Kynsjúkdómur

Kynsjúkdómur er sjúkdómur sem smitast aðallega við kynmök.

Sumir kynsjúkdómar geta smitast við fæðingu, brjóstagjöf, og lyfjaneyslu í æð.

Algengir kynsjúkdómar

Klamydía

Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamydia trachomatis. Hún smitast í slímhúðir og getur þá sýkt kynfæri, þvagrás, endaþarm, augu, og háls. Einkenni sýkingar eru sársauki við þvaglát, útferð (hvítleitur gröftur) úr typpi eða píku, og blæðing úr píku. Margir sýna þó engin einkenni. Sýkingin getur valdið bólgu í grindarholi og þess vegna valdið ófrjósemi hjá konum. Með notkun smokksins má koma í veg fyrir smit. Smit má meðhöndla með sýklalyfjum. Hvert ár greinast meira en 2.200 Íslendingar af klamydíu, sem er langhæsta tíðni í Evrópu.

Kynfæraáblástur (herpes)

Áblástur (herpes) er veirusýking af völdum Herpes simplex. Til eru tvær gerðir: Gerð 1 sýkir oftar munn, og kallast þá frunsa, en gerð 2 sýkir oftar kynfæri. Báðar gerðir af herpes geta þó auðveldlega sýkt bæði munn og kynfæri. Margir fá ekki einkenni vegna herpes, sumir fá aðeins mild einkenni. Einkenni koma vanalega fram 2 til 20 dögum eftir sýkingu og vara í tvær til fjórar vikur. Þeir sem fá einkenni fá litlar vökvafylltar blöðrur á húð. Einkennunum geta fyllt höfuðverkur, kláði á útbrotsstað, sársauki við þvaglát, eða einkenni lík flensu.

Hægt er að smitast af herpes með kossum, samförum, munnmökum, eða annars konar snertingu slímhúðar við útbrotin. Sýkingin liggur í dvala á milli þess sem hún blossar upp að nýju. Fyrsta kastið er oft það versta, seinni köst eru oft mildari. Ekki er til lækning við herpes, en til eru lyfjameðferðir til að draga úr einkennum.

Margir smitast af áblæstri á munn sem börn. Í Bandaríkjunum eru um 50% með munnáblásturs-sýkingu, og um 12% með kynfæraáblásturs-sýkingu. Með smokkanotkun má draga úr hættu á smiti.

Lekandi (gonorrhea)

Lekandi orsakast af bakteríusýkingu, líkt og klamydía, og veldur svipuðum einkennum og klamydía. Flestar sýkingar má læknar með sýklalyfjum, en komnir eru á kreik ónæmir stofnar lekanda. Með smokkanotkun má koma í veg fyrir smit. Hvert ár greinast um 100 með lekanda á Íslandi og hefur tíðni aukist síðustu ár.

Sárasótt (syphilis)

Sárasótt er bakteríusýking sem veldur margs kyns kvillum og getur í slæmum tilfellum dregið fólk til dauða. Líkt og nafnið gefur til kynna koma einkenni fram sem sár á þvagrásinni, munni, og endaþarmi. Hvert ár greinast um 40 með sárasótt á Íslandi og hefur tíðni aukist síðustu ár.

Kynfæravörtur

Til eru yfir 40 gerðir af veirunni human papillomavirus (HPV) og eru einungis örfáar af þeim sem valda kynfæravörtum. Einkenni kynfæravarta koma ekki endilega strax fram. Vörtur smitast með snertingu kynfæra eða við munnmök. Hægt er að smitast þó að bólfélagi sýni ekki einkenni.

HIV

HIV (human immunodeficiency virus, stundum kölluð eyðniveira) er veira sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans. HIV getur smitast með blóði, sæði, leggangavökva og brjóstamjólk. Einkenni eru mjög lengi að koma fram. Tæpum 2 mánuðum eftir smit fá margir höfuðverk og hita, en næstu einkenni eftir það koma ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Þá hefur veiran veikt ónæmiskerfið verulega og fólk fær ýmsar tækifærissýkingar. Þá kallast sjúkdómurinn alnæmi.

Ekki er hægt að greina sýkingu fyrr en 2 mánuðum eftir smit. Lækning við HIV er ekki til, en hægt er að halda sýkingunni algerlega í skefjum með nýjum lyfjum. Með réttri lyfjameðferð er einstaklingur ekki smitandi.

Í lok árs 2016 höfðu samtals 361 greinst með HIV á Íslandi, 257 karlar og 104 konur. Af þeim höfðu 73 greinst með alnæmi og 39 látist af völdum HIV. Árlega greinast undir 30 einstaklingar með HIV á Íslandi.

Smitlíkur

Í eftirfarandi töflu má sjá möguleg kynsjúkdómasmit, upplistaðar eftir kynferðislegri athöfn. Þó að smitlíkur geti virst litlar fyrir hvert skipti, þá verða líkurnar fljótt tiltölulega háar eftir endurtekin skipti með sýktri manneskju.

