Rosa Parks

Rosa Lee Louise McCauley Parks (4.

febrúar">4. febrúar 191324. október 2005) var fátæk bandarísk blökkukona og aðgerðasinni sem barðist fyrir mannréttindum og afnámi aðskilnaðar milli hvítra og svartra.

Rosa Parks
Rosa Parks

Rosa Parks er þekkt fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í bænum Montgomery í Alabama fimmtudaginn 1. desember árið 1955. Á þeim tíma voru fremstu bekkirnir í strætisvögnum í Montgomery ætlaðir hvítum og ef þeir fylltust þá urðu svartir farþegar að færa sig aftar. Rosa Parks var handtekin og ákærð fyrir tiltækið og dæmd til að greiða sekt, en þessi borgaralega óhlýðni hratt af stað mótmælaöldu þar sem blökkumenn sniðgengu strætisvagna í Montgomery. Mótmælin báru árangur og í þeim reis Martin Luther King, einn af skipuleggjendum þeirra til forustu í mannréttindabaráttu blökkumanna. Árið 1999 hlaut Rosa Parks heiðursorðu Bandaríkjaþings (e.Congressional Gold Medal of Honor), en það er mesti heiður, sem fallið getur almennum Bandaríkjamanni í skaut.

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Rosa Parks“ á ensku útgáfu Wiki. Sótt 1. desember 2005.

  • „Civil Rights Leader Dies“. Sótt 1. desember 2005.

Tags:

1913200524. október4. febrúarAðgerðasinniMannréttindiSvartir Bandaríkjamenn

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Höskuldur ÞráinssonKrímskagiJurtLeviathanSamfélagsmiðillGrísk goðafræðiÞjóðhátíð í VestmannaeyjumÁramótaskaup 2016Orkuveita ReykjavíkurRúmeníaJósef StalínMannakornSporvalaÍslendingasögurArnaldur IndriðasonListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaAkureyriHagstofa ÍslandsListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðGrikklandÞróunarkenning DarwinsTakmarkað mengiMatarsódiHalla TómasdóttirGuðni Th. JóhannessonMyglaGamli sáttmáliJörðinVíetnamstríðiðFranska byltinginMoskvaHvíta-RússlandJakob Frímann MagnússonBerlínarmúrinnÍslenski þjóðbúningurinnSkuldabréfBlaðamennskaSiðaskiptinVigdís FinnbogadóttirFjárhættuspilÓlafur Ragnar GrímssonBikarkeppni karla í knattspyrnuME-sjúkdómurHildur HákonardóttirEvrópaVetrarólympíuleikarnir 1988Forsetakosningar á Íslandi 2020Íslenski hesturinnKeilirFiskurBarnavinafélagið SumargjöfVatnsdeigStefán HilmarssonCharles DarwinÁbendingarfornafnLeikurKviðdómurListi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög á ÍslandiIvar Lo-JohanssonEinar Sigurðsson í EydölumFyrsti vetrardagurNjáll ÞorgeirssonSkálholtHalldór LaxnessVesturbær ReykjavíkurRóbert WessmanHeiðar GuðjónssonBoðhátturBesta deild karlaJarðfræði ÍslandsRagnarökFrakklandAlþingiskosningarAusturríkiHringrás vatnsListi yfir íslensk mannanöfn🡆 More