Samráð Olíufélaganna: Verðsamráð olíufélaga á Íslandi 1993-2001

Samráð olíufélaganna var ólöglegt verðsamráð olíufélaga á Íslandi.

Þrjú olíufélög: Olís, Skeljungur (sem rekur Orkuna) og Ker (sem rak Essó) stunduðu verðsamráð sem hófst ekki seinna en í mars 1993 og fram að lokum þess tímabils sem rannsókn Samkeppnisstofnunar náði til, í desember 2001. Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið) úrskurðaði fyrirtækin fjögur til hárrar sektar þann 28. október 2004. Öll áfrýjuðu þau sektinni.

Fjölmargir lögaðilar hafa höfðað mál gegn olíufélögunum í þeim tilgangi að fá skaðabætur. Í febrúar 2008 voru olíufélögin dæmd til þess að greiða Reykjavíkurborg 73 milljónir í skaðabætur, í maí 2010 til þess að greiða Vestmannaeyjabæ 14 milljónir og í júní 2011 var greint frá því að olíufélögin hefðu greitt Stoðum 110 milljónir í skaðabætur og bandaríska fyrirtækinu Alcoa sem rekur álverið í Straumsvík nokkuð lægri bætur. Hins vegar hefur Ker hf. stefnt íslenska ríkinu (og samkeppnisyfirvöldum) þar sem því þykir ekki sannað að það hafi haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af samráðinu. Í janúar 2012 stefndi íslenska ríkið olíufélögunum og fór fram á skaðabætur að upphæð 25 milljónir.

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, lét hafa eftir sér í september 2010 að hátt álag á bensíni væri til marks um að enn væri lítil samkeppni á olíumarkaðnum. Greiningardeild Arion banka komst að þeirri niðurstöðu að á tímabilinu 2008-2010 hafi álagning olíufélaganna á hvern bensínlítra lækkað úr 60 kr. í um 45 kr. lítrann. Hins vegar hafi álagning ríkisins stóraukist. Leiddar hafa verið líkur að því, vegna opinberra ummæla Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1s, að samkeppni hafi verið óvirk eða lítil af hálfu N1s strax eftir hrun, því félaginu hafi borið „skylda til að virða ákveðið ástand sem var á markaðnum, þ.e. að félögin voru misvel sett“.

Málsaðilar

Samkeppnisstofnun var opinber stofnun íslenska ríkisins, stofnuð árið 1993, sem gæta átti að samkeppni fyrirtækja samkvæmt lögum. (Til að koma í veg fyrir misskilning skal tekið fram að Samkeppniseftirlitið starfar í dag samkvæmt lögum sem sett voru 2005 og leysa þau Samkeppnisstofnun af.) Í 10. gr. samkeppnislaga segir: „Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar.“ Samkeppnisstofnun hafði vald til að beita sektarákvæðum við brotum á þessari grein.

Samráð Olíufélaganna: Málsaðilar, Rannsókn Samkeppnisstofnunar, Neðanmálsgreinar 
Verð á olíu á stærsta olíumarkaðnum, Bandaríkjamarkaði fjórfjaldaðist á tímabilinu 1974-2004

Samkeppni á markaði er almennt talin skila lægra verði til neytenda og auka nýtni. Ef framleiðendur á markaði ákveða hins vegar að eiga með sér samráð um verð geta þeir stjórnað hagnaði sínum að því gefnu að verðteygni sé lítil eins og tilfellið er með olíu. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar sé meðaltalsávinningur fyrirtækja af samráði 10% af viðskiptum með þá vöru eða þjónustu en skaði samfélagsins er tvöfalt meiri.

