El Salvador

El Salvador er land í Mið-Ameríku með landamæri að Gvatemala í norðvestri og Hondúras í norðaustri og strönd að Kyrrahafi í suðri.

Höfuðborgin og stærsta borg El Salvador er San Salvador. Íbúar voru áætlaðir vera 6,8 milljónir árið 2021 og landið er það þéttbýlasta á meginlandi Ameríku.

República de El Salvador
Fáni El Salvador Skjaldarmerki El Salvador
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Dios, Unión, Libertad (spænska)
Guð, eining, frelsi
Þjóðsöngur:
Himno Nacional de El Salvador
Staðsetning El Salvador
Höfuðborg San Salvador
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti Claudia Rodríguez de Guevara (starfandi)
Sjálfstæði
 • frá Spáni 15. september, 1821 
 • frá Mið-Ameríkusambandinu 1842 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
148. sæti
21.041 km²
1,5
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
107. sæti
6.830.000
324,4/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 53,667 millj. dala (101. sæti)
 • Á mann 8.388 dalir (111. sæti)
VÞL (2019) El Salvador 0.673 (124. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur og bitcoin
Tímabelti UTC-6
Þjóðarlén .sv
Landsnúmer +503

Meðal þeirra miðamerísku þjóða sem ríktu yfir þessu svæði voru Lenkar (eftir 600), Majar og síðan Cuzcatlekar. Fornleifar benda líka til þess að Olmekar hafi verið á svæðinu á fyrsta árþúsundinu f.o.t. Í upphafi 16. aldar lagði Spænska heimsveldið Mið-Ameríku undir sig og gerði að hluta af varakonungsdæminu Nýja-Spáni með höfuðborg í Mexíkóborg. Varakonungsdæmið hafði samt lítið yfir daglegu lífi á eiðinu að segja. Árið 1609 varð landið hluti af höfuðsmannsdæminu Gvatemala sem fékk sjálfstæði 1821. Landið var neytt inn í Fyrsta mexíkóska keisaradæmið, klauf sig síðan frá því og gekk í Sambandslýðveldi Mið-Ameríku 1823. Þegar sambandsríkið leystist upp 1841 varð El Salvador fullvalda ríki. Það myndaði skammlíft bandalag með Hondúras og Níkaragva sem nefndist Stórlýðveldi Mið-Ameríku og stóð frá 1895 til 1898.

Frá síðasta hluta 19. aldar fram á miðja 20. öld ríkti stjórnmálalegur og efnahagslegur óstöðugleiki í El Salvador og saga landsins var mörkuð valdaránum, uppreisnum og röð alræðisstjórna. Viðvarandi ójöfnuður og órói leiddu til borgarastyrjaldar sem stóð frá 1979 til 1992, milli herforingjastjórnar sem naut stuðnings Bandaríkjanna og bandalags vinstrisinnaðra skæruliðasveita. Styrjöldinni lauk með Chapultepec-friðarsamningunum sem komu á fjölflokkalýðræði sem hefur haldist síðan. Meðan á borgarastyrjöldinni stóð flúðu margir íbúar El Salvador til Bandaríkjanna, og árið 2008 voru þeir stærsti innflytjendahópurinn þar.

Landbúnaður hefur lengi verið undirstaða efnahagslífs í El Salvador, allt frá því Spánverjar lögðu kakóræktun indíána undir sig á 16. öld, með miðstöð framleiðslunnar í Izalco, og balsam frá fjöllunum í La Libertad og Ahuachapán. Seinna varð sprenging í ræktun indigós á 19. öld til framleiðslu á litarefnum. Eftir það tók kaffi við sem helsta útflutningsafurð landsins og snemma á 20. öld stóð kaffiræktunin undir 90% útflutningstekna. Síðan þá hefur El Salvador reynt að renna fleiri undirstöðum undir efnahagslífið með verslun og framleiðsluiðnaði. Kolóninn, gjaldmiðill El Salvador frá 1892, var lagður niður árið 2001 og bandaríkjadalur tekinn upp í staðinn. Árið 2021 var rafmyntin bitcoin jafnframt gerð að lögmiðli í El Salvador.

Á vísitölu um þróun lífsgæða er El Salvador í 124. sæti af 189 löndum. Þrátt fyrir mikla fátækt og útbreidda ofbeldisglæpi er efnahagsjöfnuður í El Salvador sá annar hæsti í Rómönsku Ameríku. Í rannsókn á 77 löndum árið 2021 reyndist El Salvador það land þar sem einfaldast var að eiga viðskipti.

Heiti

Spænski landvinningamaðurinn Pedro de Alvarado nefndi landið eftir Jesú Kristi – San Salvador (bókstl. „heilagur frelsari“). Heiti landsvæðisins, að meðtöldu héraðinu San Miguel, var síðan aukið í Provincia De Nuestro Señor Jesus Cristo, El Salvador Del Mundo (bókstl. „hérað drottins vors, Jesú Krists, frelsara heimsins“), sem var stytt í Lýðveldið El Salvador eða einfaldlega Salvador. Að lokum varð það síðan El Salvador.

Saga

Borgarastríð

Borgarastríðið í El Salvador (1979 – 1992) voru átök á milli hers ríkisstjórnar El Salvador, sem Bandaríkin studdu, og uppreisnarmanna í bandalaginu Farabundo Martí National Liberation Front (FMLN), sem var bandalag fimm vinstrisinnaðra skæruliðahópa. Kúba og önnur kommúnistaríki studdu uppreisnarmennina. Veruleg spenna og ofbeldi höfðu verið til staðar áður en að borgarastríðið skall á og varði í tólf ár.

