Hildur Guðnadóttir: Íslenskt tónskáld

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir (f.

4. september 1982) er íslenskt tónskáld og tónlistarkona. Hildur ólst upp í Hafnarfirði og er menntaður sellóleikari. Hún hefur spilað með hljómsveitunum Pan Sonic, Throbbing Gristle, Woofer, Rúnk, Múm og Stórsveit Nix Noltes. Hún hefur jafnframt leikið á tónleikum með Animal Collective og Sunn O))).

Hildur Guðnadóttir
Hildur Guðnadóttir árið 2007
Hildur Guðnadóttir árið 2007
Upplýsingar
FæddHildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
4. september 1982 (1982-09-04) (41 árs)
Reykjavík, Ísland
UppruniHafnarfjörður
Störf
  • Tónskáld
  • tónlistarkona
Hljóðfæri
ÚtgefandiTouch
SamvinnaJóhann Jóhannsson
Sunn O)))
Vefsíðahildurness.com

Ferill

1997 stofnaði Hildur ásamt vinum sínum úr Hafnarfirði sveitina Woofer sem tók þátt í Músíktilraunum það sama ár. Woofer komust í úrslit en náðu ekki verðlaunasæti þrátt fyrir að vekja athygli. Í kjölfarið kom út þriggja laga smáskífan Táfýla. Haustið 1997 kom svo út eina stóra plata sveitarinnar sem bar sama nafn og hljómsveitin, Woofer.

Hildur stofnaði árið 2001 hljómsveitina Rúnk ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni (Prins Póló), Benedikt Hermanni Hermannssyni (Benni Hemm Hemm), Birni Kristjánssyni (Borko) og Ólafi Birni Ólafssyni. Þá um jólin gaf sveitin út jólaplötuna Jólin eru og ári síðar plötuna Gengi Dahls sem naut talsverðra vinsælda. Sveitin kom að stofnun tónlistarhátíðarinnar Innipúkinn.

Árið 2006 gaf Hildur út sólóplötu undir titlinum Lost in Hildurness, sem var síðar endurútgefin með titlinum Mount A. Á plötunni spilaði Hildur sjálf á öll hljóðfærin og stjórnaði hljóðupptökunum. Platan var tekin upp í New York-borg og á Hólum í Hjaltadal. Árið 2009 gaf hún út aðra sólóplötu sína, Without Sinking, hjá bresku tónlistarútgáfunni Touch Music.

Auk þess að spila á selló er Hildur einnig söngvari og kórstjóri. Hún hefur meðal annars stýrt kór á tónleikum Throbbing Gristle í Austurríki og London. Árið 2006 samdi Hildur undirleik fyrir leikritið Sumardag sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur einnig samið tónlist fyrir dönsku kvikmyndina Kapringen (2012), kvikmyndina Mary Magdalene (2018) (í samstarfi við Jóhann Jóhannsson), Sicario: Day of the Soldado (2018) og sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl (2019). Hún samdi einnig tónlistina fyrir kvikmyndina Joker árið 2019 og vann fyrir hana Premio Soundtrack Stars-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sama ár.

Í nóvember 2019 var Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Chernobyl. Hún vann verðlaunin á Grammy-verðlaunahátíðinni þann 26. janúar 2020.

Árið 2020 vann hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlist við kvikmyndina Joker og var fyrsta konan til að hljóta þessi verðlaun í 19 ár. Þann 13. janúar sama ár var hún jafnframt tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina úr myndinni. Hildur er sjöundi Íslendingurinn sem hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Hildur vann Óskarsverðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hildur er jafnframt fjórða konan frá upphafi sem hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist en er fyrsta konan sem hlýtur þau ein.

Hildur var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar þann 17. júní 2020.

Fjölskylda

Foreldrar Hildar eru Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir óperusöngvari og Guðni Franzson tónskáld og klarinettuleikari. Eiginmaður Hildar er bandaríska tónskáldið Sam Slater. Hildur á einn son. Föðuramma Hildar var Margrét Guðnadóttir (1929-2018) læknir og veirufræðingur og fyrsta konan sem skipuð var prófessor við Háskóla Íslands.

Útgefin verk

Hildur Guðnadóttir: Ferill, Fjölskylda, Útgefin verk 
Hildur Guðnadóttir 2009 í London.