Olíumarkaðurinn á Íslandi

Í alþjóðlegu samhengi er íslenski olíumarkaðurinn agnarsmár en þar eru þrjú fyrirtæki með um þriðjungshlut hvert: Ker hf. (áður Olíufélagið hf.) með 35-40%, Olíuverzlun Íslands hf. (Olís), Skeljungur hf. bæði með um 25-30% og Atlantsolía með 5-10% markaðshlutdeild. Þrjár línur sjálfsafgreiðslustöðva eru reknar; Bensínorkan í hlutaeign Skeljungs, Egó í eigu Ker hf. og Ódýrt bensín (ÓB) í eigu Olís. Bæði á Íslandi og víðar hafa olíufélög orðið uppvís að því að bregðast skjótt og snöggt við hækkunum á olíuverði en draga seyminn þegar heimsmarkaðsverð lækkar. Það er til marks um veika samkeppni að fyrirtæki komist upp með slíkt.

Allt fram að falli Sovétríkjanna voru þau helsti útflutningsaðili á olíu til Íslands. Þau viðskipti fóru fram með vöruskiptum. Með lagasetningu þann 1. apríl 1992 var innflutningur og verðlagning á olíu og eldsneyti á Íslandi gerður frjáls. Þeim lögum var breytt ári seinna til þess að samræma þau ákvæðum vegna inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. Í orði kveðnu áttu olíufélögin því í samkeppni frá árinu 1993 þegar lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. voru sett.

Rannsókn Samkeppnisstofnunar

Upprunaleg sekt Eftir áfrýjun
Ker hf. 605 495
Olís 880 560
Skeljungur 1.100 450
Bensínorkan 40 0
(upphæðir eru í milljónum kr.)

Í áraraðir höfðu verið uppi ásakanir um verðsamráð milli olíufélaganna á Íslandi, en vitað er að á olíumarkaði almennt er fákeppni. Neytendasamtökin kærðu olíufélögin til Samkeppnisstofnunar árið 1997 en einhverra hluta vegna dróst rannsóknin í fjögur ár. „Í minni tíð sem viðskiptaráðherra var þessi skipting ekki hafin nema hvað að á stöku stað voru olíufélögin öll þrjú með eina stöð. Nú virðist þetta breytt og aðeins eitt félag annast bensínsöluna á hverjum stað. Og ekki bara það heldur eru allar verðbreytingar hjá olíufélögunum ávallt upp á krónu þær sömu og líka timasetning þeirra.“ sagði Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, „Þetta geta ekki verið tilviljanir með verðlagninguna. Líkurnar fyrir því að um tilviljanir sé að ræða eru stjarnfræðilegar.“

Þann 18. desember 2001 framkvæmdi Samkeppnisstofnun húsleit hjá skrifstofum olíufélaganna og fjarlægði ýmis gögn til rannsóknar. Grunur lék á að olíufélögin hefðu brotið gegn 10. grein samkeppnislaganna nr. 7/1993 um ólögmætt samráð. Til leitarinnar þurfti heimild dómara. Í kjölfarið kröfðust olíufélögin þess að öllum tölvugögnum sem lagt var hald á yrði eytt þar sem leitin hafi verið ólögleg.

Þá barst Samkeppnisstofnun bréf frá stjórn Ker hf. þar sem sagði að komnar væru fram „vísbendingar um að ákveðnir þættir í starfsemi Olíufélagsins hf. [Ker hf.] hafi á undanförnum árum að einhverju leyti stangast á við ákvæði samkeppnislaga“ en að starfsemi fyrirtækisins væri nú samkvæmt lögum eftir bestu vitund stjórnarinnar og lýsti hún yfir vilja til fulls samstarfs við Samkeppnisstofnun. Í kjölfarið vildi Olís einnig starfa með Samkeppnisstofnuninni að rannsókn málsins í þeirri von að endanleg sekt yrði lækkuð.

Eftir að Samkeppnisstofnun sendi olíufélögunum fyrstu frumathugun eða drög að skýrslu um samráðið leituðu olíufélögin eftir því að leysa málið í sátt. Þessum viðræðum lauk í byrjun mars 2003 því að ekki var hægt að komast að á samkomulagi um viðurlögin. Í ágúst sama ár fór Skeljungur fram á að forstjóri Samkeppnisstofnunar segði af sér vegna ummæla hans um málið í fjölmiðlum. Viðbrögð Samkeppnisstofnunar var að biðja um álitsgerð hjá Páli Hreinssyni lagaprófessor. Niðurstaða hans var að forstjóri Samkeppnisstofnunar hefði ekki gert sig vanhæfan og lét Skeljungur þar við sitja.

