Margrét Guðnadóttir

Margrét Guðmunda Guðnadóttir (f.

7. júlí 1929, d. 2. janúar 2018) var læknir og veirufræðingur og fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við Háskóla Íslands.

Margrét Guðmunda Guðnadóttir
Margrét Guðnadóttir
Fædd7. júlí 1929
Dáin2. janúar 2018
StörfLæknir og veirufræðingur og fyrsta konan til að gegna embætti prófessors við Háskóla Íslands

Ferill

Margrét lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1949. Um haustið hóf hún nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1956. Sumrin 1954 og 1955 vann hún á Tilraunastöðinni á Keldum við lungnabólgurannsóknir og að athugunum í sambandi við útbreiðslu á inflúensufaraldri. Eftir útskrift úr læknadeildinni vorið 1956 vann hún eitt ár á Keldum. Fyrsta verkefnið hennar var að kortleggja útbreiðslu mænusóttarfaraldurs sem skall á haustið 1955 á Íslandi. Þetta var liður í því að undirbúa bólusetningu gegn mænusótt sumarið 1957.

Sumarið 1957 fór Margrét á vegum Keldna til Bretlands og Bandaríkjanna í sex mánaða sérfræðinám í veirufræði. Í Bretlandi var hún í námi við Central Public Health Laboratory í London, London School of Hygiene og í Bandaríkjunum við Communicable Disease Center í Montgomery í Alabama. Í kjölfarið fór hún í tveggja ára (1958-1960) framhaldsnám í veirufræði við Yale háskóla í New Haven í Connecticut. Þar lagði hún stund á rannsóknir á mænusótt og greiningu á veirusóttum í fólki. Á árunum 1960-1969 starfaði Margrét sem sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöðina á Keldum þar sem hún rannsakaði visnu og mæðiveiki og ýmsa sjúkdóma í fólki. Árið 1969 tók hún við prófessorsembætti í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og varð þar með fyrsta konan til að gegna prófessorsembætti við skólann. Á þessum tíma voru konur hvorki dósentar né lektorar en um níu konur voru stundakennarar/aukakennarar. Margrét gegndi stöðu prófessors í 30 ár, til ársins 1999 er hún lét af störfum vegna aldurs. Árið 1974 setti Margrét á laggirnar Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði við Landspítalann og var forstöðumaður hennar til ársins 1994.

Þann 10. nóvember 2011, á aldarafmæli Háskóla Íslands, var Margrét sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild skólans fyrir framlag sitt til veirufræðinnar og greiningu veirusýkinga. Hún var einnig heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi.

Margrét rannsakaði m.a. hæggenga veirusjúkdóma í sauðfé, eðli visnu-mæðiveikisýkingar og bóluefni við henni og skrifaði fjölda greina í innlend og erlend rit.

Sonardóttir Margrétar er Hildur Guðnadóttir sem hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist.

Heimildir

Tags:

19292. janúar20187. júlíHáskóli ÍslandsPrófessorVeirufræði

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

LekandiFaðir vorÁstandiðNafnorðSterk beygingLandvætturJón Páll SigmarssonLokiUppstigningardagurSumarólympíuleikarnir 1920SeljalandsfossRúnirBjarni Benediktsson (f. 1970)Agnes MagnúsdóttirMinkurForsetakosningar á ÍslandiHandknattleiksfélag KópavogsOrkumálastjóriG! FestivalAlþingiskosningar 2017ÁbendingarfornafnLondonSkákSkriðjökullKrýsuvíkÍrska lýðveldiðLotukerfiðTaylor SwiftHundalífÁsgeir ÁsgeirssonHeimspekiAfríkukeppni landsliða í knattspyrnu kvennaÞunglyndislyfListi yfir skammstafanir í íslenskuPatricia HearstJósef StalínKópavogurFinnlandKvennafrídagurinnHundurÓnæmiskerfiBrúðkaupsafmæliAtviksorðAt-merkiListi yfir forsætisráðherra ÍslandsInnflytjendur á ÍslandiUpplýsinginSiglufjörðurSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022Eiríkur BergmannBergþóra SkarphéðinsdóttirHestfjörðurTékklandNoregurBjörk GuðmundsdóttirFramsóknarflokkurinnLýsingarhátturLitáískaThomas JeffersonConnecticutHeimsviðskiptaráðstefnan í DavosKennifall (málfræði)Listi yfir íslenskar kvikmyndirSjómannadagurinnKristnitakan á ÍslandiKúrlandSaybiaBríet (söngkona)BelgíaLaddiHeyr, himna smiðurAðildarviðræður Íslands við EvrópusambandiðUngmennafélag GrindavíkurLitla-HraunTjaldur🡆 More