Koichi Tanaka

Koichi Tanaka (japanska: 田中 耕一 Tanaka Kōichi) (f.

3. ágúst 1959 í Toyama í Japan) er japanskur nóbelsverðlaunahafi, en hann deildi helmingnum af nóbelsverðlaununum í efnafræði 2002 með John B. Fenn (Kurt Wüthrich hlaut hinn helminginn). Hann hlaut verðlaunin fyrir þróun á massagreiningartækni fyrir risasameindir , en fram að þeim tíma voru einungis smásameindir tækar til greiningar með massagreini.

Koichi Tanaka
Koichi Tanaka árið 2003.

Flugtíma-massagreinar starfa þannig að efnið sem greina á svífur í rafsviði að nema og er massinn metinn út frá sviftímanum. Efnið þarf því að vera bæði hlaðið og í loftkenndu ástandi. Til að massagreining risasameindar á borð við prótín sé möguleg þarf því að jóna sameindina og koma henni í gasfasa, og er það gert með leysigeislun. Sé reynt að jóna risasameindir á þennan hátt, án þess að vernda byggingu þeirra gegn niðurbroti í aflmiklum geislanum, brotna þær niður í stutta búta og massagreiningin verður marklaus. Árið 1985 þróaði Tanaka aðferð þar sem sviflausn af örfínu málmdufti í glýseróli var notuð sem stoðefni (e. matrix) og var þá mögulegt að jóna prótín með 330 nm leysigeisla án teljandi niðurbrots.

Aðferð Tanaka, sem kölluð er SLD (e. soft laser desorption), er raunar ekki mikið notuð í dag og hlaut nóbelnefndin nokkra gagnrýni fyrir að hafa veitt Tanaka verðlaunin fremur en Franz Hillenkamp og Michael Karas, en þeir þróuðu svipaða aðferð, MALDI (e. matrix-assisted laser desorption/ionization) sem nú er mun meira notuð, einkum við greiningu prótínmengja. Þeir Hillenkamp og Karas notuðu þó MALDI aðferðina ekki á risasameindir fyrr en nokkru eftir að Tanaka hafði sýnt fram á notagildi SLD við massagreiningu prótína.

Heimildir

Tenglar

Tags:

195920023. ágústEfnafræðiJapanNóbelsverðlauninRisasameind

🔥 Trending searches on Wiki Íslenska:

ÚkraínaFenrisúlfurTíu litlir negrastrákarSvalbarðiUpplýsinginKirkjubæjarklausturLandnámabókIngvar Eggert SigurðssonZKennitalaEigið féMóbergLeikurHalldóra GeirharðsdóttirListi yfir þjóðvegi á ÍslandiFrumtalaÞekkingarstjórnun1526SkákKrít (eyja)Þingkosningar í Bretlandi 2010Pablo EscobarÁrni MagnússonLengdAtviksorðFullveldiSvarfaðardalurRómSymbianÞorramaturUngverjalandPóstmódernismiSameindFanganýlendaTJóhann SvarfdælingurSjálfstæðisflokkurinnBretlandGengis KanBrúneiEldgosHrafna-Flóki VilgerðarsonÍslensk krónaEigindlegar rannsóknirHrafninn flýgurAdolf HitlerSvampur SveinssonHöfuðlagsfræði5. MósebókFuglJúlíus CaesarÞór IV (skip)ÁlVaduzFriðrik Þór FriðrikssonBiskupLandvætturVíktor JanúkovytsjSkjaldarmerki ÍslandsTölvunarfræðiUppeldisfræðiFöstudagurinn langiÍslendingasögurBamakóGlymurInternet Movie DatabaseBrennisteinnAndreas BrehmeNorður-KóreaJóhanna SigurðardóttirOGuðni Th. JóhannessonJeffrey DahmerÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnuSeifurKrummi svaf í klettagjáÓðinnBjór á Íslandi🡆 More