Líkur á smiti fyrir hvert skipti með smitaðri manneskju
Hætta á smiti Smit er ólíklegt, en þó mögulegt
Munnmök við karlmann
  • Klamydía í háls
  • Lekandi í háls (25–30%)
  • Kynfæraáblástur / herpes (sjaldgæft)
  • HPV
  • Sárasótt (1%)
  • Lifrarbólga B (litlar líkur)
  • HIV (0.01%)
  • Lifrarbólga C (líkur óvissar)
Munnmök við konu
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HPV
  • Klamydía í háls
  • Lekandi í h´
Að fá munnmök
sem karlmaður
  • Klamydía
  • Lekandi
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • Sárasótt (1%)
  • HPV / kynfæravörtur
Að fá munnmök
sem kona
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HPV / kynfæravörtur
  • Bakteríusýking í leggöngum
  • Lekandi
Leggangasamfarir – Karlmaður
sem hefur samfarir við konu
  • Klamydía (30–50%)
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi (22%)
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes (0.07% for HSV-2)
  • HIV (0.05%)
  • HPV / kynfæravörtur (high: around 40-50%)
  • Sýking af völdum Mycoplasma
  • Sýking af völdum Mycoplasma í kynfæri
  • Sárasótt
  • Sýking með frumdýrinu Trichomonas
  • Sýking með bakteríunni Ureaplasma'
  • Lifrarbólga C
Leggangasamfarir – Kona
sem hefur samfarir við karl
  • Klamydía (30–50%)
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi (47%)
  • Lifrarbólga B (50–70%)
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (0.1%)
  • HPV / kynfæravörtur (high; around 40-50%)
  • Sýking af völdum Mycoplasma
  • Sárasótt
  • Sýking með frumdýrinu Trichomonas
  • Sýking með bakteríunni Ureaplasma
  • Lifrarbólga C
Endaþarmsmök –
Einstaklingur sem setur
lim sinn inn í annan
  • Klamydía
  • Lús
  • Kláðamaur (40%)
  • Lekandi
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (0.62%)
  • HPV / kynfæravörtur
  • Sárasótt (14%)
  • Lifrarbólga C
Endaþarmsmök –
Einstaklingur sem tekur á móti
lim frá öðrum
  • Klamydía
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (1.7%)
  • HPV / kynfæravörtur
  • Sárasótt (1.4%)
  • Lifrarbólga C
Munnmök við
endaþarm
  • Amöbusýking
  • Niðurgangur af völdum Cryptosporidium (1%)
  • Sýking og niðurgangur af völdum Giardia lamblia
  • Lifrarbólga A(1%)
  • Niðurgangur og hiti af völdum Shigella (1%)
  • HPV / kynfæravörtur (1%)

Kynsjúkdómatékk

Þar sem margir fá ekki skýr einkenni þrátt fyrir að vera smitaðir af kynsjúkdómi er mælt með að ákveðnir aldurshópar og aðrir áhættuhópar fari í reglulega skimun fyrir kynsjúkdómum. Mælt er með að ungt kynferðislega virkt fólk fari í skimun árlega fyrir klamydíu og lekanda.

Á Íslandi er hægt að fara í kynsjúkdómatékk á göngudeild húð- og kynsjúkdóma við Landspítalann í Fossvogi eða hjá heimilislækni.

Tilvísanir

Tags:

Kynsjúkdómur Algengir kynsjúkdómarKynsjúkdómur SmitlíkurKynsjúkdómur KynsjúkdómatékkKynsjúkdómur TilvísanirKynsjúkdómurBrjóstagjöfFæðingKynmökSjúkdómurSmit

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SkýLandsbankinnVíetnamstríðiðBaldur ÞórhallssonVestmannaeyjaflugvöllurSnertillFjallkonanAðildarviðræður Íslands við EvrópusambandiðGyðingdómurGaleazzo CianoLeviathanHandknattleiksfélag KópavogsHéðinn SteingrímssonSvartfjallalandFrumlagÍslamEldfjöll ÍslandsSjávarútvegur á ÍslandiKnattspyrnufélag ReykjavíkurPóllandFylki BandaríkjannaBríet BjarnhéðinsdóttirÍslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerumGuðrún Katrín ÞorbergsdóttirPáll ÓskarSýslur ÍslandsRóbert laufdalListi yfir íslensk kvikmyndahúsListi yfir úrslit MORFÍSSuðurskautslandiðAskur YggdrasilsNorræna tímataliðHin íslenska fálkaorðaNorður-ÍrlandVigdís FinnbogadóttirTugabrotÓpersónuleg sögnAlþingiskosningar 2009Who let the dogs outLandvætturFinnlandKatlaHrognkelsiSaga ÍslandsStella í orlofiSteinunn Ólína ÞorsteinsdóttirPóstmódernismiStefán MániFlott (hljómsveit)LjóðstafirAlþingiSkyrtaSérnafnDavíð OddssonListi yfir þjóðvegi á ÍslandiIvar Lo-JohanssonSímbréfSamsett orðBjarkey GunnarsdóttirÁratugurGuðlaugur ÞorvaldssonBelgíaPiloteHerkúles (kvikmynd frá 1997)Listi yfir fangelsi á ÍslandiVinstrihreyfingin – grænt framboðCarles PuigdemontÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuMörgæsirLettneskaErpur EyvindarsonKristján EldjárnBárðarbunga🡆 More