Sólóplötur

  • Mount A (sem Lost in Hildurness) (12 Tónar 2006)
  • Without Sinking (Touch 2009), gefin út á vínylplötu með viðbótum 2011
  • Mount A (sem Hildur Guðnadóttir) (Touch 2010)
  • Leyfðu Ljósinu (Touch, 2012), með fjölrásaútgáfu á USB
  • Saman (Touch, 2014), með vínylútgáfu

Samstarfsplötur

  • Rúnk – Ghengi Dahls (Flottur kúltúr og gott músik) 2001
  • Mr. Schmucks Farm – Good Sound (Oral 2005)
  • Stórsveit Nix NoltesOrkídeur Hawai (12 Tónar/Bubblecore 2005)
  • Angel og Hildur Guðnadóttir – In Transmediale (Oral 2006)
  • Hildur Guðnadóttir með Jóhanni JóhannssyniTu Non Mi Perderai Mai (Touch 2006)
  • Nico Muhly – Speaks volumes (Bedroom Community 2006)
  • Valgeir Sigurðsson – Equilibrium Is Restored (Bedroom Community 2007)
  • Ben Frost – Theory of Machines (Bedroom Community 2006)
  • Skúli Sverrisson – Sería (12 Tónar 2006)
  • Pan Sonic – Katodivaihe/Cathodephase (Blast First Petite 2007)
  • MúmGo Go Smear the Poison Ivy (Fat Cat 2007)
  • Hildur Guðnadóttir, BJ Nilsen and Stilluppsteypa – Second Childhood (Quecksilber 2007)
  • Múm - Sing Along to Songs You Don't Know (Morr Music 2009)
  • The KnifeTomorrow, In a Year (2010)
  • Wildbirds & Peacedrums – Rivers (The Leaf Label 2010)
  • Sōtaisei Riron + Keiichirō Shibuya – Blue (Strings Edit) feat. Hildur Guðnadóttir (Commmons 2010)
  • Skúli Sverrisson – Sería II (Sería Music 2010)
  • Hauschka – Pan Tone (Sonic Pieces 2011)
  • Múm - Smilewound (Morr Music 2013)
  • Craig Sutherland – Strong Island (2017)
  • Sunn O))) – Life Metal (2019)
  • Sunn O))) – Pyroclasts (2019)
  • Sam Slater - Battlefield 2042 (2021)

Kvikmyndatónlist

Ár Titill Leikstjóri Athugasemdir
2011 The Bleeding House Philip Gelatt Tónskáld
2012 Kapringen Tobias Lindholm
Astro: An Urban Fable in a Magical Rio de Janeiro Paula Trabulsi
2013 Jîn Reha Erdem
Prisoners Denis Villeneuve Einleikur á selló
2015 Sicario
The Revenant Alejandro G. Iñárritu
2016 Eiðurinn Baltasar Kormákur Tónskáld
Arrival Denis Villeneuve Einleikur á selló
2017 Tom of Finland Dome Karukoski Tónskáld ásamt Lasse Enersen
Journey's End Saul Dibb Tónskáld ásamt Natalie Holt
2018 Mary Magdalene Garth Davis Tónskáld ásamt Jóhanni Jóhannssyni
Slagverk
Sicario: Day of the Soldado Stefano Sollima Tónskáld
2019 Joker Todd Phillips
2022 Tár Todd Field
Women Talking Sarah Polley

Sjónvarpsefni

Ár Titill Framleiðandi Þættir Athugasemdir
2013 Graduates – Freedom Is Not For Free Hailstone Tónskáld
Heimildarmynd
2014 Så meget godt i vente Danish Documentary Production
Ming Of Harlem: Twenty One Storeys In The Air

  • Big Other Films
  • The Wellcome Trust
  • Picture Palace Pictures
  • Michigan Films
2015-2018 Ófærð RÚV 20 Tónskáld ásamt Jóhanni Jóhannssyni & Rutger Hoedemaekers
2017 Strong Island Netflix Tónskáld
Heimildarmynd
The Departure Pandora Tónskáld, viðbótartónlist
Heimildarmynd
2018 Street Spirits V71 Tónskáld ásamt Eric Papky
Heimildarþættir
2019 Chernobyl HBO (í Bandaríkjunum)
Sky (á Bretlandi)
5 Tónskáld

