Samia Suluhu: 6. og núverandi forseti Tansaníu

Samia Suluhu Hassan (f.

27. janúar 1960) er tansönsk stjórnmálakona úr flokknum Chama Cha Mapinduzi og núverandi forseti Tansaníu. Hún var áður varaforseti landsins eftir að hafa náð kjöri ásamt forsetaframbjóðandanum John Magufuli árið 2015. Mugufuli og Suluhu náðu endurkjöri árið 2020. Eftir að Magufuli lést í embætti í mars 2021 tók Suluhu við af honum og varð fyrst kvenna til að gegna embætti forseta Tansaníu.

Samia Suluhu
Samia Suluhu: Bakgrunnur og menntun, Stjórnmálaferill, Einkahagir
Suluhu árið 2021.
Forseti Tansaníu
Núverandi
Tók við embætti
19. mars 2021
ForsætisráðherraKassim Majaliwa
VaraforsetiPhilip Mpango
ForveriJohn Magufuli
Persónulegar upplýsingar
Fædd27. janúar 1960 (1960-01-27) (64 ára)
Soldánsdæminu Sansibar
ÞjóðerniTansönsk
StjórnmálaflokkurChama Cha Mapinduzi
MakiHafidh Ameir ​(g. 1978)
Börn4
HáskóliHáskólinn í Mzumbe
Háskólinn í Manchester
Opni háskólinn í Tansaníu

Áður en Suluhu varð varaforseti sat hún á tansanska þinginu fyrir kjördæmið Makunduchi frá 2010 til 2015 og var jafnframt ríkisráðherra við skrifstofu varaforsetans frá 2010 til 2015. Þar áður hafði hún verið ráðherra í héraðsstjórn Sansibar á stjórnartíð Amani Karume. Árið 2014 var hún kjörin varaformaður tansanska stjórnlagaráðsins sem falið var að leggja drög að nýrri stjórnarskrá.

Bakgrunnur og menntun

Suluhu fæddist í Soldánsdæminu Sansibar. Að loknu framhaldsskólanámi árið 1977 var hún ráðin til starfa hjá áætlana- og þróunarráðuneyti Tansaníu sem skrifstofustúlka. Samhliða störfunum tók hún ýmis skyndinámskeið. Árið 1986 útskrifaðist hún frá Þróunarstjórnarstofnuninni hjá núverandi Mzumbe-háskóla með gráðu í opinberri stjórnsýslu. Eftir útskrift vann hún við verkefni á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Frá 1992 til 1994 gekk hún í Háskólann í Manchester og útskrifaðist með framhaldsgráðu í hagfræði. Árið 2015 hlaut hún MS-gráðu í samfélagslegri efnahagsþróun eftir að hafa lokið sameiginlegum áfanga í Opna háskólanum í Tansaníu og Háskólanum í Suður-New Hampshire.

Stjórnmálaferill

Árið 2000 ákvað hún að hefja feril í stjórnmálum. Hún var kjörin á þingið í Sansibar og var útnefnd ráðherra af Amani Karume forseta sjálfstjórnarhéraðsins. Hún var eini kvenráðherra ríkisstjórnarinnar og kveðst hafa sætt fordómum af hálfu karlkyns kollega sinna vegna kyns síns. Hún var endurkjörin árið 2005 og var aftur útnefnd ráðherra í öðru ráðuneyti.

Árið 2010 gaf Suluhu kost á sér á tansanska þjóðþingið. Hún bauð sig fram í kjördæminu Makunduchi og vann sigur með rúmlega 80% atkvæða. Jakaya Kikwete forseti útnefndi hana í kjölfarið innanríkisráðherra í stjórn sinni. Árið 2014 var hún kjörin varaformaður stjórnlagaráðs sem átti að semja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Tansaníu.

Í júlí árið 2015 valdi John Magufuli, forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins Chama Cha Mapinduzi, Suluhu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningum sem fóru fram það ár. Suluhu varð fyrst kvenna til að vera á kjörseðli flokksins í forsetakosningum. Eftir að Magufuli vann kosningarnar varð Suluhu fyrsti kvenkyns varaforseti landsins.

Eftir að Magufuli lést þann 17. mars árið 2021 varð Suluhu sjötti forseti Tansaníu og fyrsta konan til að gegna því embætti.

Stjórn Suluhu hóf aðgerðir til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum í Tansaníu, ólíkt Magufuli sem hafði að mestu hundsað veirusýkina. Stjórn hennar kom á skyldubundinni fjórtán daga sóttkví fyrir aðkomumenn sem komu til Tansaníu frá löndum þar sem ný afbrigði SARS-CoV-2 höfðu greinst. Ferðamönnum var jafnframt ráðlagt að bera andlitsgrímur, sótthreinsa sig og halda viðeigandi fjarlægð sín á milli. Suluhu heimilaði sendiráðum og alþjóðasamtökum að flytja bóluefni inn í landið til að bólusetja erlenda ríkisborgara við dagleg störf sín ásamt tansanska heilbrigðisráðuneytinu.

Einkahagir

Árið 1978 giftist Suluhu Hafidh Ameir, embættismanni í landbúnaðargeiranum. Þau eiga fjögur börn. Annað barn þeirra, Wanu Hafidh Ameir (f. 1982) situr á sérstöku sæti á þinginu í Sansibar.

Tilvísanir

Tenglar


Fyrirrennari:
John Magufuli
Forseti Tansaníu
(17. mars 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Tags:

Samia Suluhu Bakgrunnur og menntunSamia Suluhu StjórnmálaferillSamia Suluhu EinkahagirSamia Suluhu TilvísanirSamia Suluhu TenglarSamia SuluhuForseti TansaníuJohn MagufuliTansanía

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

KvikasilfurListi yfir skammstafanir í íslenskuJurtKGlymurGervigreindBorn This WayAserbaísjanEgilsstaðir2015FeneyjatvíæringurinnGoogle TranslateErpur Eyvindarson2004BilljónJakobsvegurinnStjórnarskrá lýðveldisins ÍslandsStelpurnarRagnarökLögbundnir frídagar á ÍslandiFranz SchubertSalka ValkaEinar Jónsson frá FossiÚkraínaKári StefánssonVerg landsframleiðslaSeyðisfjörðurTónbilEdda FalakKatrín JakobsdóttirBerlínHelga MöllerHeyr, himna smiðurKirkjubæjarklausturSiglufjörðurListi yfir íslensk póstnúmer21. septemberDóri DNANorræn goðafræðiRørvikSovétlýðveldið ÚkraínaHáskóli ÍslandsSmárakirkjaFyrsti vetrardagurBrúttó, nettó og taraSýslur ÍslandsSkákHöfuðborgarsvæðiðDrekkingarhylurKarl 3. BretakonungurSveitarfélagið ÖlfusMiquel-Lluís MuntanéAxlar-BjörnSesínKristófer KólumbusJaðrakanSigurboginnKróatíaFruma1982MeþódismiGunnar HámundarsonDaði Freyr PéturssonBotnlangiMatarsódiÞór (norræn goðafræði)Sveitarfélagið ÁrborgÓlafur Egill EgilssonStefán MániSnorri SturlusonInnrás Rússa í Úkraínu 2022–ÁlftMóðuharðindin🡆 More