Norðurland

Norðurland er heiti sem notað er fyrir byggð héruð á norðurhluta Íslands.

Vesturmörk svæðisins liggja við botn Hrútafjarðar og austurmörk við Langanes. Svæðinu hefur frá fornu fari verið skipt upp í fjóra hluta eins og landafræði svæðisins hefur gefið tilefni til, þau eru frá vestri til austurs: Húnaþing, Skagafjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur. Siglufjörður yst á Tröllaskaga fellur þó utan þessarar flokkunar og það sama á við um Grímsey.

Norðurland
Norðurland

Svæðið var fyrst sérstaklega afmarkað með skiptingu landsins í fjórðunga á þjóðveldisöld, þá varð til Norðlendingafjórðungur sem var skipt upp í 4 þing ólíkt hinum þremur fjórðungunum sem hverjum var skipt upp í 3 þing. Var þetta gert þar sem Norðlendingar gátu ekki komið sér saman um skiptingu í þrjá hluta.

Frá 1106 til 1798 var Norðurland sérstakt biskupsdæmi. Biskup Norðlendinga sat á Hólum í Hjaltadal.

Á Norðurlandi bjuggu 37.610 manns þann 1. september 2018.

Norðurland skiptist á milli tveggja kjördæma, Húnaþing og Skagafjörður eru í Norðvesturkjördæmi en Siglufjörður, Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur tilheyra Norðausturkjördæmi. Sýslumenn sitja á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri og Húsavík.

Sveitarfélög

Á svæðinu eru nú 16 sveitarfélög en þau eru:

Tags:

EyjafjörðurGrímseyHrútafjörðurHúnaþingLanganesSiglufjörðurSkagafjörðurTröllaskagiÍslandÞingeyjarsýslur

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaAlþingiskosningar 2017AtviksorðKalda stríðiðSvartfuglarKristrún FrostadóttirTékklandEivør PálsdóttirB-vítamínListi yfir forsætisráðherra ÍslandsKnattspyrnufélag AkureyrarHelsingiStýrikerfiKirkjugoðaveldiLitla hryllingsbúðin (söngleikur)dzfvtKristófer KólumbusGrikklandKrónan (verslun)Ragnar loðbrókJóhannes Sveinsson KjarvalHamrastigiSvíþjóðFljótshlíðEyjafjallajökullEldgosið við Fagradalsfjall 2021KnattspyrnaÞóra FriðriksdóttirBaldur Már ArngrímssonLofsöngurBárðarbungaÆgishjálmurHrossagaukurKaupmannahöfnBjarkey GunnarsdóttirLögbundnir frídagar á ÍslandiJakobsstigarValdimarSamfylkinginGamelanKópavogurEiður Smári GuðjohnsenFíllEigindlegar rannsóknirTenerífeHarry PotterMagnús EiríkssonKnattspyrnufélagið HaukarJava (forritunarmál)Íþróttafélagið Þór AkureyriCarles PuigdemontSpánnMargit SandemoHalla Hrund LogadóttirHvalfjörðurKínaSandgerðiKváradagurDóri DNAThe Moody BluesSauðféSumardagurinn fyrstiGrindavík2024Árni BjörnssonVatnajökullHrefnaÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaMadeiraeyjarÍslenskaÁstralíaListi yfir morð á Íslandi frá 1970–1999Stúdentauppreisnin í París 1968🡆 More