Umboðsstjórn Breta Í Palestínu

Umboðsstjórn Breta í Palestínu var stjórn sem var við lýði frá 1920 til 1948 í Palestínu samkvæmt umboði sem stofnað var til á vettvangi Þjóðabandalagsins.

Palestína
Fáni umboðsstjórnar Breta í Palestínu Skjaldarmerki umboðsstjórnar Breta í Palestínu
Fáni Skjaldarmerki
Staðsetning umboðsstjórnar Breta í Palestínu
Höfuðborg Jerúsalem
Opinbert tungumál Enska, arabíska og hebreska
Stjórnarfar Umboðsstjórn innan breska heimsveldisins á vegum Þjóðabandalagsins

Landstjóri Sir Herbert L. Samuel (1920–1925; fyrstur)
Sir Alan Cunningham (1945–1948; síðastur)
Umboðsstjórn á valdi Bretlands
 • Bretum veitt umboð 25. apríl 1920 
 • Bretland tekur formlega við stjórn 29. september 1923 
 • Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels 14. maí 1948 
Flatarmál
 • Samtals

25.585,3 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (1945)
 • Þéttleiki byggðar

1.764.520
66,27/km²
Gjaldmiðill Egypskt pund (til 1927)
Palestínskt pund (frá 1927)

Í fyrri heimsstyrjöldinni (1914–1918) missti Tyrkjaveldi stjórn í Botnalöndum vegna uppreisnar Araba og innrásarhers Breta. Í Hussein–McMahon-samskiptunum hafði Bretland lofað að viðurkenna stofnun sjálfstæðs Arabaríkis ef Arabar gerðu uppreisn gegn Tyrkjum en eftir styrjöldina skiptu Bretland og Frakkland landsvæðinu á milli sín með Sykes–Picot-samkomulaginu, sem Arabar litu á sem svikráð.

Í Balfour-yfirlýsingunni árið 1917 höfðu Bretar jafnframt lofað að styðja stofnun „heimalands Gyðinga“ í Palestínu. Í lok stríðsins stofnuðu Bretar og Frakkar sameiginlega hernámsstjórn þar sem áður hafði verið landsvæðið Sýrland innan Tyrkjaveldis. Bretar sköpuðu lagagrundvöll fyrir stjórn sinni í Palestínu þegar þeir hlutu umboð til að fara með stjórn svæðisins frá Þjóðabandalaginu í júní árið 1922. Þjóðabandalagið hafði komið á fót kerfi umboðsstjórna með það að markmiði að stýra landsvæðum hins sáluga Tyrkjaveldis „þar til þau gætu staðið á eigin fótum“.

Á tíma umboðsstjórnarinnar fluttu margir Gyðingar til Palestínu og þjóðernishreyfingar færðust í vöxt bæði meðal Gyðinga og Araba á svæðinu. Hagsmunaárekstrar milli fólkshópanna leiddu til uppreisnar Araba í Palestínu árin 1936–1939 og uppreisnar Gyðinga árin 1944–1948. Í nóvember árið 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar áætlun um að skipta landsvæðinu í tvö ríki, eitt fyrir Araba og annað fyrir Gyðinga. Palestínustríðið 1947–1949 leiddi hins vegar til þess að landsvæði umboðsstjórnarinnar var skipt á milli Ísraelsríkis, Jórdaníu, sem innlimaði Vesturbakka Jórdan, og Egyptalands, sem stofnaði palestínskt verndarsvæði á Gasaströndinni.

Neðanmálsgreinar

Tilvísanir

Umboðsstjórn Breta Í Palestínu   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

PalestínaÞjóðabandalagið

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

BloggBjörgólfur Thor BjörgólfssonSameinuðu þjóðirnarMaríuhöfn (Hálsnesi)Pétur Einarsson (f. 1940)SamningurLokiForseti ÍslandsLakagígarSamfylkinginRagnar loðbrókWikipediaJohn F. KennedydzfvtNúmeraplataISBNNafnhátturÓlympíuleikarnirHalldór LaxnessAlþingiskosningarTilgátaÍslenska stafrófiðSvartfjallalandÚlfarsfellGunnar HámundarsonFrumtalaHarvey WeinsteinJeff Who?Jón Sigurðsson (forseti)PóllandDimmuborgirÓðinnÞingvellirBjarni Benediktsson (f. 1970)Ólafur Egill EgilssonListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaForsetakosningar á Íslandi 1980GjaldmiðillÓlafur Ragnar GrímssonKalda stríðiðUnuhúsPáll ÓlafssonSpóiDropastrildiRauðisandurForsíðaSnorra-EddaUngmennafélagið AftureldingLundiVestfirðirSkjaldarmerki ÍslandsValdimarGarðabærFjaðureikHeiðlóaRagnar JónassonEinar BenediktssonSýslur ÍslandsÓlafsvíkÍslenskaEnglar alheimsins (kvikmynd)SýndareinkanetJóhann Berg GuðmundssonKópavogurSigríður Hrund PétursdóttirStefán MániFáni FæreyjaJóhannes Sveinsson KjarvalHellisheiðarvirkjunGoogleHallveig FróðadóttirSankti PétursborgMelkorka MýrkjartansdóttirListi yfir íslenska sjónvarpsþættiGamelanStöng (bær)🡆 More