Ozzy Osbourne

Ozzy Osbourne (f.

John Michael Osbourne 3. desember, 1948 í Aston, Birmingham, Englandi) er best þekktur sem söngvari þungarokksveitarinnar Black Sabbath.

Ozzy Osbourne
Ozzy árið 2010.
Ozzy Osbourne
Ozzy Osbourne með Sharon Osbourne (2004)

Þegar hann heyrði í Bítlunum á táningsaldri vaknaði löngun í honum að verða rokkstjarna. Hann hætti í skóla 15 ára gamall og vann fyrir sér sem m.a. verkamaður og í sláturhúsi. Osbourne var í hljómsveit með Geezer Butler árið 1967 sem hét Rare Breed og síðar svaraði hann auglýsingu Tony Iommi og Bill Ward sem vantaði söngvara í hljómsveit. Piltarnir fjórir stofnuðu fyrst hljómsveitina Polka Tulk sem spilaði blúsrokk, nafnið breyttist síðar í Earth og loks í Black Sabbath árið 1969 (vegna þess að önnur hljómsveit hét einnig Earth).

Osbourne var rekinn úr Sabbath árið 1977 fyrir óreglu en kom svo aftur fyrir plötuna Never Say Die en var rekinn aftur árið 1979. Hann giftist dóttur umboðsmanns Sabbath, Sharon Arden og hún varð umboðsmaður Osbournes síðar meir þegar hann hóf sólóferil og skipulagði einnig þungarokkshátíðina Ozzfest. Gítarleikari Ozzy, Randy Rhoads, sem var á 2 fyrstu sólóskífum hans, lést í flugslysi árið 1982. Lengst af hefur gítarleikarinn Zakk Wylde verið með Ozzy í sólóhljómsveit hans.

Eftir aldamót voru hjónin ásamt tveimur börnum sínum þátttakendur í raunveruleikaþættinum The Osbournes. Árið 2009 gaf Osbourne út sjálfsævisöguna I Am Ozzy. Osbourne á 3 börn með Sharon og 2 börn af fyrra hjónabandi. Hann hefur glímt við vímuefnafíkn í gegnum árin. Árið 2020 tilkynnti hann að hann hefði verið greindur með Parkinsons. Sama ár gaf hann út plötuna Ordinary Man, þar sem hann söng dúett með Elton John í titillaginu og heimildamyndin The Nine Lives Of Ozzy Osbourne kom út.

Í byrjun árs 2023 ákvað Osbourne að hætta að koma fram á tónleikum eftir að hafa glímt við heilsufarsvandamál. Hann fékk stuttu síðar Grammy-verðlaun fyrir bestu þungarokksplötu fyrir Patient Number 9. Hann hætti við að hætta og ákvað að koma fram á tónlistarhátíðum sumarið 2023.

Sólóskífur

Stúdíó plötur

  • Blizzard of Ozz (1980)
  • Diary of a Madman (1981)
  • Bark at the Moon (1983)
  • The Ultimate Sin (1986)
  • No Rest for the Wicked (1988)
  • No More Tears (1991)
  • Ozzmosis (1995)
  • Down to Earth (2001)
  • Black Rain (2007)
  • Scream (2010)
  • Ordinary Man (2020)
  • Patient Number 9 (2022)

Tónleikaskífur

  • Speak of the Devil (1982)
  • Tribute (1987)
  • Just Say Ozzy (1990)
  • Live and Loud (1993)
  • Live at Budokan (2002)
  • Ozzy Live (2012)

Hljómsveit Ozzys - Síðasta liðskipan

  • Ozzy Osbourne – Söngur (1979–2023)
  • Zakk Wylde – Gítar (1987–1992, 1995, 1998, 2001–2004, 2006–2009, 2017–2023)
  • Rob "Blasko" Nicholson – Bassi (2003, 2006–2023)
  • Adam Wakeman – Hljómborð, gítar (2004–2023)
  • Tommy Clufetos – Trommur (2010–2022)

Tilvísanir

Ozzy Osbourne   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tags:

Ozzy Osbourne SólóskífurOzzy Osbourne Hljómsveit Ozzys - Síðasta liðskipanOzzy Osbourne TilvísanirOzzy Osbourne19483. desemberBirminghamBlack SabbathEngland

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

Leifur heppniMeltingarkerfiðÁstralíaElísabet JökulsdóttirÁbendingarfornafnKnattspyrnufélag ReykjavíkurBríet BjarnhéðinsdóttirHámenningStari (fugl)BlaðamennskaÍsland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaJóhann JóhannssonÓákveðið fornafnAuðunn BlöndalÞingvellirListi yfir morð á Íslandi frá 2000VDrakúlaGunnar HelgasonHringrás vatnsHaförnBenito MussoliniListi yfir íslenska tónlistarmennLögin úr söngleiknum Deleríum BúbónisSúmersk trúarbrögðEgill ÓlafssonÞórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirFlámæliEldeyForsetakosningar á Íslandi 1996Mannshvörf á ÍslandiEyjafjallajökullStykkishólmurListi yfir forsætisráðherra ÍslandsÍslandsbankiWikipediaFacebookSeljalandsfossBúrhvalurKaupmannahöfnCharles DarwinBrúðkaupsafmæliFyrsti vetrardagurLangisjórEl NiñoEyríkiPétur Einarsson (f. 1940)LandnámsöldRonja ræningjadóttirMyglaMoskvaIvar Lo-JohanssonJúlíus CaesarÍrakÓlafur Jóhann ÓlafssonFIFOHáhyrningurRóteindSkólakerfið á ÍslandiEinar Sigurðsson í EydölumEiður Smári GuðjohnsenTilvísunarfornafnStefán Ólafsson (f. 1619)HafnarfjörðurOfurpaurEgill EðvarðssonKappadókíaTom BradyNew York-borgSagnorðSamfélagsmiðillHvalirFrosinnGrettir ÁsmundarsonEgilsstaðirAndri Snær MagnasonTúnfífillFrumefni🡆 More