Charlottenburg-Kastali

Charlottenburg-kastali er stærsti kastalinn sem enn stendur í Berlín.

Hann er safn í dag.

Charlottenburg-Kastali
Charlottenburg-kastali

Saga kastalans

Charlottenburg-Kastali 
Teehús í kastalagarðinum

Upphaf

Það var Sophie Charlotte, eiginkona kjörfustans Friðriks III (seinna Friðrik I Prússakonungur), sem lét reisa kastalann. Hún hafði fengið gefins þorpið Lietze, sem var nokkra km fyrir vestan Berlín (en er í núverandi borgarhluta Charlottenburg). Kastalinn var í byggingu 1696-1699 og vígður 11. júní það ár. Hann fékk heitið Lietzenburgkastali (Schloss Lietzenburg) eftir þorpinu. Sophie Charlotte dvaldi þó ekki lengi í honum, því hún lést 1705, þá aðeins 37 ára gömul. Kastalinn var þá í stækkun. Við dauða Sophie Charlotte var heiti kastalans breytt í Charlottenburg, henni til heiðurs.

Aðsetur konunga og keisara

1740 varð Friðrik II konungur Prússlands. Hann tók mikið dálæti á Charlottenburg-kastala og gerði hann að aðsetri sínu. Áhugi hans dvínaði samt mjög er Sanssouci-kastalinn í Potsdam var vígður. Þá flutti hann þangað. Eftir það var kastalinn lítil notaður af kóngafólkinu. Þó flutti Friðrik III í kastalann þegar hann varð keisari. Hann lifði þó eftir þetta aðeins í 99 daga. Hann var eini keisarinn sem bjó í kastalanum.

Kastalinn í dag

Í lok heimstyrjaldarinnar fyrri var hluti kastalans notaður sem hersjúkrahús. En í heimstyrjöldinni síðari skemmdist hann talsvert í loftárásum. Fljótlega var þó hafist handa við að gera kastalann upp. Árið 1960 var hann gerður að safni. Þar er til sýnis heimili Friðriks II, krúnudjásn Friðriks I og eiginkonu hans Sophie Charlotte, postulínssafn og málverkasafn. Auk þess stendur til að setja Hohenzollernsafið í kastalann. 2004-2006 bjó forseti Þýskalands í kastalanum meðan aðsetur hans, Bellevue-kastalinn, var gerður upp.

Bernsteinsalurinn

Charlottenburg-Kastali 
Eftirmynd af hinum ægifagra Bernsteinsal

Hinn undurfagri Bernsteinsalur var upphaflega smíðaður fyrir Charlottenburg-kastala. Hér er um raf að ræða, það er steingerða trjákvoðu sem Þjóðverjar kalla Bernstein. En sökum þess að Sophie Charlotte lést áður en vinnunni lauk, var Bernsteinsalurinn þess í stað settur upp í Miðborgarkastalanum (Berliner Stadtschloss). Fegurðin var slík að salurinn var kallaður 8. heimsundrið. Friðrik Vilhjálmur I gaf Pétri mikla salinn 1716, sem flutti hann til Rússlands.

Kastalagarðurinn

Charlottenburg-Kastali 
Grafhýsi Sophie Charlotte í kastalagarðinum

Kastalagarðurinn var lagður 1697 samfara byggingu kastalans. Hann er gríðarlega stór og voru reistar í honum nokkur hús, svo sem veiðihús, teehús og fleira. Norðurendi garðsins afmarkaðist af ánni Spree en þaðan var hægt að sigla til Berlínar. Friðrik II konungur lét breyta garðinum í fagran garð í rókókóstíl. Í garðinum er einnig grafhýsi fyrir Luisu drottningu, eiginkonu Friðriks Vilhjálms. Kastalagarðurinn er almenningsgarður í dag.

Tenglar

Heimildir

Tags:

Charlottenburg-Kastali Saga kastalansCharlottenburg-Kastali BernsteinsalurinnCharlottenburg-Kastali KastalagarðurinnCharlottenburg-Kastali TenglarCharlottenburg-Kastali HeimildirCharlottenburg-KastaliBerlín

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

VífilsstaðirRagnarökSkotfærinÍrlandKonungasögurÞorsteinn Már BaldvinssonBlóðbergSkjaldbreiðurMýrin (kvikmynd)Sódóma ReykjavíkAfríkaGuðmundur Ingi ÞorvaldssonFákeppniSameinuðu arabísku furstadæminÞór (norræn goðafræði)Alexander PeterssonTýrYorkLissabonRefurinn og hundurinnLeifur heppniSögutímiÞorskastríðinTjad28. maíTundurduflaslæðariÖlfusáCarles PuigdemontEnglandIdi AminThe Open UniversityKasakstanMars (reikistjarna)2005ÞjóðaratkvæðagreiðslaHaraldur ÞorleifssonVera IllugadóttirSjálfstætt fólkListi yfir íslenska sjónvarpsþættiMaðurPersóna (málfræði)AkureyriÍslenskar mállýskurJón Atli BenediktssonHinrik 8.DaniilTívolíið í KaupmannahöfnNeymarEþíópíaH.C. AndersenSpurnarfornafnHollandLiechtensteinAlmennt brotListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaGabonLaosVilmundur GylfasonMilljarðurFreyjaElly VilhjálmsMisheyrnRúmenía1908HornstrandirSukarnoInternet Movie DatabaseSilungurJafndægurIðunn (norræn goðafræði)Bogi (byggingarlist)KartaflaSnæfellsjökullTungustapiVestfirðirÍsland í seinni heimsstyrjöldinni🡆 More