Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum

Gran Canaria (stundum kölluð Kanarí á íslensku) er spænsk eyja.

Hún liggur á hnitunum 28°'N og 15°35'V. Mannfjöldi eyjunnar er 847.830 (2015). Hún er næstfjölmennasta eyjan af Kanaríeyjum á eftir Tenerife og sú þriðja stærsta. Eyjan er í Atlantshafi í um það bil 150 km. fjarlægð frá norðvesturströnd Afríku og er 1560 km² að flatarmáli. Hæsti punkturinn er 1 956 metrar (Morro de la Agujereada). Helstu ferðaskrifstofur í Evrópu hafa útnefnt eyjuna sem þann ferðamannastað, þar sem loftslag er best í heimi.

Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum
Kort
Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum
Maspalomas
Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum
Innri hluti eyjarinnar
Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum
Morro de la Agujereada (Goggur með Gati)

Söguágrip

Talið er að frumbyggjar Gran Canaria, Guanche hafi komið til eyjarinnar á árinu 500 fyrir Krist. Eyjan var í fyrstu nefnd Tamarán eða land hinna hugrökku. Eftir yfir 100 ára stríð Evrópulanda um völd á eyjunni, var hún innlimuð í Spánarveldi árið 1483 undir stjórn Ísabellu I. Spánardrottningar.

Landsvæði og samfélag

Gran Canaria er kölluð "mini-álfa" vegna fjölbreytilegs loftslags og landslags eyjarinnar, sem heyrir að einum þriðja hluta undir verndarsvæði UNESCO. Þar má finna langar strendur ýmist með gulum sandi eða svörtum og græn svæði og skóga, lítil þorp og litla bæi ásamt stórborginni Las Palmas með um 390.000 íbúa. Nánast er hægt að draga línu um eyjuna miðja, suðurhluti eyjunna er gróðurlítill nema það, sem ræktað hefur verið. Norðurhlutinn er þakinn trjám (m.a. kanaríeyjafuru) og öðrum gróðri en þar er einnig mun meiri ræktun ávaxta og grænmetis.

Eyjan er mjög gróðursæl að norðanverðu, þar sem rignir meira og munur á hitastigi á nóttu og degi, sem og á vetri og sumri, er meiri en að sunnanverðu. Jafnframt er oft talsverður hitamunur á ofanverðri eyjunni og við ströndina. Að vetri til snjóar stundum í efstu fjallshlíðum.

Tenglar


Gran Canaria: Spænsk eyja og ein af Kanaríeyjunum   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

AfríkaAtlantshafKanaríeyjarSpánnTenerife

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Sigríður Björk GuðjónsdóttirÓlympíuleikarnirNapóleon BónaparteSkynsemissérhyggjaK-vítamínÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuSpaugstofanSjávarföllEnskaEinhverfaAsía1. maíÁbrystirÞunglyndislyfLitáískaListi yfir íslensk mannanöfnKristnitakan á ÍslandiSamfylkinginEyjafjörðurHeimskautarefurListi yfir íslensk skáld og rithöfundaHundurPatreksfjörðurTáknKókaínHarry PotterMynsturJóhann Berg GuðmundssonSigmund FreudSkjaldarmerki ÍslandsSkátafélagið ÆgisbúarEldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024MorfísForsetakosningar á ÍslandiÁstandiðÍslensk mannanöfn eftir notkunÍslensk sveitarfélög eftir flatarmáliKarlamagnúsÁhrifssögnVatnshlot25. aprílÍsafjörðurSigrún ÞorsteinsdóttirH.C. AndersenSpænska veikinSlow FoodFIFOMo-DoListi yfir morð á Íslandi frá 2000ForsetningarliðurGaldra–LofturÁsdís ÓladóttirSumardagurinn fyrstiHöfuðborgarsvæðiðHawaiiJörundur hundadagakonungurEldgosRóbert laufdalPíkaUppstigningardagurGuðrún BjörnsdóttirSnjóflóðið í SúðavíkDiskurLitla hryllingsbúðin (söngleikur)Ópersónuleg sögnFylkiðSíderBjarnfreðarsonEiríkur Ingi JóhannssonAlabamaStigbreytingHjaltlandseyjarAlþingiskosningar 2009Garðabær🡆 More