Þóra Arnórsdóttir: íslensk fjölmiðlakona

Þóra Arnórsdóttir (f.

18. febrúar 1975 í Reykjavík) er íslensk fjölmiðla- og heimildamyndagerðarkona og upplýsingafulltrúi. Hún starfað í fjölmiðlum frá árinu 1998 til 2023. fyrst í útvarpi en síðan sem sjónvarpsfréttamaður um árabil. Þóra starfaði sem umsjónarmaður og síðar ritstjóri Kastljóss á RÚV á árunum 2009-2017. Hún hefur verið ritstjóri Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, frá því að þátturinn hóf göngu sína árið 2017.

Þóra Arnórsdóttir: Menntun, Starfsferill, Einkalíf
Þóra Arnórsdóttir, vor 2020

Þann 4. apríl 2012 tilkynnti hún forsetaframboð sitt gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hún hlaut um þriðjung atkvæða en Ólafur Ragnar Grímsson rúman helming. Framboðið skapaði töluverða umræðu bæði innanlands og utan um kynjajafnrétti, en Þóra fæddi sitt þriðja barn, dóttur, í miðri kosningabaráttunni.

Menntun

Þóra er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, er með B.A. gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og M.A. gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins University School of Advanced International Studies (SAIS) í Bologna, Ítalíu og Washington, D.C., Bandaríkjunum. Hún var valin Yale World Fellow árið 2014. „Verkefni Yale World Fellows er að rækta og valdefla net alþjóðavæddra leiðtoga sem eru staðráðnir í að gera heiminn að betri stað,“ segir um verkefnið á heimasíðu þess.

Starfsferill

Þóra hefur meðal annars gert heimildarþáttaröðina Hrunið (2009), myndina Útlagar (2009), um Dalai Lama og tíbetskt samfélag á Indlandi, Inndjúpið (2013), þáttaröð um síðustu bændurna við Ísafjarðardjúp og Brautryðjendur (2014), þar sem rætt er við íslenskar konur sem ruddu brautina á ýmsum sviðum mannlífsins. Hún stýrði einnig spurningaþættinum Útsvari ásamt Sigmari Guðmundssyni í 10 ár, 2007-2017. Allir þættirnir hafa verið tilnefndir til Eddu-verðlauna.

Þóra var tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins árin 2007, 2010, 2011 og 2012 og fékk áhorfendaverðlaun ársins 2012. Hún var einnig tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2009 og 2010.

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefur einnig hlotið þrenn Edduverðlaun, í flokki frétta-og viðtalsþátta og sem sjónvarpsefni ársins.

Árið 2023 hætti Þóra hjá Rúv og hóf störf sem forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.


Einkalíf

Sambýlismaður Þóru er Svavar Halldórsson (f. í Vestmannaeyjum, 10. apríl 1970). Þau eiga þrjú börn og þrjár dætur úr fyrra sambandi hans. Faðir Þóru var Arnór Hannibalsson (1934-2012), heimspekiprófessor. Móðir hennar var Nína Sæunn Sveinsdóttir (1935-2018), viðskiptafræðingur og framhaldsskólakennari.

Tenglar

Tilvísanir

Tags:

Þóra Arnórsdóttir MenntunÞóra Arnórsdóttir StarfsferillÞóra Arnórsdóttir EinkalífÞóra Arnórsdóttir TenglarÞóra Arnórsdóttir TilvísanirÞóra Arnórsdóttir18. febrúar1975Kastljós (dægurmálaþáttur)Ríkisútvarpið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

LandsbankinnSeifurHollandLettlandEddukvæðiLýsingarorðKartaflaFlateyriRagnhildur GísladóttirMaría Júlía (skip)Guðni Th. JóhannessonFjölnotendanetleikurÍbúar á ÍslandiBoðhátturGunnar GunnarssonSveitarfélagið StykkishólmurAdam SmithMenntaskólinn í KópavogiTíðbeyging sagnaÍslensk sveitarfélög eftir mannfjöldaRefurinn og hundurinnSjávarútvegur á ÍslandiÖræfasveitMichael Jackson2008KaupmannahöfnEiginnafnFerskeytlaLindýrBerkjubólgaGunnar HámundarsonÞjóðaratkvæðagreiðslaFuglKristnitakan á ÍslandiMerkúr (reikistjarna)HraunVestmannaeyjar1997MengunListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaJapanAtviksorðOffenbach am MainFagridalurFrançois WalthéryEvrópska efnahagssvæðiðRómverskir tölustafirÁsbirningarÚranusÍslensk mannanöfn eftir notkun/Einn nafnhafiRóbert WessmanFallbeygingÍ svörtum fötumDalabyggðListi yfir fjölmennustu borgir heimsLangaFrjálst efniListi yfir eldfjöll ÍslandsBreiddargráðaLeikariUpplýsinginElliðaeyElon MuskListi yfir íslenskar kvikmyndirTaílandNorræn goðafræðiÓlafur Teitur GuðnasonGíbraltarMarðarættLandnámabókJörðinFrakklandForsíðaEiginfjárhlutfallÓákveðið fornafnHernám Íslands🡆 More