Cooks-Eyjar

Cooks-eyjar eru eyríki í Suður-Kyrrahafi, með sjálfstjórn en í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland.

Eyjarnar eru fimmtán talsins og samtals um 240 km² að stærð. Landhelgi þeirra nær yfir tæpar 2 milljónir ferkílómetra. Eyjarnar heita eftir James Cook skipstjóra sem sá þær árið 1770. Þær voru gerðar að bresku verndarsvæði árið 1888, en árið 1900 var stjórn eyjanna færð undir Nýja-Sjáland.

Cook Islands
Fáni Cooks-eyja Skjaldarmerki Cooks-eyja
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Te Atua Mou E
Staðsetning Cooks-eyja
Höfuðborg Avarúa
Opinbert tungumál enska, cooks-eysk maóríska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Konungur Karl 3.
Konungsfulltrúi Tom Marsters
Forsætisráðherra Mark Brown
Samstarfsríki Nýja-Sjálands
 • Sjálfstjórn 4. ágúst, 1965 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)

236,7 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar

17.459
42/km²
VLF (KMJ) áætl. 2010
 • Samtals 0,2441 millj. dala
 • Á mann 12.300 dalir
Gjaldmiðill nýsjálenskur dalur (NZD)
Tímabelti UTC -10
Þjóðarlén .ck
Landsnúmer +682

Nýja-Sjáland fer með utanríkis- og varnarmál eyjanna í samráði við stjórn þeirra. Síðustu ár hafa eyjarnar í vaxandi mæli tekið sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum. Cookseyingar hafa ríkisborgararétt á Nýja-Sjálandi auk Cooks-eyja, en Nýsjálendingar njóta ekki sömu réttinda á Cooks-eyjum. Cooks-eyjar hafa verið aðilar að Kyrrahafssambandinu frá 1980.

Helstu byggðirnar á Cooks-eyjum eru á Rarotonga, þar sem um 13.000 íbúar eru og þar sem Alþjóðaflugvöllurinn á Rarotonga er. Fleiri Cookseyingar búa á Nýja-Sjálandi en Cooks-eyjum, en rúmlega 60.000 íbúa Nýja-Sjálands töldu sig vera Cookseyinga árið 2013.

Ferðaþjónusta er höfuðatvinnuvegur eyjanna sem tóku á móti um 170.000 ferðamönnum árið 2018. Aðrar útflutningsgreinar eru fjármálaþjónusta, perlur, sjávarfang og ávextir.

Landfræði

Cooks-eyjar eru í Suður-Kyrrahafi, norðaustan við Nýja-Sjáland, á milli Frönsku Pólýnesíu og Bandarísku Samóa. Helstu eyjarnar eru 15, en auk þeirra eru tvö rif. Eyjarnar eru dreifðar um 2,2 milljón ferkílómetra hafsvæði og skiptast í tvo meginhópa: Norður-Cooks-eyjar og Suður-Cooks-eyjar.

Norðureyjarnar eru eldri. Þær eru sokkin eldfjöll með kóröllum sem hafa myndað hringrif umhverfis toppinn. Loftslag er blanda af úthafsloftslagi og hitabeltisloftslagi. Frá mars til september eru eyjarnar í leið fellibylja. Þeir helstu síðustu ár eru Martin 1997 og Percy 2004 sem ollu miklu tjóni á eyjunum. Á eyjunum eru tvö vistsvæði: miðpólýnesísku hitabeltisrakaskógarnir og cookseysku hitabeltisrakaskógarnir.

Hópur Eyja Stærð
km²
Íbúar Þéttleiki
Norður Penrhyn 10 226 22,6
Norður Rakahanga 4 80 20,0
Norður Manihiki 5 213 42,6
Norður Pukapuka 1 444 444.0
Norður Tema-rif (sokkið) 0 0 -
Norður Nassau 1 78 78,0
Norður Suwarrow 0 0 0,0
Suður Palmerston 2 58 28,0
Suður Aitutaki 18 1.928 107,1
Suður Manuae 6 0 0,0
Suður Takutea 1 0 0,0
Suður Mitiaro 22 155 7,1
Suður Atiu 27 437 16,2
Suður Mauke 18 297 16,5
Suður Winslow-rif (sokkið) 0 0 -
Suður Rarotonga 67 13.044 194,7
Suður Mangaia 52 499 9,6
Alls Alls 237 17.459 73,7

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Á Cooks-eyjum eru eyjaráð á öllum byggðu eyjunum nema Nassau sem heyrir undir Pukapuka (Suwarrow, þar sem aðeins einn umsjónarmaður býr, er ekki talin með byggðum eyjum). Bæjarstjóri fer fyrir hverju ráði.

Ráðin á tíu ytri eyjunum eru:
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Aitutaki (þar með talin hin óbyggða Manuae)
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Atiu (þar á meðal hin óbyggða Takutea)
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Mangaia
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Manihiki
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Ma'uke
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Mitiaro
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Palmerston
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Penrhyn
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Pukapuka (þar á meðal Nassau og Suwarrow)
Cooks-Eyjar  Cooks-Eyjar  Rakahanga

Neðsta stig stjórnsýslunnar eru þorpsnefndir. Nassau, sem heyrir undir Pukapuka, er með sérstakt eyjaráð sem hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðinu á Pukapuka.

Tilvísanir

Cooks-Eyjar   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Cooks-Eyjar LandfræðiCooks-Eyjar StjórnmálCooks-Eyjar TilvísanirCooks-Eyjar177018881900James CookKyrrahafLandhelgiNýja-Sjáland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

GarðabærFlateyriBjörgólfur Thor BjörgólfssonÞorvaldur ÞorsteinssonDýrin í HálsaskógiBrúðkaupsafmæli2020DanmörkJurtHæstiréttur ÍslandsFuglGrundartangiDýrLitla hryllingsbúðin (söngleikur)TjörneslöginKapítalismiHugmyndPólýesterÞorlákur helgi ÞórhallssonKnattspyrnufélagið FramPylsaHalla TómasdóttirOkkarínaLömbin þagna (kvikmynd)ÞjóðernishyggjaFiskurSamfélagsmiðillNafnorðHvíta-RússlandLeifur heppniKaupmannahöfnGæsalappirMynsturHáskólinn í ReykjavíkTaekwondoJapanKristnitakan á ÍslandiEnskaEiffelturninnFrumaHrafnSkálholtÝsaDróniBretlandVetniSjómílaBesti flokkurinnTruman CapoteÓbeygjanlegt orðÍslenski hesturinnLönd eftir stjórnarfariSkákSólstafir (hljómsveit)Elísabet JökulsdóttirKaliforníaLestölvaListi yfir morð á Íslandi frá 1874–1969Kjördæmi ÍslandsJakobsvegurinnKalínKviðdómurJóhann G. JóhannssonSagnmyndirMoskvaKváradagurKróatíaListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðAndlagKennitalaHámenningKonungur ljónannaXHTMLSkólakerfið á ÍslandiÓlafur Ragnar GrímssonStuðmenn🡆 More