8. Apríl: Dagsetning

8.

MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar

apríl er 98. dagur ársins (99. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 267 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 217 - Caracalla var myrtur af hermönnum sínum við Edessa. Foringi Pretóríuvarðarins, Marcus Opellius Macrinus, lýsti sig keisara.
  • 1571 - Guðbrandur Þorláksson var vígður biskup á Hólum, 29 ára gamall. Hann gegndi embættinu í 56 ár.
  • 1609 - Shimazu Yoshihiro hóf að leggja Ryūkyū-eyjar undir lénið Satsuma í Japan.
  • 1663 - Theatre Royal, Drury Lane opnaði með nýrri uppfærslu á Gamansama liðsforingjanum eftir John Fletcher.
  • 1703 - Manntal var tekið á Íslandi um þetta leyti ársins. Þetta manntal var fyrsta manntal heims sem náði til heillar þjóðar.
  • 1742 - Óratorían Messías eftir Georg Friedrich Händel var frumflutt í Dyflinni á Írlandi.
  • 1783 - Krímkanatið var innlimað í Rússneska keisaradæmið.
  • 1838 - Áætlunarsiglingar með gufuskipum hófust á milli Bristol í Englandi og New York í Bandaríkjunum. Það var gufuskipið Great Western sem fór fyrstu ferðina.
  • 1898 - Kristján konungur 9. varð áttræður og var af því tilefni haldin stórveisla í Reykjavík samkvæmt Árbókum Reykjavíkur.
  • 1924 - Sharia-dómstólar eru bannaðir í Tyrklandi sem hluti af umbótum stjórnar Kemal Atatürk.
  • 1947 - Síðustu bandarísku hermennirnir sem staðsettir voru á Íslandi í Síðari heimsstyrjöld yfirgáfu landið með herflutningaskipinu Edmund B. Alexander.
  • 1957 - 49 punda stórlax veiddist í þorskanet við Grímsey. Þetta var stærsti lax sem menn vissu til að veiðst hefði við Ísland.
  • 1970 - 79 létust í gassprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Ósaka í Japan.
  • 1977 - Fyrsta hljómplata bresku hljómsveitarinnar The Clash kom út.
  • 1978 - Leikskólinn Furugrund hóf starfsemi í Kópavogi.
  • 1989 - Bónus opnaði fyrstu verslun sína við Skútuvog í Reykjavík.
  • 1990 - Fyrsti þáttur Tvídranga (Twin Peaks) var sendur út á ABC í Bandaríkjunum.
  • 1990 - Birendra af Nepal aflétti banni við stjórnarandstöðuflokkum í Nepal eftir mikil mótmæli.
  • 1991 - Gítarleikari norsku svartmálmshljómsveitarinnar Mayhem, Øystein Aarseth, kom að söngvara hljómsveitarinnar Per Yngve Ohlin sem hafði framið sjálfsmorð. Aarseth tók ljósmynd af líkinu sem var notuð á umslag bootleg-plötunnar Dawn of the Black Hearts fjórum árum síðar.

Fædd

Dáin

Tags:

Gregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SvartfuglarBotnssúlurForsetakosningar á Íslandi 1980AlaskaKári SölmundarsonBleikjaListi yfir skammstafanir í íslenskuLandsbankinnMoskvaVatnajökullLofsöngurFæreyjarJóhannes Sveinsson KjarvalNúmeraplataFallbeygingKváradagurSjávarföllBjarkey GunnarsdóttirSam HarrisÁstralíaEllen KristjánsdóttirdzfvtFylki BandaríkjannaKnattspyrnufélagið VíkingurNorræna tímataliðParísMosfellsbærStöng (bær)Egill EðvarðssonGeysirPétur Einarsson (flugmálastjóri)MiltaKristján EldjárnSæmundur fróði SigfússonFuglAlþingiskosningar 2021RíkisútvarpiðPylsaWayback MachineViðskiptablaðiðOrkustofnunKeila (rúmfræði)PáskarJava (forritunarmál)Mannshvörf á ÍslandiÝlirÓfærufossKjartan Ólafsson (Laxdælu)Fyrsti maíGaldurÍtalíaBreiðholtEvrópaSjómannadagurinnCarles PuigdemontLakagígarHeiðlóaBúdapestHarry S. TrumanUngfrú ÍslandSauðféBesta deild karlaListi yfir íslensk skáld og rithöfundaÍslendingasögurRagnar loðbrókEl NiñoBreiðdalsvíkEinar BenediktssonHTMLDóri DNAKnattspyrnaDropastrildiListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaAlþingiskosningar 2009Neskaupstaður🡆 More