Konstantín Tsjernenko: Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (1911-1985)

Konstantín Ústínovítsj Tsjernenko (rússneska: Константи́н Усти́нович Черне́нко; 24.

september">24. september 191110. mars 1985) var sovéskur stjórnmálamaður og aðalritari sovéska kommúnistaflokksins í aðeins þrettán mánuði frá 1984 til dauðadags.

Konstantín Tsjernenko
Константи́н Черне́нко
Konstantín Tsjernenko: Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (1911-1985)
Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins
Í embætti
9. febrúar 1984 – 10. mars 1985
ForveriJúríj Andropov
EftirmaðurMíkhaíl Gorbatsjov
Forseti forsætisnefndar Æðstaráðs Sovétríkjanna
Í embætti
11. apríl 1984 – 10. mars 1985
ForveriVasílíj Kúznetsov (starfandi)
EftirmaðurAndrej Gromyko
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. september 1911
Bolshaja Tes, Jenísejsk, rússneska keisaraveldinu
Látinn10. mars 1985 (73 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Sovétríkjanna
MakiFaína Vassíljevna Tsjernenko
Anna Dmítríjevna Ljúbímova
BörnAlbert, Vera, Jelena, Vladímír
UndirskriftKonstantín Tsjernenko: Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (1911-1985)

Æviágrip

Tsjernenko hóf stjórnmálaferil sinn í borginni Krasnojarsk en flutti árið 1948 til Moldavíu, þar sem hann hóf störf í þjónustu Leoníds Brezhnev, sem var þá aðalritari moldavíska Sovétlýðveldisins en átti síðar eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna allra. Tsjernenko fylgdi Brezhnev til Moskvu þegar Brezhnev hlaut sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og vann í áróðursráðuneyti Sovétríkjanna. Tsjernenko varð sjálfur meðlimur í miðstjórninni árið 1977. Tsjernenko var ekki heilsuhraustur og þjáðist bæði af lungnaveiki, lifrarbólgu og skorpulifur. Tsjernenko gerðist aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir að Júríj Andropov lést árið 1984.

Fátt gerðist á stuttri valdatíð Tsjernenkos. Staða rússneska tungumálsins var styrkt á sovéskum yfirráðasvæðum þar sem málið var ekki móðurmál innfæddra og haldið var áfram að bæla niður pólitískt andóf. Tilraunum til að vinna bug á spillingu var hins vegar mestmegnis frestað. Sovéskir valdhafar létu stífla fjölmörg fljót í Síberíu en þessar ákvarðanir ollu talsverðum umhverfisskemmdum sem ekki var tekist á við fyrr en árið 1987.

Tsjernenko lést úr sjúkdómum sínum þann 10. mars 1985. Hann var þriðji leiðtogi Sovétríkjanna sem lést á jafnmörgum árum. Haft er eftir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta þegar hann frétti af dauða Tsjernenkos: „Hvernig á mér að miða eitthvað áfram með þessa Rússa ef þeir halda áfram að deyja?“

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Júríj Andropov
Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins
(1984 – 1985)
Eftirmaður:
Míkhaíl Gorbatsjov


Tags:

10. mars1911198524. septemberAðalritari sovéska kommúnistaflokksinsRússneskaSovétríkin

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

StigbreytingEfnaformúlaÚtilegumaðurMagnús Kjartansson (tónlistarmaður)HljómskálagarðurinnJeff Who?HnísaJakob Frímann MagnússonKonungur ljónannaListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaHeyr, himna smiðurIngólfur ArnarsonInnrás Rússa í Úkraínu 2022–TyrkjarániðBjörgólfur Thor BjörgólfssonÓlafsvíkTékkland1974Svampur SveinssonForsetakosningar á Íslandi 2020BaldurMaðurHalla TómasdóttirJaðrakanHrafna-Flóki VilgerðarsonBenedikt Kristján MewesSkotlandGæsalappirHáskóli ÍslandsSkordýrÍslenska sauðkindinEgill Skalla-GrímssonListi yfir lönd eftir mannfjöldaGísli á UppsölumÍslenska kvótakerfiðTyrklandEgill EðvarðssonVladímír PútínSaga ÍslandsLogi Eldon GeirssonHringtorgSýslur ÍslandsLofsöngurKúbudeilanMontgomery-sýsla (Maryland)Ungfrú ÍslandAlfræðiritSjálfstæðisflokkurinnÍbúar á ÍslandiLómagnúpurHarry PotterEgilsstaðir2020JafndægurPáll ÓskarBríet HéðinsdóttirHallgrímskirkjaListi yfir landsnúmerMarylandGrikklandHljómsveitin Ljósbrá (plata)DanmörkSönn íslensk sakamálKvikmyndahátíðin í CannesSvartfjallalandHetjur Valhallar - ÞórDaði Freyr PéturssonKatrín JakobsdóttirSigurboginnÓfærðÁrbærInnflytjendur á ÍslandiFyrsti vetrardagurGylfi Þór SigurðssonSeglskúta🡆 More