Borgarastríð El Salvador er önnur lengsta borgarastyrjöld í Suður-Ameríku en sú lengsta var í Guatemala. Átökunum lauk árið 1990. Ekki er vitað hve margir hurfu á meðan stríðinu stóð en meira en 75 þúsund manns voru drepnir.

Árið 1979 tók herforingjastjórnin við völdum í El Salvador. Það er að segja, hún steypti af stóli þáverandi forseta El Salvador, Carlos Humberto Romero hershöfðingja. Bæði öfgasinnaðir hægri- og vinstrimenn voru á móti nýju ríkisstjórninni. Spenna jókst og landið var á barmi uppreisnar. Illa þjálfaðir hermenn hers El Salvador tóku þátt í kúgun og morðum. Alræmdust voru El Mozote fjöldamorðin í desember 1981. Á næstu tveimur árum (1982 – 1983) myrti herliði stjórnvalda um það bil átta þúsund óbreytta borgara

Um 1985 var minna um morð af völdum herliðsins en við og við var manneskja drepin og skilin eftir fyrir allra augum í þeim tilgangi að halda fólki í ótta við hvað gæti gerst ef það snerist gegn hernum. Dauðasveitum ríkisins hafði tekist að gereyða mörgum stéttarfélögum og stjórnmálasamtaka. Þeir sem lifðu af neyddust til að flýja landið eða ganga í lið með skæruliðahópunum.

Í lok áratugsins höfðu lífskjör íbúanna dregist saman um 30% frá árinu 1983. Fæstir höfðu aðgang að hreinu vatni eða heilsugæslu. Atvinnuleysi varð um það bil 50% og kaupmáttur lækkaði um 54% frá árinu 1979 fyrir þá sem héldu vinnu.

Á þessum tólf árum frömdu bæði ríkisstjórnin og vinstrisinnaðir skæruliðar hömlulaus mannréttindabrot. Borgarastyrjöldinni lauk árið 1992 með friðarsamningum. Í aðdraganda þeirra var því lýst yfir að þeir sem frömdu þessi mannréttindabrot yrðu fjarlægðir úr stjórnsýslunni og hernum. Frá þeim tíma hefur sannleiksnefnd verið að störfum og fjallað um grimmdarverk þau sem framin voru á meðan borgarastyrjöldin stóð yfir.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

El Salvador skiptist í 14 sýslur (departamentos) sem aftur skiptast í 262 sveitarfélög (municipios).

El Salvador 
Map of the departments of El Salvador with names.
# Fáni Sýsla Höfuðstaður Stærð (km2) Íbúar
(2013)
Sveitarfélög
1 El Salvador  Ahuachapán Ahuachapán 1.239,6 333.406 12
2 El Salvador  Cabañas Sensuntepeque 1,103.5 164,945 9
3 El Salvador  Chalatenango Chalatenango 2.016,6 204.808 33
4 El Salvador  Cuscatlán Cojutepeque 756,2 252.528 16
5 El Salvador  La Libertad Santa Tecla 1.652,9 747.662 22
6 El Salvador  La Paz Zacatecoluca 1.223,6 328.221 22
7 El Salvador  La Unión La Unión 2.074,3 263.271 18
8 El Salvador  Morazán San Francisco Gotera 1.447,4 199.519 26
9 El Salvador  San Miguel San Miguel 2.077,1 478.792 20
10 El Salvador  San Salvador San Salvador 886,2 1.740.847 19
11 El Salvador  San Vicente San Vicente 1.184,0 174.561 13
12 El Salvador  Santa Ana Santa Ana 2.023,2 572.081 13
13 El Salvador  Sonsonate Sonsonate 1.225,2 463.732 16
14 El Salvador  Usulután Usulután 2.130,4 366.040 23

Tilvísanir

El Salvador   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

El Salvador HeitiEl Salvador SagaEl Salvador StjórnmálEl Salvador TilvísanirEl SalvadorGvatemalaHondúrasKyrrahafMið-AmeríkaSan Salvador

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

SvartfjallalandGjaldmiðillÍslenska sauðkindinHallgerður HöskuldsdóttirBaltasar KormákurRagnar JónassonAdolf HitlerSeinni heimsstyrjöldinListi yfir forsætisráðherra ÍslandsEldgosaannáll ÍslandsÍsland Got TalentAladdín (kvikmynd frá 1992)Indriði EinarssonEgill Skalla-GrímssonForseti ÍslandsAlmenna persónuverndarreglugerðinListi yfir risaeðlurC++Kristófer KólumbusSaga ÍslandsHandknattleiksfélag KópavogsElriJafndægurSkotlandVopnafjörðurLakagígarNafnhátturBorðeyriSkaftáreldarFylki BandaríkjannaOrkumálastjóriKrónan (verslun)Meðalhæð manna eftir löndumLatibærSíliEgyptalandSteinþór Hróar SteinþórssonFáni SvartfjallalandsKjördæmi ÍslandsBjarkey GunnarsdóttirMaríuerlaSoffía JakobsdóttirAlþingiskosningarFreyjaSeyðisfjörðurLundiKaupmannahöfnKjartan Ólafsson (Laxdælu)WikiMargrét Vala MarteinsdóttirMerik TadrosSkordýrLýsingarorðPáskarKnattspyrnufélagið Haukarg5c8yKarlsbrúin (Prag)HringadróttinssagaKonungur ljónannaKjarnafjölskyldaBríet HéðinsdóttirTjörn í SvarfaðardalKnattspyrnaEinar Þorsteinsson (f. 1978)Sædýrasafnið í HafnarfirðiListi yfir íslenska sjónvarpsþættiVífilsstaðirTyrkjarániðFáni FæreyjaLaufey Lín JónsdóttirStríðForsetakosningar á Íslandi 1980KalkofnsvegurÓlympíuleikarnirFlámæliVikivaki🡆 More