1. Apríl: Dagsetning

1.

MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar

apríl er 91. dagur ársins (92. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 274 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1240 - Hákon ungi Hákonarson var krýndur meðkonungur föður síns í Noregi.
  • 1340 - Niels Ebbesen drap Geirharð 3. hertoga af Holtsetalandi í Randers.
  • 1605 - Alessandro Ottaviano de'Medici varð Leó 11. páfi.
  • 1621 - Íbúar Plymouth-nýlendunnar gerðu sinn fyrsta samning við indíána.
  • 1807 - Trampe stiftamtmaður setti reglugerð um brunavarnir í Reykjavík. Bannað var að reykja pípu innanhúss og nálægt eldfimum efnum.
  • 1855 - Einkaréttur Dana til verslunar á Íslandi var aflagður og máttu Íslendingar eftir það versla við allar þjóðir.
  • 1867 - Fyrsta nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík, Bandamannafélagið, var stofnað.
  • 1871 - Fjárhagur Íslands og Danmerkur var aðskilinn og íslensk króna varð til.
  • 1873 - Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. Hann var áður stiftamtmaður en síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn.
  • 1891 - Wrigley-fyrirtækið var stofnað í Chicago í Bandaríkjunum.
  • 1896 - Álafoss hóf ullarvinnslu.
  • 1924 - Adolf Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku sína í valdaránstilraun í München árið 1923. Hann sat þó aðeins inni í níu mánuði.
  • 1936 - Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi.
  • 1955 - Hátíðahöld til að minnast aldarafmælis frjálsrar verslunar fóru fram á Íslandi.
  • 1955 - Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. Slíkur fundur varð ekki á dagskrá fyrr en 31 og hálfu ári síðar, 10. október 1986.
  • 1965 - Stór-Lundúnasvæðið var formlega skipulagt sem sýsla á Englandi.
  • 1970 - Richard Nixon undirritaði Public Health Cigarette Smoking Act sem bannaði sígarettuauglýsingar í sjónvarpi.
  • 1976 - Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Ronald Wayne.
  • 1976 - Postverk Føroya tók við póstþjónustu í Færeyjum af Post- og Telegrafvæsnet.
  • 1976 - Opinbera lestarfyrirtækið Conrail var stofnað í Bandaríkjunum til að taka við rekstri 13 gjaldþrota járnbrauta.
  • 1979 - Barnastöðin Pinwheel Network breytti nafni sínu í Nickleodeon og hóf útsendingar á ýmsum kapalkerfum Warner.
  • 1979 - Austurrískir lögreglumenn handtóku lærlinginn Andreas Mihavecz, lokuðu hann inni í fangaklefa og gleymdu honum svo. Hann fannst aftur fyrir tilviljun 17 dögum síðar og hafði lifað af með því að sleikja raka af veggjum klefans.
  • 1981 - Íslenska hljómsveitin Grýlurnar var stofnuð.
  • 1981 - Sumartími var tekinn upp í Sovétríkjunum.
  • 1984 - Marvin Gaye, söngvari, var skotinn til bana af föður sínum.
  • 1984 - Kringvarp Føroya hóf útsendingar.
  • 1986 - Sector Kanda: Kommúnistar í Nepal reyndu valdarán með því að ráðast á lögreglustöðvar í Katmandú.
  • 1987 - Taílensk-austurríski orkudrykkurinn Red Bull kom á markað í Austurríki.
  • 1990 - Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur vou sameinaðir undir merkjum Seyðsfjarðarkaupstaðar.
  • 1991 - Bandaríska sjónvarpsstöðin Comedy Central hóf göngu sína í kapalkerfi.
  • 1992 - Blóðbaðið í Bijeljina hófst þegar vopnaðir serbneskir hópar hófu að myrða óbreytta borgara í Bijeljina í Bosníu.
  • 1995 - Dialog Telekom hóf rekstur fyrsta GSM-nets Srí Lanka.
  • 1996 - Sveitarfélagið Halifax var myndað úr fjórum eldri sveitarfélögum.
  • 1997 - Hale-Bopp-halastjarnan náði sólnánd.
  • 1997 - Teiknimyndaþættirnir Pokémon hófu göngu sína á TV Tokyo.
  • 1997 - Borgarhverfið Užupis í Vilnius lýsti yfir sjálfstæði sem „lýðveldið Užupis“.
  • 1998 - Vefmiðillinn Vísir stofnaður.
  • 1999 - Kanadíska fylkið Nunavut varð til úr austurhluta Norðvesturhéraðanna.
  • 2000 - Siglingamiðstöðin Weymouth and Portland National Sailing Academy var opnuð.
  • 2001 - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
  • 2001 - Flugslysið á Hainan: Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.

Fædd

Dáin

Hefðir

Heimildir

Tags:

1. Apríl Atburðir1. Apríl Fædd1. Apríl Dáin1. Apríl Hefðir1. Apríl Heimildir1. AprílGregoríska tímataliðHlaupárSólarhringurÁr

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

UmhverfisáhrifInnrás Rússa í Úkraínu 2022–AkrafjallMyndmálLeikurFylkiðDagur jarðarMannakornVerg landsframleiðslaKnattspyrnufélagið VíkingurEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Kommúnistaflokkur KínaLaddiLæsiGrikklandNiklas LuhmannValdaránið í Brasilíu 1964SelfossEgilsstaðirDelawareBjörk GuðmundsdóttirSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2024MenningHeimspekiLettneskaÍsafjörðurPrins PólóVerðbréfKárahnjúkavirkjunJapanArnar Þór JónssonHörÆgishjálmurKnattspyrnufélag ReykjavíkurSúrefnismettunarmælingSnertillPatreksfjörðurMediaWikiBradford-kvarðinnUnuhúsBelgíaJón Daði BöðvarssonHáskólinn í ReykjavíkJúanveldiðÍbúar á ÍslandiRímÍslandsbankiAlþýðuflokkurinnListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Galeazzo CianoIngólfur ArnarsonEldfjöll ÍslandsPanamaskjölinLitáískaViðeyLýsingarorðSætistalaHandboltiLandnámsmenn á ÍslandiAristótelesListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaEldgosið við Fagradalsfjall 2021ÁbrystirJón Jónsson (tónlistarmaður)PíratarListi yfir úrslit MORFÍSSíminnFramsóknarflokkurinnÓmar RagnarssonGeirfuglÓlafur Egill EgilssonDag HammarskjöldListi yfir þjóðvegi á ÍslandiKirkjubæjarklausturSameindUrriðiSterk beygingListi yfir íslenska myndlistarmenn🡆 More