarðskjálftans.
  • Núllpúnktur kvarðans er sá punktur þar sem jarðskjálfti í 100 km fjarlægð færir haus jarðskjálftamælisins aðeins 0,001 mm.

Richterskvarðinn mælir mestu sveifluvídd jarðskjálftabylgjunnar en gerir ekki greinarmun á hinum mismunandi jarðskjálftabylgjum. Þess vegna vanmetur kvarðinn jarðskjálfta sem eru langt í burtu, djúpir, eða mjög sterkir (yfir 7 stig).

Vegna þessara galla er Richterskvarðinn ekki lengur notaður, en þó er algengt að fjölmiðlar noti „Richter“ þó að yfirborðsbylgju- eða vægisstærðarkvarðinn hafi verið notaður.

Rúmbylgjukvarðinn

Rúmbylgjukvarðinn (mB) mælir rúmbylgjur, þær ferðast beint í gegnum berg. Rúmbylgjur skiptast í frumbárur (ferðast hratt) og síðbárur (ferðast hægar, komast ekki í gegnum bráðinn ytri kjarna jarðarinnar).

Yfirborðsbylgjukvarðinn

Yfirborðsbylgjukvarðinn (Ms) mælir bara yfirborðsbylgjur í jörðinni. Hann hentar til að mæla grunna jarðskjálfta.

Vægisstærðarkvarðinn

Vægisstærðarkvarðinn (Mw) mælir vægisstærð, það hversu mikla aflfræðilega vinnu skjálftinn innir af hendi þegar einn fleki færist fram hjá öðrum. Þessi kvarði er sá besti til að mæla stóra skjálfta og sá sem hentar best til að bera saman mismunandi skjálfta.

Dæmi

  • Jarðskjálftinn 29. maí 2008 var um 6,3 stig á Mw.
  • Suðurlandsskjálftinn þann 17. júní árið 2000 var um 6,6 á Ms.
  • Suðurlandsskjálftinn þann 21. júní árið 2000 var um 6,6 að stærð á Ms.
  • Suðurlandsskjálftinn árið 1912 var um 7,0 að stærð á Ms.

Tilvísanir

Jarðskjálftakvarðar   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Jarðskjálftakvarðar RichterskvarðinnJarðskjálftakvarðar RúmbylgjukvarðinnJarðskjálftakvarðar YfirborðsbylgjukvarðinnJarðskjálftakvarðar VægisstærðarkvarðinnJarðskjálftakvarðar DæmiJarðskjálftakvarðar TilvísanirJarðskjálftakvarðarJarðskjálftamælirJarðskjálfti

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

VöðviZHlutabréfHöfðaborginAustarKim Jong-un18 KonurDavíð OddssonVatnBöðvar GuðmundssonHallgrímur PéturssonPortúgalBútanÍslandsbanki28. marsTölfræðiListi yfir Noregskonunga1995ABBAAuðunn BlöndalSverrir Þór SverrissonAron Einar GunnarssonÍsraelFjarðabyggðHávamálAnthony C. GraylingTyrkjarániðÍslamÍsbjörnDrekkingarhylurÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaFjármál2000JökullHvítfuraUmmálLýðræðiListi yfir íslenskar hljómsveitirHagfræðiSíberíaKváradagurHelförinWilliam ShakespeareFjalla-EyvindurAsmaraNafnorðDjöflaeyjaSaga GarðarsdóttirDrangajökullBerkjubólgaVerzlunarskóli ÍslandsSúnníArsenRagnarökGylfaginningHandboltiKristniFanganýlendaKvenréttindi á ÍslandiVerg landsframleiðslaIndlandOrkaFermetriÓlafur SkúlasonErpur EyvindarsonAuður Eir VilhjálmsdóttirFugl1963ÍslendingabókEdda FalakBerlínarmúrinnPElly VilhjálmsLandsbankinnÞingkosningar í Bretlandi 2010Jón GnarrViðreisn🡆 More