Guðleysi

Guðleysi er sú afstaða að trúa ekki á eða tilbiðja guði né æðri máttarvöld eða sú afstaða að hafna tilvist þeirra.

Orðið „guðleysi“ getur einnig verið samheiti orðsins „trúleysi“ en stundum er sá greinarmunur gerður á trúleysi og guðleysi að guðleysi sé eingöngu skortur á trú á guð eða guði (eða sú skoðun að guð sé ekki til) en trúleysi sé skortur á trú á bæði guði og alla aðra yfirnáttúru (eða sú skoðun að guð og öll önnur yfirnáttúra sé ekki til).

Þegar talað eru um guðleysi sem skort á trú á guð eða guði er það stundum nefnt veikt guðleysi en þegar það felur í sér þá skoðun að guð eða guðir séu hreinlega ekki til er það stundum nefnt sterkt guðleysi.

Veikt og sterkt guðleysi

Munurinn á veiku og sterku guðleysi er mikilvægur. Sterkt guðleysi felur í sér veikt guðleysi en ekki öfugt. Þennan mun má skýra með hliðstæðu dæmi af ótrúarlegum toga: Maður nokkur er ekki þeirrar skoðunar að Eiffel-turninn sé 400 m hár; en þótt hann hafi ekki þá skoðun að Eiffel-turninn sé 400 m hár er þó ekki þar með sagt að hann hljóti að vera þeirrar skoðunar að Eiffel-turninn sé ekki 400 m hár. Það er nefnilega ekki nauðsynlegt að sérhver maður hljóti að vera annaðhvort þeirrar skoðunar að Eiffel-turninn sé 400 m hár eða þeirrar skoðunar að hann sé ekki 400 m hár; sumir hafa aldrei heyrt á Eiffel-turninn minnst og hafa enga skoðun á málinu. Veikir guðleysingjar eru eins og þeir sem hafa hvorki þá skoðun að Eiffel-turninn sé 400 m hár né þá skoðun að hann sé ekki 400 m hár, nema hvað skoðanir veikra guðleysingja snúa að tilvist guðs: Þeir hafa ekki þá skoðun að guð sé til en ekki heldur þá skoðun að guð sé ekki til. Ef einhver er á hinn bóginn á þeirri skoðun að Eiffel-turninn sé ekki 400 m hár, heldur sé hann annaðhvort hærri eða lægri, þá má segja að sá hinn sami eigi það sameiginlegt með þeim fyrrnefnda að hann hefur ekki þá skoðun að turninn sé 400 m hár; báðir eiga það sameiginlegt að hafa ekki þá skoðun að turnin sé 400 m hár en sá síðarnefndi er beinlínis þeirrar skoðunar að turninn sé ekki 400 m hár. Síðarnefndi maðurinn er eins og sterkur guðleysingi, sem eins og veiki guðleysinginn hefur ekki þá skoðun að guð sé til en hefur á hinn bóginn þá skoðun ólíkt veika guðleysingjanum að guð sé ekki til.

Rétt eins og þeir sem ekki hafa heyrt minnst á Eiffel-turninn hafa enga skoðun á því hvað hann er hár hafa þeir sem aldrei hafa heyrt minnst á guði enga skoðun á því hvort guð eða guðir eru til eða ekki til. Í þessum skilningi er stundum sagt að allir fæðist guðlausir, því að ungabörn teljast til veikra guðleysingja þar sem þau hafa ekki heyrt minnst á guði og skortir hugtakið.

Neðanmálsgreinar

Frekari fróðleikur

  • Baggini, Julian. Atheism: A Very Short Introduction (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 0-19-280424-3
  • Dawkins, Richard. The GOD Delusion (New York: Houghton Mifflin, 2006). ISBN 0-618-68000-4
  • Harris, Sam. Letter to a Christian Nation (Alfred A Knopf, 2006). ISBN 0-307-26577-3
  • Harris, Sam. The End of Faith: Religion, Terror, and the Future of Reason (New York: W.W. Norton, 2004). ISBN 0-393-32765-5
  • Hitchins, Cristopher. God is not Great: How Religion Poisons Everything (New York: Twelve, 2007). ISBN 0-446-57980-7
  • Martin, Michael (ritstj.). The Cambridge Companion to Atheism (Cambridge: Cambridge University Press, 2006 [2007]). ISBN 0-521-60367-6
  • Martin, Michael. The Case Against Christianity (Philadelphia: Temple University Press, 1991). ISBN 1-56639-081-8
  • Mills, David. Atheist Universe: The Thinking Person's Answer to Christian Fundamentalism (Berkeley, CA: Ulysses Press, 2006). ISBN 1-56975-567-1
  • Nielsen, Kai. Atheism & Philosophy (Amherst, NY: Prometheus Books, 2005). ISBN 1-59102-298-3
  • Stenger, Victor J. God: the Failed Hypothesis. How Science Shows That God Does Not Exist (Amherst, NY: Prometheus Books, 2007). ISBN 978-1-59102-481-1
  • Walters, Kerry. Atheism: A Guide for the Perplexed (New York: Continuum, 2010). ISBN 0-8264-2493-7

Tenglar

  • „Hver er skilgreiningin á trúleysingja?“. Vísindavefurinn.
  • Samfélag trúlausra Geymt 4 október 2017 í Wayback Machine
  • Vantrú.is

Tags:

Guðleysi Veikt og sterkt guðleysiGuðleysi NeðanmálsgreinarGuðleysi Frekari fróðleikurGuðleysi TenglarGuðleysiGuðTrúTrúleysi

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Óbeygjanlegt orðÓlafur Jóhann ÓlafssonKúrdistanJóhann G. JóhannssonKeilirListi yfir forsætisráðherra ÍslandsListi yfir íslensk póstnúmerBárðarbungaSeyðisfjörðurHnúfubakurÁhrifavaldurÞorskastríðin1. maíBarnavinafélagið SumargjöfPáll ÓskarRóteindNafnorðSporvalaBubbi MorthensÁramótaskaup 2016Barbie (kvikmynd)Þorgrímur ÞráinssonLundiGreinirVísir (dagblað)ParísEiríkur rauði ÞorvaldssonEkvadorÚrvalsdeild karla í handknattleikHagstofa ÍslandsHow I Met Your Mother (1. þáttaröð)FiskurEgils sagaHafskipsmáliðLögbundnir frídagar á ÍslandiListi yfir tinda á Íslandi eftir hæðXXX Rottweilerhundarmoew8BaldurBjarni Benediktsson (f. 1908)Daði Freyr PéturssonGuðlaugur ÞorvaldssonSkúli MagnússonCristiano RonaldoKonungur ljónannaBankahrunið á ÍslandiDiskurArnar Þór JónssonDanmörkSameinuðu þjóðirnarHáskóli ÍslandsRíkissjóður ÍslandsKylian MbappéSagnmyndirForsetakosningar á Íslandi 2012Ísland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaFelix BergssonKróatíaBjarkey GunnarsdóttirIndónesíaSterk beygingBarónÍbúar á ÍslandiLéttirAusturríkiSveppirJón Jónsson (tónlistarmaður)SiglufjörðurÞunglyndislyfNáttúruvalListi yfir borgarstjóra ReykjavíkurLömbin þagna (kvikmynd)LýðræðiHeiðarbyggðinVistkerfiRímVeðurSverrir Jakobsson🡆 More