Ökuskírteini

Ökuskírteini eða ökuleyfi er skírteini sem er staðfesting á því að einstaklingur megi keyra vélknúið ökutæki eins og mótorhjól, bíl, vörubíl eða áætlunarbifreið á opinberum vegi.

Lög um hverjir fá ökuskírteini eru mismunandi eftir löndum. Í sumum löndum er ökuskírteini gefið út eftir að viðkomandi hefur náð ökuprófi á meðan í öðrum löndum þarf viðkomandi ökuskírteini áður en hann hefur akstur.

Ökuskírteini
Íslenskt ökuskírteini (útgefið 2013)

Saga

Ökuskírteini 
Ökuskírteini nr. 2 í Reykjavík (útgefið 1915)

Fyrsta ökuskírteinið var útgefið til frumkvöðuls nútímabílsins, Karl Benz. Vegna þess hávaða og mengunar sem sjálfrennireið hans olli í þýsku borginni Mannheim óskaði Benz eftir og fékk skírteini frá yfirvöldum að hann mætti keyra bílinn á opinberum vegum.

Fyrsta landið sem gerði kröfu um ökuskírteini var Prússland 29. september 1903. Sambandið Dampfkesselüberwachungsverein var yfirumsjónaraðili prófanna sem gengu mestmegnis út á vélfræðilega þekkingu. Árið 1910 setti þýska ríkisstjórnin upp ökuréttindakerfi sem varð síðar fyrirmynd annara landa. Árið 1914 var fyrsta ökuskírteinið gefið út á Íslandi þegar lög um notkun bifreiða tóku gildi. Önnur lönd Evrópu innleiddu ökupróf á tuttugustu öldinni fram til 1977 þegar Belgar voru síðastir Evrópuþjóða að innleiða slíkt kerfi.

Í Bandaríkjunum var New York fyrsta borgin til að innleiða ökuréttindi fyrir atvinnubílstjóra 1. ágúst 1910. Þremur árum síðar varð New Jersey fyrsta fylki Bandaríkjanna sem innleiddi ökupróf fyrir alla ökumenn.

Ökuréttindi

Ökuskírteini 
Skipting ökuréttinda í Evrópusambandinu

Í fjölda landa þurfa atvinnuökumenn sérstök ökuskírteini. Í Bandaríkjum, Nýja Sjálandi og sumum ríkjum Kanada eru sérstök skírteini fyrir leigubílstjóra. Á Indlandi er atvinnuökuskírteini gilt í 5 ár á meðan almennt ökuskírteini gildir í 20 ár.

Í Bretlandi, Evrópusambandinu og EES-löndum (þar með talið Íslandi) er ökuskírteinum skipt í grunnflokka eftir gerð ökutækis. Aukin ökuréttindi eru nauðsynleg til að keyra bíl með sæti fyrir fleiri en 8 manns eða sem er þyngri en 3.500 kíló. Mótorhjól eru í A-flokki, bílar í B-flokki, vörubílar í C-flokki og áætlunarbifreiðar í D-flokki. Undir þessum flokkum eru undirflokkar eftir afli, sætafjölda og þyngd ökutækjanna.

Heimild

Tilvísanir

Tags:

Ökuskírteini SagaÖkuskírteini ÖkuréttindiÖkuskírteini HeimildÖkuskírteini TilvísanirÖkuskírteiniAksturBíllMótorhjólVörubíllÁætlunarbifreiðÖkupróf

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Ungmennafélagið AftureldingHallveig FróðadóttirLýsingarhátturHeklaÞingvellirMerik TadrosEllen KristjánsdóttirEvrópusambandiðFyrsti maíFyrsti vetrardagurRjúpaPáll ÓlafssonJón EspólínSnípuættSpóiJóhannes Haukur JóhannessonSpilverk þjóðannaÞýskalandRauðisandurÓlafsfjörðurÍtalíaÍsafjörðurFnjóskadalurSnorra-EddaDagur B. EggertssonTómas A. TómassonSkotlandGuðrún PétursdóttirSigurboginnAftökur á ÍslandiJakob Frímann MagnússonListi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærðGrameðlaPétur EinarssonSkaftáreldarSameinuðu þjóðirnarMáfarMyndlista- og handíðaskóli ÍslandsSagan af DimmalimmBárðarbungaJesúsISBNIngólfur ArnarsonBríet HéðinsdóttirSverrir Þór SverrissonHelga ÞórisdóttirErpur EyvindarsonDanmörkÍslenska stafrófiðMannshvörf á ÍslandiLokiMagnús EiríkssonLatibærKatrín JakobsdóttirFriðrik DórListi yfir persónur í NjáluHákarlJón GnarrJapanParísarháskóliMelar (Melasveit)KynþáttahaturÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaGeorges PompidouWillum Þór ÞórssonB-vítamínBenedikt Kristján MewesÚrvalsdeild karla í körfuknattleikÍslensk krónaSjávarföllEldgosið við Fagradalsfjall 2021Listi yfir tinda á Íslandi eftir hæð🡆 More