Verðlaun og tilnefningar

Verðlaun Ár Flokkur Verk Staða Til.
Academy Awards 2020 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Joker Vann
Asia Pacific Screen Awards 2018 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Mary Magdalene Vann
AACTA Awards 2018 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Tilnefnd
Beijing International Film Festival 2018 Besta tónlistin Journey's End Vann
British Academy Film Awards 2020 Besta frumsamda tónlistin Joker Vann
British Academy Television Awards 2020 Besta frumsamda tónlistin Chernobyl Vann
Critics' Choice Movie Awards 2020 Besta kvikmyndatónlistin Joker Vann
2023 Tár Vann
Women Talking Tilnefnd
Golden Globe Awards 2020 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Joker Vann
2023 Women Talking Tilnefnd
Grammy Awards 2020 Besta kvikmyndatónlistin fyrir margmiðlun Chernobyl Vann
2021 Joker Vann
Besta útsending hljóðfæristónlistar eða A Cappella „Bathroom Dance“ Tilnefnd
Hollywood Critics Association Awards 2020 Besta kvikmyndatónlistin Joker Vann
Hollywood Music in Media Awards 2019 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Vann
2022 Women Talking Tilnefnd
Houston Film Critics Society Awards 2020 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Joker Tilnefnd
Nordic Music Prize 2020 Besta norræna plata ársins Chernobyl Vann
Primetime Emmy Awards 2019 Framúrskarandi útsetning tónlistar fyrir stutta sjónvarpsþáttaröð eða kvikmynd Chernobyl (Fyrir þáttinn „Please Remain Calm“) Vann
Robert Awards 2013 Besta kvikmyndatónlistin A Hijacking Tilnefnd
Satellite Awards 2020 Besta frumsamda kvikmyndatónlistin Joker Vann
2023 Women Talking Tilnefnd
Venice International Film Festival 2019 Besta tónlistin í kvikmynd Joker Vann
World Soundtrack Awards 2019 Besti lagahöfundur fyrir sjónvarp á árinu Chernobyl; Ófærð Vann
2020 Besti kvikmynda lagahöfundur ársins Joker Vann

Punktar

Tilvísanir

This article uses material from the Wikipedia Íslenska article Hildur Guðnadóttir, which is released under the Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 license ("CC BY-SA 3.0"); additional terms may apply (view authors). Efnið er aðgengilegt undir CC BY-SA 4.0 nema annað komi fram. Images, videos and audio are available under their respective licenses.
®Wikipedia is a registered trademark of the Wiki Foundation, Inc. Wiki Íslenska (DUHOCTRUNGQUOC.VN) is an independent company and has no affiliation with Wiki Foundation.

Tags:

Hildur Guðnadóttir FerillHildur Guðnadóttir FjölskyldaHildur Guðnadóttir Útgefin verkHildur Guðnadóttir Verðlaun og tilnefningarHildur Guðnadóttir PunktarHildur Guðnadóttir TilvísanirHildur GuðnadóttirAnimal CollectiveHafnarfjörðurMúmSellóStórsveit Nix Noltes

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

TölfræðiMarseilleLaosSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008Svampur SveinssonSuður-Ameríka5. MósebókFallorðDýrið (kvikmynd)Þjóðvegur 1FanganýlendaBerserkjasveppurKristniJón GnarrSeyðisfjörðurHættir sagnaFjármálElly VilhjálmsLaxdæla sagaListi yfir íslenskar hljómsveitirÖrn (mannsnafn)Hallgrímur PéturssonLaugarnesskóliSetningafræðiSaga GarðarsdóttirRétttrúnaðarkirkjan1905Steinn SteinarrMaó ZedongÁrni MagnússonFjalla-EyvindurLatibærHugtök í nótnaskriftStjórnmálPáskaeyjaIngvar Eggert SigurðssonLotukerfiðArnar Þór ViðarssonAlþingiskosningar 2021JListi yfir HTTP-stöðukóðaEmmsjé GautiRauðisandurHeklaQListi yfir íslensk póstnúmerKaupmannahöfn1900HlutabréfEndurreisninVAlkanarViðreisnKróatíaVerzlunarskóli ÍslandsSjálfstætt fólkHermann GunnarssonUmmálLeikurJóhann SvarfdælingurSætistalaPEiffelturninnCharles DarwinHelDiljá (tónlistarkona)LandnámsöldFriðrik Friðriksson (prestur)KólumbíaAsmaraNorðurlöndinPáll ÓskarMenntaskólinn í ReykjavíkLýsingarorðSkólakerfið á ÍslandiVíetnam🡆 More