Silki

Silki er ofið náttúrulegt efni.

Það er meðal annars unnið úr þráðum silkiormsins. Silkivegurinn er söguleg verslunarleið í Mið-Asíu.

Silki
Silkiþræðir spunnir úr púpum í Tyrklandi.

Ýmis smádýr af fylkingu liðdýra eins og kóngulær og nokkrir ættbálkar skordýra framleiða silki, ýmist sem fullorðin dýr eða á lirfustigi, en mórberjasilkifiðrildið er sú tegund sem helst býr til silki sem menn geta nýtt sér. Lirfa fiðrildisins framleiðir silkið í púpu sína. Hún breytir laufum mórberjatrésins í límkennda froðu sem verður að þræði þegar það kemur úr munni lirfunnar. Úr þessum hárfína þræði býr lirfan svo til púpu. Hægt er að fá þrjár gerðir af silki úr púpunum. Hespusilki eru löngu þræðirnir yst á púpunni og eru þeir um 1000-1500 m langir. Schappelsilki er unnið úr því sem eftir er af púpunni og eru þeir þræðir aðeins 5-30 cm. Hrásilki er svo unnið úr leifum þeirrar vinnslu og eru þeir þræðir styttri en 5 cm.

Eiginleikar silkisins

Silkiþráður er eitt af sterkustu efnum heims miðað við þyngd og það er einnig sveigjanlegt og togsterkt. Silki er mjúkt í að taka og vel einangrandi. Ef silki fær rétta umhirðu hleypur það ekki í þvotti. Ómeðhöndlað silki missir gljáa og góða eiginleika við sólarljós. Það krumpast minna en bómull en meira en ull. Flest silkiefni þola vélþvott á stilingu fyrir viðkvæman þvott en þola ekki þurrkara. Silki er ekki mjög slitsterkt, það rafmagnast auðveldlega og er mölsækið. Efnafræðilega er þráðurinn samsettur úr löngum amínósýrusameindum, mjög svo svipuðum keratíni, en það er efni sem til dæmis er í hári, fjöðrum og nöglum ýmissa annarra dýra.

Listi yfir nokkrar villtar tegundir silkiorma

  • Antheraea assamensis (Helfer, 1837) – frá Assam. Svonefnt Muga-silki. Var einungis í boði fyrir höfðingjaættir í Assam í 600 ár.
  • Antheraea paphia (Linnaeus, 1758) – "tasar" silkiormur.
  • Antheraea pernyi (Guénerin-Méneville, 1855) – "Chinese tussah moth". Litur og gæði silkisins fer eftir veðurfari og jarðvegi.
  • Antheraea polyphemus – Norður Amerískt fiðrildi.
  • Antheraea yamamai (Guénerin-Méneville, 1861) – tensan silkifiðrildi (天蚕). Hefur verið ræktað í Japan í 1000 ár. Silkið er hvítt, sterkt og teygjanlegt, en tekur lítiið lit. Það er nú sjaldgæft og dýrt.
  • Anisota senatoria (J. E. Smith, 1797) – "Orange-tipped oakworm moth" frá Norður-Ameríku.
  • Automeris io (Fabricius, 1775) – Norður Amerískt fiðrildi.
  • Bombyx mandarina (Moore) – Hugsanlega villt tegund B. mori.
  • Bombyx sinensis – frá Kína. Algengt en smáar púpur.
  • Borocera cajani – Malagasy silkiormur
  • Callosamia promethea – Norður Amerískt fiðrildi.
  • Euchiera socialis – Madrone fiðrildi frá Mið Ameríku. Myndar stór silkikennd hreiður sem voru notuð í pappírslíkt efni á tímum Moctezuma II, og hafa síðar verið spunnin.
  • Eutachyptera psidii – frá Mið Ameríku (einnig þekkt sem Gloveria psidii ). Nýtt svipað og Euchiera socialis hér fyrir ofan.
  • Gonometa postica Walker – frá Kalahari svæðinu.
  • Gonometa rufobrunnea Aurivillius. Frá Suður-Afríku.
  • Hyalophora cecropia – Norður Amerískt fiðrildi. Gæði silkisins fara eftir fæðutegundinni.
  • Pachypasa otus – Frá Vestur-Miðjarðarhafssvæðisins.
  • Samia cynthia (Drury, 1773) – Ailanthus silkifiðrildið frá Kína.
Silki 
Wikibækur eru með efni sem tengist
Silki   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Heimildir

Tags:

Mið-AsíaSilkiormurSilkivegurinnVerslunarleið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MadeiraeyjarVigdís FinnbogadóttirForseti ÍslandsSeljalandsfossFramsóknarflokkurinnMegindlegar rannsóknirKristján 7.ÞingvallavatnBesta handrit á Kvikmyndahátíðinni í CannesGísla saga SúrssonarFuglafjörðurEfnafræðiÍslandHljómskálagarðurinnRjúpaRagnar loðbrókGylfi Þór SigurðssonKúlaIkíngutStórmeistari (skák)Fyrsti maíReynir Örn LeóssonEgill EðvarðssonSandra BullockBaltasar KormákurEvrópska efnahagssvæðiðMatthías JohannessenKnattspyrnufélagið HaukarBjarkey GunnarsdóttirEiríkur Ingi JóhannssonSvavar Pétur EysteinssonHalla TómasdóttirSnæfellsnesKötturSkuldabréfJohn F. KennedyDagur B. EggertssonTyrklandForsetningÁrnessýslaFallbeygingLýðstjórnarlýðveldið KongóListi yfir lönd eftir mannfjöldaMaríuhöfn (Hálsnesi)MoskvaSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022Bríet HéðinsdóttirEiður Smári GuðjohnsenForsetakosningar á Íslandi 2024MiðjarðarhafiðForsetakosningar á Íslandi 2020PortúgalOrkumálastjóriNúmeraplataKynþáttahaturGamelanStefán Karl StefánssonÓlafsfjörðurHelsingiKristrún FrostadóttirHvítasunnudagurEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Pálmi GunnarssonKartaflaSönn íslensk sakamálKalkofnsvegurHrafninn flýgurSvartfjallalandVladímír PútínStúdentauppreisnin í París 1968HeilkjörnungarGunnar HámundarsonSjómannadagurinnPóllandMynsturNorður-Írland🡆 More