Asbest

Asbest er samheiti yfir sex náttúrulegar steintegundir sem mynda mjög fíngerða þráðkennda kristalla.

Asbest var fyrst unnið úr námu fyrir 4.000 árum en notkun þess stórjókst undir lok 19. aldar. Asbest er meðal annars notað til hljóð- og hitaeinangrunar. Notkun efnisins breiddist hratt út vegna þess hve ódýrt það er í framleiðslu og jókst stöðugt fram á miðja 20. öld.

Asbest
Asbestþræðir (tremólít).
Asbest
Þakefni úr asbesti.

Asbest molnar auðveldlega og verður að asbestryki. Andi fólk rykinu að sér festist það í lungum þess og ef um nógu mikið magn er að ræða getur það valdið líkamlegum skaða. Áhrif þessa skaða geta verið um það bil 20–40 ár að koma í ljós og geta lýst sér sem steinlunga, lungnakrabbamein eða fleiðrukrabbamein. Vegna þessara afleiðinga var notkun asbests takmörkuð eða bönnuð víða um heim á níunda og tíunda áratugnum.

Þrátt fyrir bannið er neikvæð áhrif asbests enn að finna í dag. Framleiðsla þess heldur áfram í nokkrum löndum. Í Rússlandi er ársframleiðsla asbests yfir milljón tonn eða um helmingur heimsframleiðslu. Einnig framleiða Brasilía, Kasakstan og Kína asbest enn þann dag í dag. Langmesti hluti þess er seldur til þróunarlanda.

Afleiðingar eftir löndum

Danmörk

Í Danmörku látast um það bil 400 manns á ári úr sjúkdómum tengdum asbesti.

Ísland

Notkun asbests á Íslandi hófst eftir seinni heimsstyrjöldina. Innflutningur asbests náði hámarki árið 1980 en þá var hann um 3.500 tonn. Það var mikið notað til að einangra heitavatnslagnir. Árið 1983 var það að mestu bannað á Íslandi en innflutningur fór að aukast aftur árið 1990. Hann náði 800 tonnum árið 1992. Allsherjarbann innan EES tók gildi árið 2005.

Asbest var víða notað í útihús og jafnvel íbúðarhús í sveitum á Íslandi. Talið er að miklu magni af asbesti hafi verið fargað á óviðunandi hátt á tímabilinu 1960-1980.

Að minnsta kosti 90 Íslendingar hafa greinst með fleiðrukrabbamein, þar af 45 á tímabilinu 2005–2017. Tíðni sjúkdóma vegna asbests er talin tiltölulega hærri á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum.

Norður-Ameríka

Asbest var unnið í Bandaríkjunum til ársins 2002 og í Québec í Kanada til 2011. Þar deyja árlega um það bil fimm þúsund manns vegna áhrifa asbests.

Tenglar

Heimildir

Tags:

Asbest Afleiðingar eftir löndumAsbest TenglarAsbest HeimildirAsbestKristallSteintegund

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Amazon KindleSpendýrKjördæmi ÍslandsMorð á ÍslandiTékklandEndurnýjanleg orkaBaugur GroupGísli á UppsölumViðreisnSkoski þjóðarflokkurinnJóhanna SigurðardóttirGugusarEMacFornnorrænaKínaTónstigiNorðfjarðargöngBerklarKöfnunarefniTröllBrúneiLandnámabókSteinbíturBreiddargráðaMegasRúmmálBreiðholtSíðasta veiðiferðinDymbilvikaÍsafjörðurÝsaSuðurlandsskjálftinn 29. maí 2008PragSvarfaðardalurNoregurGuðni Th. JóhannessonFriðrik Friðriksson (prestur)BerkjubólgaFjalla-EyvindurApabólufaraldurinn 2022–2023HesturPerm22. marsHólar í HjaltadalLitningurÍbúar á ÍslandiÍrlandEldgígurListi yfir íslenska myndlistarmennJapanArnaldur IndriðasonBroddgölturAron Einar GunnarssonHöggmyndalistBorgaraleg réttindiÍslenski þjóðbúningurinnMarðarættTyrkjarániðSnorri SturlusonAuður Eir VilhjálmsdóttirÞjóðleikhúsiðKænugarðurKolefniSkjaldarmerki ÍslandsBrennisteinnEnglandListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiVatnTónlistarmaðurÞingholtsstrætiListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaFyrri heimsstyrjöldinHSnjóflóðið í SúðavíkBríet (söngkona).jp🡆 More