Rannsókninni lauk í október 2004 með tæplega þúsund blaðsíðna skýrslu þar sem fram kom „að olíufélögin hafi frá gildistöku samkeppnislaga haft með sér yfirgripsmikið og óslitið samráð um verð, markaðsskiptingu og gerð tilboða.“ Ker hf. sýndi sérstakan samstarfsvilja, og dró til baka kröfu sína um að upptækum tölvugögnum yrði eytt. Þar með nýtti félagið sér ákvæði samkeppnislaga um að góður samstarfsvilji verði til lækkunar á sekt, komi til hennar.

Samkvæmt niðurstöðum Samkeppnisstofnunar varaði samráðið að minnsta kosti frá mars 1993 til desember 2001 - allan þann tíma sem olíufélögin höfðu starfað á frjálsum markaði. Hagnaður olíufélaganna á samráðinu nam í það minnsta 6,5 milljörðum að mati Samkeppnisstofnunar, en það mat er sagt mjög hóflegt. Enn erfiðara er að áætla heildartap samfélagsins vegna samráðsins en hann hlýtur að hlaupa á tugum milljarða. Olíufélögin áfrýjuðu niðurstöðu Samkeppnisstofnunar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem úrskurðaði 29. janúar 2005 að niðurstaðan stæði í öllum meginatriðum en lækkaði sektir og felldi brott sekt Bensínorkunnar (Skeljungs) vegna formgalla.

Neðanmálsgreinar

Tilvísanir

Tenglar


This article uses material from the Wikipedia Íslenska article Samráð olíufélaganna, which is released under the Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 license ("CC BY-SA 3.0"); additional terms may apply (view authors). Efnið er aðgengilegt undir CC BY-SA 4.0 nema annað komi fram. Images, videos and audio are available under their respective licenses.
®Wikipedia is a registered trademark of the Wiki Foundation, Inc. Wiki Íslenska (DUHOCTRUNGQUOC.VN) is an independent company and has no affiliation with Wiki Foundation.

Tags:

Samráð Olíufélaganna MálsaðilarSamráð Olíufélaganna Rannsókn SamkeppnisstofnunarSamráð Olíufélaganna NeðanmálsgreinarSamráð Olíufélaganna TilvísanirSamráð Olíufélaganna TenglarSamráð Olíufélaganna19932001200428. októberOlísSamkeppnisstofnunSkeljungurVerðsamráðÍsland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

MánuðurBreiddargráðaÁsta SigurðardóttirGlymurÍslenskir stjórnmálaflokkarGyðingdómurHrafna-Flóki VilgerðarsonKim Jong-unDjöflaeyjaFormúla 1HvalfjarðargöngMaó ZedongKalsínVestmannaeyjagöngDalvíkBöðvar GuðmundssonEldgosDanmörkJón Sigurðsson (forseti)BláfjöllÞingholtsstrætiFermetriSpænska veikinÞKísillFallbeygingSnjóflóðin í Neskaupstað 19741990PermAriana GrandeTölvunarfræðiLandnámabókCristiano RonaldoHraðiVatnsaflsvirkjunForseti ÍslandsHöggmyndalistJóhanna SigurðardóttirHellisheiðarvirkjunKosningaréttur kvennaVöluspáMóbergIðnbyltinginAndorraTímiÞórsmörkDavíð OddssonIngólfur ArnarsonViðlíkingJóhann SvarfdælingurPlayStation 2FlateyriÖxulveldinVíktor JanúkovytsjBlönduhlíðListi yfir útvarpsstöðvar á ÍslandiÓfærðHarpa (mánuður)WikiSaga ÍslandsRagnar JónassonLissabonHans JónatanEyjaklasiListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaAlþingiskosningarHaagÍsbjörn20. öldinErpur EyvindarsonFöstudagurinn langiGyðingarLeikurMöðruvellir (Hörgárdal)Dýrið (kvikmynd)WalthéryHaust🡆 More