Vesturbær Reykjavíkur: Hverfi í Reykjavík

64°08′30″N 21°57′18″V / 64.14167°N 21.95500°V / 64.14167; -21.95500

Vesturbær Reykjavíkur: Hverfi í Reykjavík
Ægisíða í Vesturbæ Reykjavíkur.

Vesturbær er hverfi í Reykjavík. Til hverfisins teljast Gamli Vesturbærinn, Bráðræðisholt , Grandahverfi, Hagahverfi, Melar, Skjól, Grímsstaðaholt, Skildinganes og Litli Skerjafjörður.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er í gamla húsnæði Landsbankans að Laugavegi 77. Í Vesturbænum er Háskóli Íslands og fimm grunnskólar: Melaskóli, Hagaskóli, Landakotsskóli, Vesturbæjarskóli og Grandaskóli. Íþróttafélagið KR er með íþróttahús og völl við Frostaskjól í Vesturbænum og tengist hverfinu sérstaklega.

Hringbraut skiptir hverfinu í tvennt. Norðan megin er Landakot með hinni kaþólsku Kristskirkju og Landakotsspítala. Þar er líka Grjótaþorpið þar sem er að finna nokkur elstu hús borgarinnar vestan megin við Kvosina. Fyrir norðan Vesturbæinn er Vesturhöfnin í Reykjavíkurhöfn með Grandagarði og Örfirisey. Fyrir utan Grandagarð eru Hólmasund og Hólmasker milli grandans og Akureyjar.

Sunnan megin við Hringbrautina eru Melarnir þar sem standa mörg af húsum háskólans og handan við þau stúdentagarðar og flugstöðin fyrir Reykjavíkurflugvöll sem skilur milli Skildinganess (Stóra Skerjafjarðar) vestan megin og Litla Skerjafjarðar austan megin. Ströndin sem liggur að Skerjafirði norðan við Skildinganesið heitir Ægisíða. Þar voru áður trillukarlar með aðstöðu í skúrum.

Íbúar Vesturbæjar (sunnan og norðan Hringbrautar) voru 17.161 árið 2023.

Formleg afmörkun

Vesturbær Reykjavíkur: Hverfi í Reykjavík 
Kort sem sýnir afmörkun Vesturbæjar.

Í austur markast hverfið af Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Sæmundargötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, að Skeljanesi og þaðan í sjó.

Samkvæmt þessu er Grjótaþorpið ekki hluti Vesturbæjar, heldur Miðborgar.

Tilvísanir

Vesturbær Reykjavíkur: Hverfi í Reykjavík   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

1974Merki ReykjavíkurborgarFyrsti vetrardagurNafnhátturMerik TadrosBenito MussoliniBríet HéðinsdóttirEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024Magnús EiríkssonHTMLÓnæmiskerfiKirkjugoðaveldiMadeiraeyjarHallgrímur PéturssonRauðisandurNellikubyltinginBrennu-Njáls sagaJónas HallgrímssonMargit SandemoPálmi GunnarssonLýðstjórnarlýðveldið KongóKötturMoskvaGuðni Th. JóhannessonKínaPragGarðabærSvavar Pétur EysteinssonÞorskastríðinLeikurLaufey Lín JónsdóttirTjörn í SvarfaðardalAftökur á ÍslandiHarpa (mánuður)DanmörkNoregurVafrakakaBikarkeppni karla í knattspyrnuSmokkfiskarUnuhúsKýpurKjördæmi ÍslandsAlbert Guðmundsson (fæddur 1997)Patricia HearstMarie AntoinetteWayback MachineSandgerðiIndónesíaJapanSameinuðu þjóðirnarFjaðureikFáskrúðsfjörðurHektariKeflavíkHetjur Valhallar - ÞórBjarnarfjörðurTómas A. TómassonKnattspyrnudeild ÞróttarSjávarföllSamningurFornafnStefán MániHarvey WeinsteinBrúðkaupsafmæliAlþingiskosningar 20092020ÓfærðRétttrúnaðarkirkjanSauðárkrókurLakagígarMyndlista- og handíðaskóli ÍslandsKrónan (verslun)TikTokBandaríkinSkúli Magnússon🡆 More